Fjallkonan

Útgáva

Fjallkonan - 11.07.1908, Síða 1

Fjallkonan - 11.07.1908, Síða 1
JÓNATAN ÞORSTEINSSON Laugavcg 31 Reykjavik. Stæista og ódýrasta úrval af alls konar h úsgögnum. Skrifiö eftir vevðskrá með myndum, sem sendist ó k e y p i s. Baráttan fyrir jafnrétti kvenna tfiir Jbnas'% Jónsson frá Hriflu. ,,Við því böli, sem fylgir ný- fenguu frelsi, er að eins eitt meðal til, og það er frelíið ijálft. Ljómi þess getur í fyrstu orðið þjóðuuum of'bjart- ur í augurn, þegar þær koma hálfblindar úr búsi þrældóms- ins. Bn leyfum þeim bara að líta upp, og gkjótt munu þær sjá“. Macauly Hver öld og tímabil hefir sitt á hugamái, sem setur merki á framþi ó- unina. Nítjánda öldin hefir markað kosningarrétt karlmanna og þingræð- ið á fána sinn. Ýmislegt bendir á, að tuttugasta öldin muni verða öid kvennannu og friðarins. Sú spá miui þeim mönnum þykja undarleg, sem hyggja stöðu konunnar góða eins og hún er nU. Og þó að sU skoðun beri ekki vott um skarpa dómgreind, þá er hUn eigi að siður afsakanleg. Óátalin venja og gömul hefð villir mönnum sýn, svo þeim finst oft hið hróplegasta ranglæti eðlilegt og sjálí- sagt, ef almenn viðtekt breiðir töfra- JijUp sinn yfir það. Við nánari athugun verður því þó naumást neitað, að allmikill munur er enn á réttarstöðu karla og kvenna þótt hann væri meiri fyrrum. Stutt er síðan, jafnvel í hinum frjálsustu löndum, að konan var ómyndug alla æfi, og það yfir erfðafé sínu. Svo ramt kvað þó ekki að því með þræla að þeim væri bönnuð öll séreign. Erfðahlutur dætra var stórum minni en sona1. Allir æðri skólar voru kon- um lokaðir, og öll vandasöm og arð- berandi embætti í þjóðfélaginu voru þeim bönnuð. Löggjöíin svifti kou- urnar þannig réttum erfðahlut, neit- aði þeim um mentun á æskuárunum, lokaði fyrir þeim flestum sjáiístæðum atvinnugreinum á íuliorðinsárum — og gerði þær ómyndugar alla æfi. K o n a n var þannig dæmd til að al- ast upp í fáfræði og lifa í niðurlæg- ing. En til að sætta konurnar við þetta hlutskifti, töldu karlmennirnir þeim trú um að einmitt svona líf væri samkvæmt eðii þeina ogboðum trUar- innar. Konan ætti að vera auðmj'úk, hlýðin, einkum þó við sitt „höfuð“, eigiumanninn, draga sig i hié innan ----------- ' * iþoss vegua köllurn við enu „bróðurpart", þegar oiuhvor fcor meira eu lionum ber. veggja heimilisins, og lifa þar fyjir aðra í Sjálfsfórn og undirgefni. Lagaboð og venjurmörkuðukonunni þannig sérmálasvið — heimilið. í*ar sem lnin rnátti beita kröftum sínum undir yfirstjórn manns síns. En heim- urinn alt í kring var henni lokaður. Það eru því miður of mörg dæmi þess, hvernig slik meðíerð fer með þjóðir og mannflokka. Þegar öll for- ráð og sjálísábyrgð er tekin aí ein- staklingunum og þeir hafa ekki magn til að hiista aí sér okið með opin- berri mótstöðu, þá breytist lundaríar þeirra þannig, að allir þeir eiginleik- ar, sem hjálpa þeim til að ná tak- markinu eftir krókaleiðum og gegn um bakdyr, þroskast og styrkjast meir en að tiltólu. F’eir verða meistarar í að beita brögðum, verða undir för- ulir, slægvitrir og tvöfaldir. Enginn getur skaðalaust gengið gegn um skóia kUgunarinnar, og karlmennirnir mega játa með kinnroða að foiræði þoiira hefir bor.ð þeim ávöxt, eins og þeir höfðu sáð til. f’ví kon- urnar hatá eignast nokkra af þeim eiginleikum, sem mest ber á hjá kUguðum og lítilsigidum þjóðum. — Og þó verður ekki annaÖ sagt en að öll þessi niðurröðun væri nokkuvnveg- inn í samræmi við anda timans. Réttur hins sterka hefir frá upphafi vega og til skamms tima, verið iiinn eini mælikvarði í heiminura og konan heflr minni likamsstyrk en karlmað- urinn. Þess vegria gat hann ráðið yfir honni, lagt sverðið á metin og sett kostina. Sömu meginreglu var fylgt alstaðar. Með hólmgöngu var dæmt um léttmæti sakar, fanginn varð þræll sigurvegarans, smáþjóðin skattskyld stórþjóðinni. Sjáiíu þjóð- félagiim var skift í margar skai-plega aðgreindar stéttir, en hver stétt fyrir- leit og þjáði þá, sem voru henni minni máttar. Þannig var hnofinn í raun og veru á því nær öllum svið- um æðsti dómari. Svoua var ástandið í heiminum þangað til byltingin mikla á Frakk- landi brá upp nýju ljósi fyrir mönn- ura. SU stund þegar þjóðfundurinn viðurkendi „að allir mennfæðast oglifafrjálsirogjafniraðrjett- indum", flutti menninguna lengra spor áfram en nokkur annar viðburður hafði gert í 18 seinustu aldirnar. Og þó voru þeir menn, sem viður- kendu þossi sannindi ofháðir sínum tíma til að skilja til fulls sínar eigin kenningar. Peir viðurkendu að allir menn væru frjálsiv og jafnir að rétt- indum. En konurnar — þær voru elrki menn. Skip frelsisins var of hlaðið i það sinn til að taka konurn- ar með. Pær urðu að bíða „blíðari “ tíma eins og byltingarmennirnir sjálf- ir komust að orði. En þeir höfðu samt liugsað hugsun, sem lifði og óx þótt hægt færi. Hálf öld leið og menn hins nýja tíma höfðu tvisvar rykt í hlekkina, svo undir tók i hverju byggðu bóli; þá skildu menn fyrst að konan var maður, og þá byi-jaði baráttan fyrir jafnrétti hennar, því menn fundu, að hið þáverandi ástand heyrði fortiðinni til engu síður en pislartól og seiðmannabál. Og forgöngumenn kvenfrelsisins fóru sannarlega ekki fram á mikið. Kraf- an var stutt en Ijós: A11 i r m e n n konur og karlar skulu hafa s ö m u r j e 11 i n d i o g s ö m u s k y 1 d- ur. Þó varð baráttan iöng og hörð; hUn hefir nii staðið í hálfa öld, og enn þá hefir ekki mikið unnist á, en sigur hins góða málstaðar heyrir framtið- inni til. Nokkur hin tilfinnaniegustu mein haía þó veiið bætt. Erfða- og eignalögum hefir verið breytt konum í vil, nokkrir af hinum hærri skólum og einstaka atvinnugroinar hafa opn- ast þeim, en sjaldan með fullu jafu- rétti. Það eru því nokkrar tiihliðr- anir fengnar, en sjálf uudirstaða ranglætisins situr enn bjargföst í hug- um manna, í venjum, í heimilislífinu og þjóðfélagsskipuninni. II. NU á dögum stendur aðalhríðin um kosninganétt og kjörgengi kvenna i sveita- og landsmálum. Pó er sá réttur auðvitað ekki takmark þeirra. En hann er dýrmætt og nauðsynlegt vopn, þvi að eins með því að hafa áhrif á löggjöf og landsstjórn geta þær orðið jaíningjar karlmannannaáöllum svið- um. Framgangur kvenna er í þessu efni mesturá Norðurlöndum og i ensku mælandi löndum, en lengst allra eru finskar konur komnar. Yeldur því bæði alþýðumentun Finna, sem er óvenju- lega góð, en þó engu síður raunir þjóðarinnar og drengileg hluttaka kvenna í frelsisbaráttunni. Samhliða því, að jafnaðarkenuingar byltingariunar ruddu kröfum kvenna braut, hafa framfarirnar í iðnaði og uppgötvunum orðið til að auka þeim trú á mátt og styrk sjálfra þeirra. Karlmenn hafa lengi lítilsvirt heimil- isstörf og hirðingu kvenna, af þvi að sú vinna framleiddi ekkert. Kven- fólk væri því oftast ómagar, sem mættu una vel sæti á óæðra bekk. Margvíslegar vélar vinna nú ýms hin fornu heimilisstörf, einkum þó í borgum, en hUsmóðirin og dæturnar vinna aftur á skrifstofum, í bUðum og verksmiðjum, og leggja launin tii framfærslu fjölskyldunnar. Við það óx konunum hugur, en karlmönnun- urti sanngirni. Og þó er, því miður, enn til fjöldi manna, sem hvorki sjá né heyra, en einblína skilningslaust á liðnar aldir. Nokkrir þeirra verja forréttindi sin með rökum, sem ætla mætri að undir eins hlytu að koma þeim á alveg gagnstæða skoðun. Kristindómurinn og náunganskærleikurinn er undirstaða allrat- breytni þeirra, en heilög ritn- ing leiðarsteinmnn í hverri för. Og „ritningin", segjaþeir, býður konunni að þegja, draga sig í hlé og beygja sig i auðmýkt undir vilja guðs og karlmamianna, og að helga starf sitt heimilinu; þar eiga þær að vera með- hjálp mannsins. Er hægt að bíta höfuðið af skömminni á viðbjóðslegri hátt en að færa kenningu kristin- dómsins fram til réttlætingar kUgun og yfirgangi ? Pó mega þessir menn heita sannir englar í samanburði við þá eigingjömu hræsnara, sein fara með rétt kvenna sem sína eigu til að vernda sakleysi þeirra. Pað má heita að engin tak- mörk séu til fyrir þeim ódáðum, sem unnin hafa verið undir slíku yfirskyni. Til að verja saklaust fólk fyrir villu- kenningum hafa valdhafarnir steikt á teinum, brent, krossfest og liálshöggv- ið ekki ailfáa af þeim mönnum, sem hafa auðgað heiminn ineð mestum sannindum. Jafnvel Danir strádrápu forfeður okkar Ur huugri, bara af ein- skærri löngun til að verja þá fyrir syndsamlegum áhrifum annara þjóða. NU er það kvenfólkið, sem þessar sakleysishetjur vilja vernda „þær; eru of góðar", segja þeir, „til að standa í ryki og óhveininduni á kjörfundum og í þinghöllum, og rifrildið spillir mannshjartanu. En það eru einmitt hjartansmálin, velgjörðir og líknar- störf, sem konurnar eiga að stunda. Ef til vill hefðu einhverjir trUað þess- um falsspámönnum, ef þeir hefðu ei barist með oddi og egg fyrir að hljóta sjálíir þau gæði, sem þoir hyggja öðr- um svo hættuleg. Enn er til þriðja tegund manna, sem óttast að aukinn verkahringur muni gera konurnar „ókvenlegar" og fjarlægja þær kvenfyiirmyndiuni. Sá kvíði er víst óþarfur. Ef konurnar breytast þá breytist smekkur karl- manna. Kvenfyrirmyndin er líka nokkuð breytilegt hugtak eftir tíma og stað. Fyrir sálaraugum mann- anna sona er hUn stundum dökk á hörund, stundum rauð eða hvít, stUnd- um máluð með sterkum litum, stund- um í krínólinu og silkikjól, stundum í selskinnsklæðum og með „lífstykki*. Breytingarnar eru þamiig margar, en eitt er fast og stöðugt, að karlnienn- irnir á hverjum stað hyggja kouurn- ar, seni þeir þekkja hezt, hinar sönnu fyrirmyndir. En ef æíti að fara að tala um verulegt „ideal", þá getur það fyrst skapast, þegar konan fær að þroskast eftir eðli sínu og sjálfa- löngun. — Pótt Kínvejar misj vrmi fótum kvenna sinna til að fegra þá, þá eru þeir þó stórum hóflátari en þessir fagurfræðingar nUtimans, sem vilja afmynda og spilla bæði lík- ama og sál á helming mannkynsins, af því þeir hyggja sig færa um að endurbæta verk náttúrunnar. Pað var fynum höíugvígi kvenfjand*

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.