Fjallkonan


Fjallkonan - 17.07.1909, Síða 3

Fjallkonan - 17.07.1909, Síða 3
FJALLKONAN 107 kristindómsfræðslu iingincnmi. Hann sýndi íram á, að fræðsluað- ferðin, eins og hún hefði tíðkast, væri alveg öfug, kæmi inn hjá börnunum leiða á „kverinu" og öllum guðsorða- bókum, gagnstætt því er ætti að vera. Aðalatriði fyrirlestursins dró hann að lokum saman í eftirfarandi greinar um kensluaðferðina, eins og hún ætti að vera. 1. í stað þess að hingað til hefir kverið verið eina fastákveðna náms- efnið í kristnum fræðum undir ferm- ingu, þá verði það hér eftir biblíusög- ur, trúarjátningin og nokkrir valdir sálmar. 2. Námsefnið só jafnan útlistað fyr- ir börnunum áður en þeim er sett fyrir að læra það. Orðrétt nám sé aðeins heimtað á trúarjátningunni, völdum ritningarstöðum og ijóðum. 3. Að öðru leyti verði prestum al- veg frjálst, hvernig þeir haga undir- búningi barna undir fermingu. 4. Ef kver er notað til kenslunnar, sóu yngri börn en 12 ára alls eigi látin læra það. Umræðum um fyrirlesturinn var frestað til næsta fundar. Biskup bar upp svohijóðandi tillögu um handbókarmálið: Prestastefnan væntir þess, að handbók presta veiði fullbúin til prentunar á næsta hausti. Piesta- stefnan heimilar endurskoðunar- nefndinni, að bæta manni við sig í stað Hallgríms biskups Sveius- sonar, og álítur að una megi við tilvitnanir einar í pistla og guð- spjöll, ef þörf gerist vegna útgáfunn- ar. Tillagan var samþykt með öllum atkv. Biskup skýrði frá því, að nefnd- in bætti við sig síra Haraldi Níels- syni. Þá var samþykf, í einu hljóði, eftir tiilögu biskups, þessi kvcðja til kirkjuþings Vestur ísl. Prestastefnan á Þiugvelli 1909 þakkar sem bezf árnaðaróskina frá síðast höldnu kirkjuþingi "Vestur- íslendinga, og sendir löndum sín- um og trúarbræðrum vestan hafs bróðurkveðju og blessunaróskir. Jafnframt minnist prest.astefnan þess, að næsta sumar á Jónsmessu- dag er kirkjufólag Vestur-íslendinga 25 ára gamalt, og felur presta- stefnan biskupi, ef minningardag- urinn fer á undan næstu presta- stefnu íslands, að tjá kirkjuþinginu vestra heillaóskir sínar. Jæks var samþykt með öllum greiddum atkvæðum þessi tillaga um keiuiingalTelsi presta. í tilefni af fyrirlestri iektors Jóns Helgasonar (Prestarnir og játning- aritir.) skorar prestastefnan á bisk- up í samráði við handbókarnefnd- ina, að undirbúa breytingu á presta- heitinu og leggja fyrir næstu presta- stefnu. Þá var gefið miðdegis-fundarhlé. Fundur var settur aftur^kl. á1/^- Þá flutti síra Haraldur Níelsson fyrirlestur um altarissakrainentið. (Hvað vitum vér sannast um stofn- un heilagrar kvöldmáltíðar?). Sá fyrir- lestur vakti afarmikla eftirtekt; var hann samiim af miklum lærdómi og leiddi rök að því, að tvær skoðanir hafi verið ríkjandi í fornkirkjunni á altarissakramentinu. Vonandi birtist fyrirlesturinn siðar á prenti, og mundi það vafalaust leiða til góðs fyrir trúarlífið í söfnuðunum, að menn kyntust honum sem bezt. Því næsf hófust umræður um kristindómsfræðsluungmenna út af fyrirlestri síra M. H. Voru allir ræðumenn þakklátir fyrirlesar- anum og lýstu sig samdóma skoðun- um hans í aðaiatriðunum. Hér er eigi rúm fyrir ágrip af þeim umræð- um. Að lyktum var samþykt. 1 einu hljóði svohijóðandi tillaga: Fundurinn lýsir sig hlyntan stefnunni í fyriiiestri síra Magnús- ar Helgasonar, og skorar á biskup að annast um að út verði gefnar biblíusögur við hæfi yngri barna og siðar stæni biblíusögur ætlaðar þroskaðri börnum. Næst flutti kand. Sigurbjörn Á. Gíslason fyrirlestur um sálgæslu, og urðu engar umræður um hann. Var orðið áliðið dags, er honum var lokið, og var þá gert íundarhlé til kvöldverðar. Síðar um kvöldið áttu prestarnir fund með sér í Þingvallakirkju, fyrir luktum dyrum. Þar fóru fram um- ræður um fyrirlestur síra Haraldar Níelssonar, um útgáfu sálmabókar- innar o. fl. Kl. 8 sunnudagsmorguninn 4. júlí ♦ var settur síðasti fundurinn. Þar urðu litlar umræður, með því að tím- inn var á þrotum. Bornar voru upp og samþyktar eftirfarandi tillögur. Prestekknasjóöuriiin. Prestastefnan minnir alla presta landsins á það, að greiða áistillög til prestekknasjóðsins. (samþykt í einu hlj.) Bindindismálið. Prestastefnan treystir áfram fylgi hinnar íslenzku prestastéttar við bindindismálið, og aðflutningsbann- ið.(Fyrri liður — bindindismálið — samþ. n.eð 20 samhlj. atkv., síð- ari liður — aðflutningsbann — samþ. með 17 gegn 4). Jafnrétti kvenna. Prestastefnan lýsir fylsta samhug með jafnréttiskröfum kvenna (samþ. með 19 samhij. atkv. Þá voru samþyktar i einu hljóði þessar 2 tillögur: 1. Prestastefnan þakkar landssjórn- inni fyrir lán á fundarhúsinu og lætur jafnframt uppi að æskilegt væri, að hinn mikli skáli gæti staðið áfram á Þingvelli til almennra" fundarhalda og mannfagnaðar. — 2, Prestastefnan þakkar fulltrúum blaðanna fyrir að hafa lagt á sig erfiði og kostnað að sækja fundinn og hafa fylgst svo rækilega með aðgerðum fundarins til að btrta þær fyrir almenningi. Eftir tillögu frá Jens próf. Pálssyni var biskupi falið að flytja Hallgrími biskupi Sveinssyni alúðarkveðju fund- armanna. Síra Sig. Sívertsen vakti máls á því, að þörf væri á viðbót við sálmabókina. Nefnd var skipuð til að ihuga málið: Gísli Skúlason, Krist- inn Daníelsson, Sig. Sívertsen. Síra Kjartan Helgason hreyfði því, að nauðsyn væri á leiðarvísi við lestur Nýjatestamentisins. Engin samþykt var ger um það mál. Biskup lét þess getið, að hann hefði í huga að halda næstu presta- stefnu að Hólum í Hjaltadal að ári, og færi þá fram um leið vígsla Hóla- biskups (vígslubiskups). Var látin i Ijós ánægja yfir þeirri nýbreytni. Eftir að gjörðabók íundarins var lesin upp, ávarpaði biskup fundarmenn nokkrum k veðjuorðum Sagðist hafa haft nokkrar áhyggjuf út af þeirri tilbreytni að hafa prestastefnuna á Þingvelli, en alt hefði nú farið vel, vonaði að von- ir manna um árangurinn rætist að mörgu leyti. Raunin hefði nú orðið sú, að frekar hefði orðið vant tíma en fundarefnis, þótt staðið hefði fundur- inn yfir á 3. dag og unnið frá morgni til kvölds. Vonaði að fundarmönn- um yrðu þessir dagar minnisstæðir, og héðan tækju þeir með sér andlegt lífsnesti heim til starfa sinna. Nú skifti miklu að ekki yrði iátið sitja við þennan eina fjörkipp. Þakkaði hann svo fundarmönnum góða sam- vinnu, og einkum ritara og þeim öðr- um, er mest hefðu á sig lagt. Að síðustu bað hann um blessun guðs yfir staifinu og áranginum af þvi, og sagði fundi slitið. Fundarmenn þökkuðu í einu hljóði biskupi góða forstöðu samkomunnar. Þá var kl. 10 á sunnudagsmorgun- inn, er presastefnuuni var lokið. Á hádegi gengu allir í kirkju á Þing- völlum og voru flestir prestarnir til altaris. Valdimar próf. Briem sté í stól, en síra Eggert Pálsson var fyrir altari. Eftir messu lögðu allir af stað heimleiðis. Gott. veður var alla dagana, sem prestastefnan stóð yfir og átti það sinn þátt í að gera samkomuna ánægjulega. Allir virtust og vel ánægðir. Þrátt fyrir nokkurn skoð- anamun á einstökum málum urðu umræðurnar hógværar og skemtileg- ar. Framsóknarandi, frjálslyndi og sannleiksást einkendi framkomu manna yílrleitt. Kirkjunni er löngum brugðið um það, og oft með réttu, ,að hún sé íhaldssöm. Ef dæma 3kyldi íslenzku kirkjuna eftir prestastefnunni á Þing- velli, væri rangt að bregða henni um óhæfilega íhaldssemi. Ekki þurfti annað en hlusta á umræðurnar um kenningafrelsi presta og kristindóms- fræðslu ungmenna til að verða þess vís, að prestarnir vilja losa um þau vanans bönd, er helzt til lengi hafa bundið þjóna kirkjunnar. Eða þá þetta, að prestarnir vilja bjóða söfnuðunum uppsagnar- vald að fyrra bragði. Mundu vera margar stéttir landsins, sem ótil- kvaddar af öðrum bjóða slíkt? Máske sýslumenn og læknar fari nú að bjóða það hér eftir! Það raá óhætt fullyrða, að það var ekki af eintómri íhaldssemi, að skiln- aðarmálið fekk eigi betri byr en raun varð á. Þar'réði varfæinin. Auð- heyrt var, að skilnaðurinn hafði í raun og veru meira fylgi en atkvæða- greiðsian sýndi. En menn vildu fara varlega; forðast byltingar, sem sumir eru hræddir við. Reyna fyrst að fá frjálsa þjóðkirkju. — Allmargt aðkomufólk, annað en prestarnir, kom á prestastefnuna, einkum fyrsta daginn, þar á meðal margt af ungu fólki úr Reyjavík, — og kom sumt gangandi. Allan fund- artímann voru þar nokkrir blaða- menn, guðfræðingar og guðfræðinem- ar og einn þingmaður úr leikmanna- flokki, dr. Jón Þorkelsson landskjala- vörður. ------o<ooo------ Staðfest lög1. —o— Þessi 25 lög frá síðasta alþingi stað- festi konungur 9. júlí: 1. Fjáriög íyrir árin 1910 og 1911. 2. Fjáraukalög fyrir árin 1908 og 1909. 3. Fjáraukalög fyrir árin 1906 og 1907. 4. Um samþykt á landsreikningn- um fyrir árin 1906 og 1907. 5. Um styrktarsjóð handa barna- kennurum. 6. Um almennan ellistyrk. 7. Um fiskimat. 8. Uin breyting á lögum um kosningar til alþingis 3. okt. 1903. 9. Um viðauka við lög 14. des. 1877 nr. 28 um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum, og lög 10. nóv. 1905 nr. 53 um viðauka við nefnd lög. 10. Um breyttng á lögum um fuglaveiðasamþykt i Vestmannaeyjum. 11. Um samþyktir um kornforða- búr til skepnufóðurs. 12. Um breyting á lögum nr. 63 frá 22. nóv. 1907, 3. gr., um kenn- araskóla. 13. Um breyting á lögum um bann gegn innflutningi á útlendu kvikfé. 14. Um breyting og viðauka við lög um hagftæðisskýrslur nr. 29. 8, nóv. 1905. 15. Um stækkun verzlunarlóðar- innar í ísafjarðarkaupstað. 16. Um sérstaka dómþinghá í Keflavíkurhreppi. 17. Um sölu á þjóðjörðunni Kjarna i Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu. 18. Um að leggja jörðina Naust í Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu undir Akureyrarkaupstað. 19. Um að stofna slökkvilið í Hafnarfirði. 20. Um viðauka við lög. 22. nóv. 1907 um bæjarstjórn í Hafnarfiirði. 21. Um heimild fyrir veðdeild Landsbankans til að gefa út 3. flokk (seríu) bankavaxtabréfa. 22. Um gagnfræðaskólann á Ak- ureyri 23. Um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn ísafjarðarkaupstaðar á lóð undir skólahússbygging. 24. Um breyting á lögum um stofnun Landsbanka 18. sept. 1885 m. m. 25. Um heimild fyrir landsstjórn- ina til að kaupa bankavaxtabréf Lands- bankans. Skálliolt kom hér 15. þ. m. kl. 2 f. m. Meðal farþega voru: Magister Carl Kúchler áleiðis vestur á Snæfellsnes, Sigurður Sigurðsson læknir frá Búð- ardal, Bjarni Jónsson skólastjóri, ísa- firði, Haraldur Möller trésm., Rvík., Gunnar Gunnarsson kaupm. Rvík., Sæm. Guðmundsson Ijósin., Akranesi o. fl. Skipið hélt héðan aftur seinni part sama dags.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.