Fjallkonan


Fjallkonan - 17.07.1909, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 17.07.1909, Blaðsíða 2
106 FJALLKONAN Prestastefnan á Þingvelli. —0— (Niðurl.) Laugavdaginn 3. júlí var fundur settur kl. 8 árdegis. Nefndin í skiln- aðarmálinu lagði fram álit sitt, og var aðalefni þess þetta: Nefndin vildi byggja lítið á þeim fundarályktunum á þingmálafundum, er krafist hefðu skilnaðar, þvi að öllum þorra þeirra, er atkvæði greiða, mundi naumast ljóst, hverjar afleiðingarnar yrðu, ef til framkvœmdanna kæmi. Hún vildi og eigi viðurkenna að þjóðkirkja sé óeðlilegt fyrirkomulag. Ekki nema sjálfsagt, að hið opinbera styrki þau trúarfélög — og þá fyrst og fremst hina evang. kirkju —, sem viðurkent sé að mest efli siðgæði borgaranna. Nefndin mótmælti þeirri skoðun, að ríkið gæti með réttu lagt eignarhald í kirkjueignirnar. Þær hafi upphaf lega verið gefnar til að efla k r i s t n i- hald í landinu. Tillögur nefndarinnar voru þessar: Að kirkjan sé frjáls þjóðkirkja í sambandi við rikið. Að--------------prestastefnan lýsi yfir þvi, að hún sé aigert mót- fallin aðskilnaði ríkis og kirkju. En ef skilnaður reynist óhjákvæmileg- ur, þá verði hann þó að eins fram- kvæmdur með þeim skilyrðum, er hér greinir: 1. Að skilnaðuv sé borin undir at kvæði þjóðarinna, þar sem öllum 15 ára að aldri sé gefin kostur á að greiða atkvæði, og S/B hlutar greiddra atkvæða samþykki skiln- aðinn. 2. Að skilnaðarmálið sé undirbú- ið af kirþjuþingi. 3. Að ðllum eignum kirkjunnar sé varið til viðhalds og styrktar kristnum trúarfélögum í landinu eftir ákveðinni tiltölu. fá er nefndarálitið hafði verið les. ið upp, hófust umræður um málið. Gísli Skúlason (framsögum.): Nefndin var öll mikið til sammáia um, að halda þjóðkirkjufyrirkomulaginu, með þvi að það hefir m arga þá kosti fr am yfir fríkirkju, sem skaði er að sleppa. Áhrif þjóðkirkjunnar ná til fleiri en áhrif fríkirkju. En þau áhrif eru oft dulin og eigi unt að benda á sýnilega ávexti. Af aðskilnaði mundi leiða klofning kirkjunnar í marga hluti. — Yerði gerður aðskilnaður, ei' sjálfsagt að kirkjueignirnar fylgdu kirkjunni. Verði tregða á því, gæti það orðið dómstólamál. Sigurður Sivertsen : Vil framþró- un í kirkjunni, en engar byltingar. Framþróun getur átt sér stað í frjálsri þjóðkirkju, en aðskilnaður rik- is og kirkju er bylting, sem ekki mundi leiða til góðs. — Með afnámi þjóðkirkjunnar tapast svo miklir kraft- ar úr þjónustu kirkjunnar, sem ekki mundu vinnast upp. Það tjáir ekki að vitna til Amenku og frikirkjunnar þar. Ástandið þar alt annað. Kirkj- an hér á landi orðin samgróin þjóð- félaginu; í Ameríku urðu menn að byggju hvortveggja frá rótum: þjóð- félag og kirkjufélag. — Eg vil meira frelsi fyrir þjóðkirkjuna, en ekki að- skilnað. Kjartan Helgason: Mór finstnefnd- in gera helzt til lítið úr fríkirkjukröfum þeim, sern komið hafa fram, Vér megum ekki gera svo mikið úr viti sjálfra vor, að vér lítilsvirðum álit annara. Verðum líka að gæta þess, af hvaða orsökum óánægjan með þjóðkirkjuna er sprottin. Ástandið, sem nú er, knýr hana fram. Kirkj- urnar standa viða tómar og deyfð er jrfir öllu kirkjulífi. Prestunum er um það kent. Fríkirkjukröfurnar eru ásakanir eða neyðaróp tii prestanua, og vér verðum að taka tillit til þeirra. Taka þeim með nærgætni, — slaka til. Vér eigum t. d. að bjóðasöfn- uðunum uppsagnarvald að fyrrabi agði; ekki bíða eftir því, að sú breyting verði knúin fram af motstöðumönn- um kirkjunnar. Magnús Bjarnarson: Fnkirkjan getur ekki bætt úr þvi, að kirkjurnar standi tómar; hún endurskapar ekki prestana, Líklega mundu fleiri kirkj- ur standa tómar eftir en áður. Eg só að minsta kosti ekki að til séu menn i skarðið, ef fríkirkjan kastar frá sér öllum þeim prestum, sem söfnuðunum mislíkar eitthvað við. Ástandið þarf að batna, en ráðið til þess er, að endurbæta þjóðkirkjuna, kippa í lag misfellunum. Það ætti að vera hægra en að stofna fríkirkju, því að hún mundi verða dýrari en þjóðkirkjan. Olaf'ur Magnússon: Nefndin vill alls ekki gera lítið úr skoðunum frí- kirkjumanna; en hún byggir litið á þeirri atkvæðagreiðslu, sem farið hefir fram um málið á þingmálafundum undirbúningslítið. Kristinn Danielsson: Eg er al- gerlega mótfallinn aðskilnaði. Vil fá yfirlýsingu fundarins um það, að hann sé andvígur aðskilnaði, með hvaða kostum, sem hann væri fáanlegur. Ólafur Sæmundsson: Skilnaðar- raddirnar eru að mestu leyti runnar af ókirkjulegum rótum. Hugsunin, sem liggur til grundvallar fyrir þeim, er sú, að losna við útgjöld, prests og kirkjugjöld. Sömu menn mundu, ef þeir sæu sér fært, vilja losna við laun til sýslumanna, hreppstjóia og annara embættismanna. Þorst.Benediktsson: Eghefi verið hlyntur fríkirkju. En fáist það, að þjóðkirkjan verði frjáls, er eg ánægð- ur. Ófrelsið hefir háð kirkjunni; og það sem gert hefir verið að undan- förnu, hefir miðað að því, að herða á bðndunum, og um leið hefir það hert á fríkirkjukröfunum. Eggert Pálsson: Það er satt, að íslenzka kirkjan er orðin samgróin þjóðlifi voru og þjóðfélagi. Aðskiln- aður getur því ekki komið til greina án rækilegs undirbúnings. Neðri deild alþingis ætlaðist líka til undir- búnings; þess vegna var horfið frá að leggja málið endilega fyrir næsta þing. — Eg er hlyntur fríkirkju. Kirkjan á eftir eðli sínu ekki að vera neinum háð, eins og hún er nú háð ríkinu. Pað er til mikilla bóta, ef hún verður frjáls þjóðkirkja. En þess mun naumást kostur; eins og alþingi er nú skipað, mundi það ekki sam- þykkja það. — Eg get felt mig við tillögurnefndarinnar með litlum breyt- ingum, er feli í sér yfirlýsingu um, að ekki sé annað fyrir höndum en skilnaður, ef ekki fæst framgengt kröfunni um frjálsa þjóðkirkiu. — Deyfðin, sem nú er yfir kirkjunni, læknast ekki nema með frikirkju. „Bæturnar", sem slett hefir verið að undanförnu á núverandi fyrirkomulag, hafa ekki orðið til neins gagns. En því mótmæli eg eindregið að eignirn ar verði teknar af kirkjunni, þótt hún skilji við ríkið. Slgurbj. A. Oíslason: Áður en eg fór að ferðast um landið fyrir 9 árum, var eg rammasti þjóðkirkju maður. En kynni mín af þjóðinni og kirkjulífinu hafa algerlega snúið skoðunum mínum. Eg játa að frjáls þjóðkirkja væri góð, ef hún fæst, en tel það vonlaust. Þjóðin vill fríkirkju. Færi fram alrnenn, leynileg atkvæða- greiðsla um málið, et eg viss um að færi líkt og við aðflutningsbannsat- kvæðagreiðsluna: andstæðingar frí- kirkjunnar féilu i stafi yfir því mikla fylgi, sem hún hefði. Fríkirkjukröf- urnar eru léttmætar. Það er rang- látt að heimta gjöld til kirkjumála — eða í þess stað til einhvers annars, t. d. mentamála — af andstæðingum kirkjunnar, eins og þjóðkirkjan gerir. Gísli Skúlason. Því hefir verið haldið ftam áður, að ekki mætti gefa þjóðkirkjunni frelsi í sínum eigin málum af því að þá yrði hún að „ríki í ríkinu". Eg get ekki séð neitt athugavert við það, og það er ekki heldur neitt nýtt. Rikið styrkir bæði Búnaðarfélag íslands og Good- templarafélagið og lætur þau ráða að fullu öllum sínum málum og ráðstafa landssjóðstyrknum, og hljótast engin vandræði af. Hví skyldi ekki kirkju- félagið mega njóta sömu hlunninda? Jens Pálsson. Sr. E. P. taldi vonlaust að frjáls þjóðkirkja fengist, og vildi þá heimta skilnað og fá eign- ir kirkjunnar. En myndast þá ekki „ríki í ríkinu", ef kirkjan er gefin laus með öllum eignunum ? Og væri það aðgengilegra fyrir þingið, að fara þannig að? Væri eg sem þing- maður tregur til að veita þjóðkirkj- unni frelsi, þá væri eg alveg ófáan- legur til að gera kirkjuna að fríkirkju og láta hana halda öllum eignunum. Kristfnn Daníelsson. Vér eig- um ekki að ræða neitt um það, hvað er fáanlegt, heldur að eins krefjast þess, sem vér teljum bezt. Jóhann Þorsteinsson. Eg er mótfallinn tillögum nefndarinnar, af því að eg vil aðskilnað ríkis og kirkju. Fundurinn á að lýsa yfir vilja sínum um það, með hvaða skilyrðum hann vilji aðskilnað. Sigurður Sirertsen. Þessi fundur á að vera leiðtogi, en ekki láta leiða sig, þess vegna eigum vér ekk- ert að spyrja um, hvað aðrir vilji eða hvað fáanlegt sé, heldur að eins hvað vér viljum. — Þá var gengið til atkvæða. Eggert Pálsson flutti svolátandi breytingar- tillögur við till. nefndaiinnar; Á eftir orðunum „frjáls þjóð- kirkja í sambandi við ríkið" komi: Sé það fyrirkomulag ekki fáanlegt, telur fundurinn ekki annað fyrir hendi en að ríki og kirkja skilji, þó rneð þeim skilyrðum, er hér greinir (o. s. frv., eins og í till. nefnd.). Þessi breytingartillaga var íeld með öllum greiddum atkvæðum gegn tveiinur. Fyrri liður í tillögu nefndarinnar (frjáls þjóðkirkja) samþykt með 25 atkv. gegn 2. Síðari liður (skilnaðarskilyrðin) sþ. með 22 gegn 4. Út af umræðum þeim um upp- sagnarvald safnaðanua, sem urðu samhliða skilnaðar-umræðunum og umræðunum um kenningafrelsið var borin upp þessi ályktun: Prestastefnan telur nauðsynlegt, að biskup beitist fyrir því, að fá prest leystan frá embætti, þar sem þorri safnaðar af réttmætum á- stæðum vill losna við hann og it- rekaðar tilraunir til að bæta sam- komulagið hafa reynst árangurs- lausar. Samþykt' með 25 samhljóða atkv. Næsta mál á dagskrá var kirkjuþingsmálið. Nefndin í því máli lagði fram svo hljóðandi tillögu: Prestafundurinn álítur, að vor kirkjulegu mein stafi ekki af því, að kirkjan er í sambandi við ríkið, heldur af öðrum orsökum, meðal annars af þvi, að sambandi rikis og kirkju er óhaganlega fyrir kom- ið og að kirkjan hefir ekki nægi- legt frelsi til þess að ráða sinum eigin málum. Fundurinn skorar því á alþingi, að samþykkja lög um kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju, er komi saman annað- hvort ár, sé skipað prestum og leikmönnum, hafi fult samþyktar- vald í sínum eigin innri málum og tillögurétt í öllum þeim almenn- um löggjafarmálum, er snerta kirkjuna, og sé kostað af lands- sjóði. Stuttar umræður urðu um málið. Tillaga nefndarinnar var samþykt með 26 samhljóða atkvæðum. Þá var gert fundarhlé til morgun- verðar. Fundui inn hófst aftur kl. 11 l/t. Þá flutti Gísli Skúlason erindi um undirbúniiigsmeiitun prestu. Að loknu erindinu urðu allmiklar umræður um málið. Nokkur ágrein- ingur varð um það, hve mikla kunn- áttu i grísku og hebresku ætti að heimta af prestaefnunum. En það sem vakti sýnilega mesta ánægju í umræðunum, var uppástunga um visindalegt námsskeið handa prestum í sumarleyfi prestaskólans. Forstöðu- maður skólans lýsti því yfir, að kennurunum væri ánægja að því, að halda fyrirlestra á þessu námsskeiði endurgjaldslaust. Eftirfarandi tillögur voru að lokum samþyktar i einu hljóði (eru 2 hinar fyrri frá máls- hefjanda, G. Sk., en hin 3. frá Krist- ni Daníelssyni). 1. Þar sem fundurinn litur svo á, að afnám grískukenslu sé til mik- ils hnekkis fyrir guðfræðisnámið, skorar hann á landsstjórnina að hlutast til um það, að frjálsri grískukenslu yrði haldið uppi að minsta kosLi í efsta bekk menta- skólans, þannig lagaðri, að nem- endur byrjuðu þegar á að lesa Nýjatestamentið með málfræðinni. 2. Fundurinn skorar á alþingi, að veita guðfræðikandídötum ríflegan styrk í eitt ár til dvalar erlendis þeim til fullkomnunar í ment sinni. 3. Prestastefnan telur það mjög æskilegt, að komið yrði á við prest.askólann í sumarleyfinu stuttu vísindalegu námsskeiði fyrir presta, með fyrhlestrum og umræðum, og væntir fjárframlaga til dvalarkostn- aðar prestanna. Því næst flutti Magnús Helgason skólastjóri gagnoiðan fyiirlestur um

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.