Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 28.08.1908, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 28.08.1908, Blaðsíða 1
 Landið vort skal aldrei okað undlr nýjan hlekk, ei úr sporl aftur þokað ef að fram það gekk. XXV. árs Hafnarfirði, 28. ágúst 1908 Nr. 85 JÓNATAN ÞORSTEINSSON Laugaweg 31 Reykjavik. Stærsta og ódýrasta úrval af alls konar husgögnum. IC Skriflð eftir verðskrá með myndum, sem sendist ó k e y p i s. Yanskapaðir menn. Það hljóta að vera vanskapaðir menn, sumir þeir sem láta mikið til sín taka í sjálfstæðisbaráttunni, sem nú stendur yflr. Ekki líkamlega vanskapaðir að vísu, enda gerði það minst til, heldur and- lega. Allir vita að til eru andlega van- heilir menn. Ekki að eins þeir, sem alménningur kallar geggjaða á geðs- munum, heldur miklu fleiii. Einstakir þættir sálarlífs þeirra hafa tekið ó- eðlilega litlum þroska, og aðrir aftur á móti óeðlilega miklum. Þetta get- ur átt heima bæði um skynsemisgáf- ur þeirra og tilfinningalíf. Tilfinningar þessara manna geta orð- ið svo geggjaðar, að þeir t. d. telji sæm ilegt og í alla staði sór samboðið að við- hafa orðbragð, sem óspilta menn hryllir við að heyra. Og þó geta þetta verið að mörgu öðru leyti vænir menn og virðingarverðir. Svona er um fleira í fari þessara vanheilu manna. Leiðsögn þeirra og tillögur um al- menn mál öll verður villandi; þó þeir vilji máske ekki vinnatjón, geta þeir ekki að því gert, að þeir stefna út í opinn voðann með þá, sem nokkurt mark taka á orðum þeirra. Pað er raunalegt, að slíkir menn skuli standa framailega í flokki þeirra, er mjög láta að sér kveða 1 umræð- unum um sjálfstæðismál íslendinga. Hver maður, sá er rétt skilur sjálf- stæðisbaráttu þá, sem nú er háð, veit það tvent, að alvarlegra mál og af- leiðingaríkara hefir aldrei legið fyrir dómstóli hinnar íslenzku þjóðar, og a ð ekkert annað en stefna manna í því máli má ráða kosningaúrslitunum i haust. En hvað gera nú vansköpuðu menn- irnir? f’eir leggja e k k i aðaláherzluna á málið sjálft. Þeir reyna að rugla menn og æsa með ýmsu, málinu alls- endis óviðkomandi; reyna að gera mótstöðumenn sína tortryggilega fyrir afskifti þeirra af alt öðrum málum, sem ekki eru einu siuni til umræðu nokkursstaðar nú sem stendur. fetta mætti sanna með fjöldamörg- um dæmum, ef þörf þætti. Hór skulu nefnd tvö, alveg af handahófi: Fyrir nokkrum m i s s i r u m varð alltiðrætt um viðleitni nokkurra manna í Reykjavík til þess að rann- saka dularfull fyrirbrigði (samband við framliðna menn). Eins og hver önn- ur nýjung mættu þær tilraunir mót- spyrnu allmikilli í fyrstu. Óvildar- menn tilraunamanna blésu óspart að þeim kolunum og varð um tíma eigi betur séð en að almenningsálítið væri mjög móthverft þeim. En þeir létu það eigi á sig Líta, þeir héidu t.ilraun- um sínum áfram og töldu sig sem vonlegt var hafa fult frelsi til þess, óáreittir af öllum. Og almenningur áttaði sig ótrúlega íljótt á því, að um þ a ð hefðu þeir á róttu að standa; það gæti ekki komið til nokkurra mála að ofsækja mennina fyrir það, að rannsaka, hvað sem þeir vildu. Mótspyrnan hjaðnaði niður svo að segja á svipstundu hjá öllum þorra viturra manna og sanngjarnra. Til- raunamenn héldu áfram rannsóknum sinum, og hafa gert alt til þessa, og enginn leggur ilt til þeirra fyrir það lengur — nema vansköpuðu menn- irnir. Þegar nýjar kosningar stóðu fyrir dyrum og þeir þurftu til einhverra ráða að taka tii þess að spilla áliti þeirra manna, er þeim voru hættuleg- astir, þá minnast þeir þess að fyrir 8 árum var það gott ráð til að vekja óvild til hvers sem var, að segja hann vera „andatrúarmarin." f* á voru til margir menn, sem naumast vildu trúa því, að „andatrúarmeun" væru með öllum mjalla. Nú hugkvæmist vansköpuðu mönn- unum að gripa til þess ráðs, að koma „andatrúnni" í samband við sjálfstæð- ismálið. Sjálfsagt verður mörgum áaðhlægja að annari eins vitleysu og þessu. í fljótu bragði virðist það svo afkára- lega skringilegt að rugla saman sam- bandi íslands og Danmerkur ogsam- bandi við framliðna menn. En það e r ekki hlægilegt þegar betur er að- gætt. Vitleysan er stórkosHegri en svo. Það er átakanlega sorglegt að til skuli vera í landinu nokkur sá guðsvolaður aumingi, að honum geti dottið annað eins og þetta í hug, og enn sorglegra að hann skuli ekki hafa skynsemi til að þegja yfir þeim hugs- unum sínum; en sorglegast af öilu þó að vinir hans skuii styðja hann til að koma þessum kjánalegu hugs- unum á prent. Pað eru sem sé blöð íslenzku land- stjórnarinnar, sem viku eftir viku eru * að kvelja lesendur sína með þessari svívirðingu. Þetm er nú ekki meiri alvara en þetta með að fá landsmenn til að átta sig á sjálfstæ ði smál- inu, að þau rugla stöðugtsaman við það ekki skyldara máli en „andatrúnni, “ sem þau kalla svo, auk margs annars. Hvílíkur óskaplegur andlegur vesal- dómur og auðnuleysis-aumingjaskapur! Þessi blöð, og þessir menn, sem blöðunum stjórna, ætlast svo sem eklci til að sjálfstæðismálið ráði at- kvæðum landsmanna við kosninguna 10. septemb. í haust. Ekki að öllu leyti að minsta kosti. Nei þeir ætlast til að hitt ráði eins miklu, að menn hafa — eða höfðu f y r- ir þremur árum — ýmugust á þeim mönnum, sem fengust víð rann- sókn dularlullra fyrirbrigða. Þess vegna þarf að rugla því máli — ásamt persónulegu níði um einstaka menn — saman við sjálfstæðismálið. Þetta geta ekki aðrir gert en þeir, sem eru eitthvað andlega fatlaðir — vanskapaðir. Svo glámskyggnir eru þeir, að þeir gæta þess ekki, að þetta vopn er hættu- legt þeim sjálfum eða þeirra flokks- mönnum. Svo vill sem sé til, að sum þingmannaefni Uppkastsmanna (t. d. Jón sagnfræðingur) eru það, sem þeir kalla „andatrúarmenn". Ef nokkur maður tæki maik á andatrúarfjasi stjórnarblaðanna, — sem ekki er hætt við — þá kæmi það líka niður á sumum þeirra þingmannaefnum við kosningarnar. — En jafnhliða þessu eru notuð önn- ur ráð. Þesir aumingja menn vita það — meðal annars af því þeir þekkja sjálfa sig bezt — að til eru mann- ræflar, sem altaf meta eigin hagsmuni meira en velferð ættjarðarinnar, — menn sem mundu glaðir selja landið sitt og öll börn þess í böðulshendur, ættu þeir vísa 5 aura fyrir það. Yan- sköpuðu mennirnir halda að til séu margir menn með þessu þokkalega innræti meðal alþingiskjósenda lands- ins. Þess vegna reyna þeir að ganga á það lagið, og telja kjósendum trú um, að þetta og þetta þingmannsefnið í andstæðingaflokknum hafi gert eða ætli sér að gera kjósendunum skaða, og skrökva svo upp sögum í því skyni. Ein slík tilraun hefir verið gerð hér í kjördæminu (Cíul)br. cg Kjósars.) í ár. Uppkastsmenn vissu það, að yfirgnæfandi meiri hluti ailra kjósenda hér var algerlega móthverfur þeirra málstað — sjálfsagt 10/2O hlutar allra þeirra, sem á kjörskrá standa. Þeir vilja ekki ganga viijugir i gildruna hjá Dönum. Nú voru góð ráð dýr. Það ráð var þá tekið, að fá alkunnan höfðingja-leigugrip tii þess að ferðast um þær sveitir héraðsins, sem afskekt- astar eru, og Ijúga því að kjósendum að annað þingmannsefni sjálfstæðis- manna (Bj. Kr.) hafi gert kjördæminu ómetanlegt tjón með því að lögbjóða vigt á salti. Sannleikanum snúið svo rækilega við, að telja það tjón í stað þess er flestir, sem vit hafa á, telja það hagnað. Eins og allir sjá kemur þetta sjálf- stæðismálinu ekki minstu vitund við — ekki fremur en „andatrúin." En hvað gerði það? Gætu vansköpuðu mennirnir að eins með þessu vakið óvild gegn þingmannaefnum sjálfstæð- ismanna, svo að þeim yrði hafnað, þá var nóg. Þeir v i r ð a s t hafa hugsað á þessa leið: „Það getur varla annað verið en að þarna suður- frá, þar sem lýðurinn er alinn upp á grásleppu, finnist töluvert margar 5 aura-sálir, sem meta sjálfstæði lands- ins minna en nokkura aura hagnað, sem við teljum þeim trú um að Björn Kristjánsson hafi haft af þeim. Við skulum bara skrökva því, að hann hafi hækkað saltið í verði fyrir þeim, þá kjósa þeir hann ekki.“ — Þegar leigugripurinn er svo búinn að liggja margar vikur yfir kjósendunum og hyggur sig vera búinn að sannfæra þá — ekki um ágæti Uppkastsins, heldur tjónið af saltvigtinni — þá er Lögrétta látin básúna um það, að allir kjósendur séu að snúast með Uppkastinu og gegn þingmannaefnum sjálfstæðismanna, af því að saltið sé orðið dýrara núna en áður en Björn Kristjánsson kom á þing! Það var svo sem ekki hætt við að ritstjórarnir (landlæknirinn og J. M. skrifstofustjóri) færu að roðna fyrir það, að taka saltið fram yfir lands- réttindin í blaðinu sínu. Þeiin fanst það víst ósköp eðlilegt. Eins og ó- dýrt salt sé ekki í þeirra augum meira virði en réttindi þjóðarinnar? En það voru aðrir sem roðnuðu í þeirra stað. Það gerðu allir þeir í þessu kjördæmi, sem sárnaði að svo litið skyldi gert úr nokkrum kjósanda, að ætlast trl að hann sviki föðurland- ið fyrir nokkur pund af salti. Þetta eru nú ráðin, sem notuð eru til þess að koma þingmannaefnum Uppkastsmanna að þingmensku í ár: Er það hugsanlegt, að svona aðíerð sé við höfð af öðrum mönnum en þeim, sem eru meira eða minna andlega vanskapaðir ? Eða er hitt líklegra, að þetta sé gert vísvitandi, út úr vand- ræðum ? —-----0»0-0—---- Kosning,arathöfnin. Svo var til ætlast, að FjaUkonan gæfi kjósendum til alþingis rækilegar leiðbeiningar í sérstöku riti um það, er þeim er mest nauðsyn á að vita um skyldur sínar og réttindi og hlut- töku í almennum málum, og var handrit 1 það rit albúið og sent til prentunar. En fyrir það, að bréfi út- gáfunni viðkomandi dvaidist hjá ó- nefndum manni (óvart) miklu lengur en útgefanda grunaði, urðu engintök á að hafa ritið tiibúið nægilega fljótt til þess að það kæmist kjósendum í hendur fyrir 10. september. Var það því afráðið, að hætta við útgáfuna að þessu sinni. í þess stað eru prent- aðar hér í blaðinu leiðbeiningar þær,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.