Fjallkonan


Fjallkonan - 17.07.1909, Page 1

Fjallkonan - 17.07.1909, Page 1
 Landið vort skal aidrei okað undir nýjan hlekk, ei úr spori aftur þokað ef að fram það gekk. XXVI. árg. Jlafnartirði 17. júli 1909. Nr. 27. Afgreiðsla og innheimta FJ ALLKONUNNAR er hjá Ólafi kaupm. Böðvarssyni. Reykjavíkurveg. Talsími 6. jj|C Auglýsingar, sem eiga að koma í blaðið, sendist til hans eða í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar. Kaupendur Fjallkonunnar eru beðnir að tilkynna afgreiðslu- manni hennar þegar þeir skifta um bústaði. Til vanskila, sem kunna að verða á blaðinu eru þeir og beðnir að segja honum sem fyrst eftir að þeir eru orðnir þess visir, að blöðin liggi eigi óhirt hjá viðkomandi póstafgreiðsiu eða bréfhirðingamanni. „Sjálfstjórn“ og bannlögin. Við biðum með töluverðri forvitni hér í Hafnarfirði eftir fyrsta blaðinu af „Ingólfi", eftir að fréttir komu um að hann ætti að flytja fólkinu nýjar kenningar, kenningar íélags þess, sem nefnist „Sjálfstjórn" (þvíekki „óstjórn"? það er réttara nafn á félaginu). En hér fór sem oftar, þegar menn búast við einhverju miklu, verða menn oftast fyrir vonbrigðum. Ingólfur er afarþunnur! Ekki er það því að kenna, að þeir sem að honum standa séu ekki góð- ir og gildir menn, því ritstjórinn kvað vera vel gefinn maður og aðrir aðstandendur eru margir hverjir af merkustu mönnum þessa lands. Það hefði því mátt búast við að Ingólfur færði svo giid rök fyrir máli sínu, að ekki dygði í móti að mæla. En það er ekki því að heilsa, sem ekki er heidur von, því málstaðurinn er ekki góður og grundvöllurinn fú- inn. Sjálfstjórn hefir gefið út ávarp til íslendinga. Aðalefni ávarpsins er að sýna og sanna, að bannlögin séu skerðing á persónulegu frelsi og siðspillandi íyrir þjóðina. Eg skal játa það, að hér er um skerðing á persónulegu fi elsi að ræða. En eru ekki fleiri lög til, sem frá ai- mennu sjónarmiði eru meiri og minni skerðing á persónulegu frelsi? Það getur verið að frá lögfræðislegu sjónarmiði séu þau það ekki. En þó svo væri að þessi iög skerði meir persónulegt frelsi en önnur lög, þá er eg viss um að það borgar sig fyrii þjóðina að samþykkja þau. Það er æði margt sem við gerum, sein skerðir frelsi einstaklingsirls að rneira eða minna leyti. Eg skal taka eitt dæmi. Ef þú sér mann, sem ætlar að fyrirfara sér, þá reynir þú að hindra hann í því, þú rífur frá honum morðvopnið, eða eiturbikarinn; þetta er skerðing á persónulegu frelsi mannsins. Eftir kenningu Sjálfstjórn- ar ættirðu að lofa manninuin að fyrirfara sér, án þess að hreyía þig. Menn verða að gæta að, á móti hverju lög þessi eru stýluð. — Hér er verið að útrýma vörutegund, sem er algerlega óþörf í landinu, gerir aldrei gagn, en hefir í sér sterka mögulegleika til að eyðileggja þjóðfélagiðaðmeiraeðaminna leyti. Allir koma sér saman um það, að ofdrykkja sé skaðleg. En Sjálfstjórn viil kenna mönnum að drekka í hófi, varast ofdrykkju. Sú kenning er ekki ný, en hún er óframkvæmanleg. Reynslan hefir sýnt að takmörkin á hófdrykkju og ofdrykkju eru svo þröng að það er ilt að þræða þau. Ef hægt væri að ala manninn svo upp, að hann gerði aldrei nema það sem rétt er, þá mundi mega sleppa fleiri lögum en banniögunum. feir sem víns neyta, gera það venjulega lil að finna áhrifin, áhrifin, af eitrinu í víninu. En einmitt þessi áhrif eru hættu- leg, og fá menn oft til að neyta meira af víninu en þeir þola, og endirinn getur orðið sá, að maðurinn verður ofdrykkjumaður og þá dugir ekki lengur að segja : „Sjálfur leið þú sjálf- an þig“, því það er algengara að aðrir verði að leiða þann, sem drukk- inn er. Það er búið að margsanna, að all- ur drykkjuskapur er skaðlegur. Það eru allir sammála um, og því á þá ekki að uppræta orsökina til drykkju- skaparins, vínið? Ávarpið segir að þessi lög séu einsdæmi í löggjöf allra siðaðra þjóða. Það er nú víst ekki satt. En þó svo væri, þá sýnir það ekki annað en að við íslendingar erum á hærra menningarstigi en aðrar þjóðir, því þessi lög sýna það, að við höfum bæði vit og vilja til að útrýma þeirri vöru, sem gert hefir og gerir landi voru tjón. IngóJfur er hræddur um að við verðum til athlægis fyrir þessi lög. Þetta er óþaifa hræðsla; við erum búnir aðsamþykkja lögin. Frétt- ir um það eru komnar út um heim- inn, en eg hefi ekki heyrt þess getið að við höfum fengið ilt orð fyrir þau. Ávarpið segir að þetta séu þving- unar- eða nauðungarlög. Það má segja það um öll lög, sem ekki eru samþykt í einu hljóði, að þau séu -þvingunarlög. 8/5 hJutar þjóðarinnar samþykkja lögiu við leynilega atavæða- greiðslu. Er það ekki greinilegur þjóðarviiji ? Telur Ingólfur það rétt- ara, ef þingið hefði ekki samþykt lög- in, þó að 8/5 þjóðarinnar heimti þau samþykt? Þetta ér grautfúin ástæða hjá Ingólfi. Ingólfur segir að atkvæðagreiðsluna sé ekki að marka, vegna þ^ss að málið hafi ekki verið skýrt nema frá annari hliðinni. Það er satt, að Goodtemplarar hafa barist fyrir þessu máli, og eg vona, að Sjálfstjórn hafi ekkert við það að athuga. Það er altaf álitið heiðarlegt að berjast fyrir því, sem maður veit sannast og réttast. En því gerðu þeir ekkert, „Sjálf- stjórnarmennirnir" ? Eg held að þessa atkvæðagreiðslu sé einmitt mikið að marka, vegna þess að bæði var atkvæðagreiðslan leynileg og svo er þetta mál svo vaxið, að fólkið skilur það. Sá sem atkvæði greiðir er einn inn í lokuð um klefa og enginn hefir áhrif á hann á þeirri stundu sem hann greið- ir atkvæði. Hvaða heimild hefir svo Ingólfur til að segja, að þessi atkvæðagreiðsla sé marklaus ? Það er lítilsvirðing á þjóðinni, að drótta því að henni, að hún mundi greiða atkvæði á móti sjálfri sér, ef leitað væri aftur at- kvæða hennar um þetta mál. Málið er svo einfalt; það er alt annað en þegar verið er að greiða atkvæði um t. d. pólitík, því þá er venjulega ekki helmingur sem skilur, hvað um er að ræða. Sú eina mótbára, sem vit er í, er sú, að lög þessi kunni að hafa áhrif á markaðinn fyrir íslenzkar vörur ; ef svo væri, er mikið efamál hvort rétt væri að beita þeim. Það stendur í síðara hluta „ávarps- ins“ að ávarpsmenn vilji efla bind- indi o. s. frv. Það verður gaman að lifa, þegar Ben. S. Þór. (!) og Sig- geir (!) stofna fyrsta bindindisfélagið! Hvað skyldi maður mega drekka marga „snapsa" á dag án þess að verða brotlegur við þau bindindislög, sem þeir sefja?!! Eg held það hefði verið heppilegra að sleppa orðinu bindindi úr ávarp- inu, því eg man ekki betur, en að það sé tekið fram i síðustu blöðum Ingólfs, að vín, brúkað í hófi, sé gott, og jafnvel tilfært brúðkaupið í Kana til að sanna að Kristur hafi ekki verið mótfallinn víndrykkju. Það er dálitið óþægileg mótsögn við bind indiskenninguna í ávarpinu. „Sjálfstjórn“ er annars orðin tölu- vert lauslát upp á síðkastið; eftir að hún er búin að vera í ástabralli við nokkra Norðmenn, sem hafa sömu skoðun, er hún nú tekin saman við gamlan prest í Ameriku, — síra Jón Bjarnason — og gefur hún út trú- lofunarkort þeirra, sem er ræða eftir sr. Jón um brúðkaupið í Kana. Sjálfstjórn getur breytt kjörorðinu og sagt: Sjálfur leið þú sjálfan þig, síra Jón leiðir mig. Eg hélt að þeir menn, sem í þessu félagi eru, mundu ekki fara að hlaupa strax í biblíuna eða prestana til að finna orðum sínum stað, En það sýnir hversu ilt þeir eiga með að verja mál sitt. Ræða sr. Jóns á að sanna, að Kristur hafi búið til vin í brúðkaupinu í Kana, og hafi þannig verið vinveittur vínnotkun. Eg skal ekki leggja neinn dóm á það, hvort þetta vín í Kana hafi verið óáfengt eða ekki. Það verður líklega hvorugt sannað. En hitt. veit eg, að röksemdir síra Jóns eru ekki réttar. Hann segir: „Vínið, sem Jesús framleiddi, varáreiðanlega áfengt vín“, og byggir það á orðum forstöðumanns veizlunnar, sem hann segir við brúð- gumann: „Allir menn veita fyrst góða vínið, en þegar gestirnir taka ölvaðir að verða, þá hið lakara. Þú hefir geymt góða vínið þangað til nú“. Hvað af þessum orðuin sannar það, að Kristur hafi búið til áfengt vín? Það að gestirnir voru ölvaðir áður en Kristur breytti vatni í vín, getur þó ekki sannað að vín hans hafi verið áfengt. Nei, presturinn sannar hér ekkert! Það getur vel verið að þeir haíi ver- ið meira eða minna fullir í Kana, en að Kiistur hafi farið að bæta miklu á þá, eftir að þeir voru orðnir ölvað- ir, er næsta ótrúlegt, eftir öðrum kenningum um Krist. Kannske ræðan eigi lika að kenna okkur það, að við megum gjarnan vera fullir, af því að þeir í Kana hafi verið það. Það er leiðinlegt fyrir Sjáifst.jóm, að vera að sækja þetta góðgæti til Ameriku. Það eru svo miklir and- ans menn í því félagi, að þeir ættu að geta fundið eitthvað upp sjálfir, sem væri betra en þessi ræða, eða að leggja þá heldur árar í bát og hætta. Hrólfur. í Egilsstaðaskóg'i var haldin samkorna á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, og fóru þar fram ræðuhöid, söngur íþróttir og dans. Ræðumenn voru þar: Þorsteinn M. Jónsson kennari fra Útnyrðingsstöð- um (um Jón Sigurðsson), Runólfur Bjarnason á Hafrafelli (ísland), og Benedikt Blöndal kennari á Eiðum (ungmennafélögin).

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.