Fjallkonan - 15.11.1909, Page 2
174
FJALLKONAN
Bækur.
A n d v ö k u r eftir Stephan
G. Stepliansson 1868—1907.
Reykjavik. Kostnaðarmenn
nokkrir íslendingar í Vestur-
heimi. 1909.
(Niðurl.l.
Ljóðunum öllum er skift i sjö flokka.
Ber hver flokkur sitt nafn og fylgja
einkunnarorð í ljóðum.
Petta eru fyrirsagnir kaflanna:
I. Gripið úr lausu lofti.
II. Út. í veður og vind.
III. Yfir minnum lands og lýða.
IV. Heima að hitta.
V. Út á viða-vangi.
VI. Úr sögnum og sögum.
VII. Dreymt eftir daglátum.
Synd væri að segja annað en að
harla misjafn skáldskapur sé í þess-
ari bók, og sumt er enginn skáld
skapur, heldur „hversdags hugsun
teygð og tætt, tuggin upp i ljóð,“
eins og höfundurinn segir um Ijóð
annars skálds. Þó að smellið sé riin*
ið á sumum þeim kviðlingum, hefðu
þeir mátt missa sig. feir gleymast
hvort sem er öllum öðrum en þeim,
sem kunna ekki að dæma ljóð eftir
öðru en forminu einu saman.
En bót er það í máli, að miklu
meira ber á hinu, sem er kjarngóður
skáldskapur og höfundinum til stór-
mikils sóma, en hverjum manni til
ánægju sem les og skilur.
Þau ijóð geymast, ef ekki gleym-
ist allur skáldskapur og týnist i því
moldviðri af íslenzkum ljóðum og rími,
sem þyrlast nú um alt, austan hafs
og vestan.
í*að er eitt íslenzkt einkenni á
Stephani og skáidskap hans, hve mjög
hann leitast við að láta á því bera
að hann sé öðruvisi en aðrir mcnn:
sjálfstæðari, einarðari, skarpskygnari
o. s. frv.
Það er eins og þetta einkenni sé
meðskapað mörgum íslenzkum gáfu-
mönnum — heimskingjana talar
maður ekki um; þeim er ómögulegt
að losna nokkurntíma við þenna löst.
— Petta kemur meðal annars fram
í því hjá Stephani, að hann þarf alt
af að vera að gefa þeim olnbogaskot,
sem skólagengnir eru eða kallaðir
mentaðir, þótt ekkert hafi þeir til
saka unnið annað en að vera skóla-
gengnir. Sumar vísurnar hans um
það eru að vísu hnyttilega orðaðar,
en þó aumkunarlega sneyddar ölJum
rökum. En annað eins og það er
íyriigefanlegt manni, sem Jifað hefir
við kjör Stephans.
Hverir eru nú höfuðkostir þessara
ljóða?
fað tæki upp of mikið rúm, ef hér
æt.ti að fara að telja upp eistök kvæði
og kosti þeirra hvers um sig, og
verður því ekki í það ráðist. En
þeim, sem spyrja um höfuðkosti
ljóðanna, má svara þ9ssu:
í Jjóðunum birtist hrein og fals-
laus ást til æt.tjarðarinnar og alls sem
íslenzkt er, gott og göfugt. Hrein-
skilni og djörfung eru mannkostir,
sem skaldið vii ðist unna mjög og vill
innræta öðrum. Ást og trygð við
sannleikann metur hann mikils, en
hættir þó við því sjálfum, að höggva
blint í andstæðingaílokkinn og líta
einhliða á málin, líkt og þröngsýnum
mönnum er titt. Hluttekning í kjör-
um þeirra, sem settir eru hjá í heimin.
um eða undirokaðir af þeim, sem
meira mega sín, skín út úr mörgu,
sem hann kveður.
Náttúrulýsingar og mannlýsingar
eru margar ágætar í ljóðunum og
samlíkingar sumar einkennilega frum
legar. Minna sumar á Bjarna Thor-
arensen eða Grim Thomsen og —
Guðmund Friðjónsson. —
Prátt fyrir alt, sem Jesendurna kann
að greina á um við Stephan, mun
varla nokkur iðrast eftir að lesa og
kaupa Jjóðin hans — þó að þau kost
8 krónur.
Að ytra frágangi er bókin vel úr
garði gerð, nema hvað þó nokkrar
prentvillur eru í henni. Framan við
fyrra hindið er mynd af skáldinu, en
framan við hið síðara myndafheim-
ili þess í Alberta; þar á Stephan nú
heima.
Þriðja bindi af þessum Jjóðum á
að koma út áður Jangt líður um.
Sambandsmálið og Danir.
Símskeyti hafa borist um það, að
Danir séu farnir að ræða íslandsmál
á þingi. Schack höfuðsmaður (áður
Hekluforingi) byrjaði með því að
bregða íslenzkum sjálfstæðismönnum
um skilnaðaráform. Var sáróánægð
ur með skipun viðskiftaráðunautsins
og vildi láta Danastjórn skerast í
leikinn; hann skoraði og á forsætis-
ráðgjafann (Zahle) að taka sambands-
málið sem fyrst til umræðu. Hann
(Zahle) hefir Játið i Jjós þá von, að
allir flokkar á dauska þinginu verði
samtaka gegn íslendingum. Innan-
ríkisráðgjafinn (Scavenius) ráðgerir að
leita samninga við íslandsráðgjafa
um viðskiftaráðunautinn (svo að
danska rikinu standi enginn háski af
honum !)
Þetta syngur nú í þeim núna,
blessuðum. Og þetta eru mestu
frelsisgarparnir í Danmörku!
Þeim tekst líklega vonum bráðar
að sannfæra alla íslendinga um það,
að bezt sé að snúa sér að algerðum
skilnaði. SkiJningsleysi Dana á ósk-
um íslendinga er líkJega ólækn
andi. Viðleitnin svo nauðalítil að
reyna að skilja.
Hvaða meginreglur hafa bezt
styrkt kaupfólögin?
1. Hver maður á aðgang að félags-
skapnum, hvort sem hann er ríkur
eða fátækur, og án tillits til stöðu
sinnar, stjórnmálaskoðana og trúar-
bragða. Að eins er krafist fyJgis við
íélagslögin og að greiddur sé lítiJfjör-
legur inngangseyrir og smáaukafram-
lög af ágóðanum, unz ákveðin lægsta
stofnsjóðseign er fengin.
2. Starfsemin er bygð á sjálfshjálp,
])ví félagsmenu útvega sjálfir stofnféð.
Með þessu er sparnaðarstefnan vakin
og félagið verður eins konar spari-
sjóður, sem borgar fasta og góða
vexti (5%) af stofnfénu, eins og
nau5synlegu verkfæri. Þó geta menn
hagnýtt sér sparisjóðsféð sjálfir, ef
veruleg nauðsyn krefur, svo sem:
sjúkdómur, atvinnuskortur og þess
konar.
3. Störf og framkoma félagsmanna
sjálfra er Jiýðíngarmesta atriðið, og
og sá einn uppfyllir félagsskyldur sín
ar — skyldurnar við sitt eigið félag,
sem þrátt fyrir laðandi og ginnandi
tilboð um lægra verð á einhverri
vöru, kaupir samt allar sínar vörur
i félaginu. Óó velrufjáreign sé nauð-
synleg, heflr hver félagsmaður að
eins sitt eigið atkvœði í félagsmálum,
hvað sem innstæðueign líður. Það
er litið svo á, að allir eigi jafnan
þátt í framförum félagsins, sem ein-
göngu byggist á ósvikulli sam-
vinnu félagsmanna. „Sameinaðir
sigrum vér, sundraðir föllum vér“.
4. Stöðugt og áreiðanlegt eftirlit og
rannsókn á sér stað af stjórn og
endurskoðendum, er fá viðunanlega
þóknun fyrir störf sín, þegar er hag-
ur félagsins leyfir það. Að vísu verð-
ur fullkomið traust að eiga sér stað
meðal félagsmanna, stjórnenda og
endurskoðenda, en hvert það félag
leggur út á hála braut, er sökum
þess vanrækir eftirlitð eða hirðir eigi
um að leggja fram skipulega og á-
reiðanlega reikninga.
5. Góðar, ósviknar vörur, ráðvendni,
réitlœti og heilbrigð fjármálastefna.
Alt ógreinilegt, öll brögð, króka og
yflrskin verður að bannfæra og úti-
loka, af þvi það stríðir á móti anda
samvinnufélagsskaparins. Framkom-
an verður að vera eins við alla;
hver og einn verður að mega treysta
þvi, að vörur þær, er hann kaupir,
svari til verðsins og það án tillits
til þess hvernig vöruþekking kaup
anda er. Auðvitað má vöruverðið
ekki vera „dagprísar", heldur svo
fast sem unt er.
Félagsmenn eiga að hafa eftirlit
með starfseminni og leitast við að
fá bætt úr brestunum á vingjarnleg-
an hátt. Peir eiga að varast það,
að baka félaginu óþarfa kostnað eða
umstang, svo sem með iðulegum
smákaupum o. fl. þess konar.
6. Vörurnar eru afhentar eftir al-
mennu verðlagi i nágrenninu. Ýmsum
þykir það óeðlilegt að vöruverðið er
eigi lægra, þegar í stað, en það er
eigi auðvelt að sjá það út, þegar um
fjölbreyttar vörur er að ræða. hvað
hækka þarf innkaupsverðið í hverju
tilfelli. Við reikningslok jafnast þet.ta
með féJagságóðanum.
Þegar þessi regla er höfð, hafa
kaupmenn eigi ástæðu til að kvarta
yfir ótilhlýðilegri samkepni og heldur
enga sanngjarna ástæðu lil að hafa
lægra verðlag en félagið, en geri
einhver það, samt sem áður, á fé-
lagið að lofa honum að stofna til
skipbrots, en varast eins og heitan
eldinn að hlaupa út á viðlíka gönu-
skeið og halda rólega við tekna reglu
og hið fasta verðlagsákvæði sitt.*
7. Vörurnar eru að eins afhentar
gegn borgun út í liönd.
a) Af siðferðislegum ástœðum. Láns-
verzlunin er siðspillandi og gerir þá
öðrum háða, sem eru litlum efnum
búnir. Þegar hönd selur hendí venj-
ast menn á sparsemi og að haga út-
tekt eftir innleggsmagni, en sá sem
tekur út í skuldareikning, missir oft
sjálfseftirlitið og sjálfstæðið um leið.
Samkepnin neyðir kaupmanninn til
*) Brot gegn þessari reglu hefir komið
sumum íslenzku félögunum á kaldan klaka.
að lána viðskiítamanninum, svo hann
nái verzlun hans og geti jafnframt
fest hann við verzlunina, en kaup-
félagið hjáJpar félagsmönnum til þess
að losna við verzJunarlánin. Margir
hafa einnig verið þakklátir fyrir þá
hjálp.
b) Af réttlœtisástœðum. f’eir, sem
helzt þyrítu á láni að halda geta oft
eigi fengið það, frekar í kaupfélagi
en hjá kaupmönnum. Þeir verða að
borga fyrir efnamennina vaxtatapið
og fleira sem af lánsaðfeiðinni leiðir.
Á sama hátt verður og reglumaður-
inn og sá, sem hugsar um heiður
sinn, að borga fyrir þann hirðulitla
og skeytingarlausa.
c) Af hagfræðislegum ásiœðum.
Hversu mikil varfærni sem við höfð
er í lánveitingum, getur varla hjá
því farið að einhverjar kröfur falli.
Enda þótt lánið fari eigi fram úr því
sem viðskiftamaðurinn á í stofnsjóði,
þá er það skaði að auka bókfærslu,
missa af innlagsvöxtum og rýra veltu-
fé féJagsins. Alt þetta verðurtil aðdraga
úr ágóða fél. Lánsverzlunaraðferðin
dregur úr áliti félagsins og fælir menn
frá að ganga í það sem nýir félagar.
Að lokum eru lánin félaginu í heild
sinni til skaða með því, að þau eru
brot á þýðingarmestu grundvallar-
setningu þess, enda hefir shkt orðið
mörgu félaginu að fótakefli.
Reglan að borga út í hönd, er svo
þýðingarmikil, að réttast er að þeir
séu ekki að stofna kaupféJög, sem
eigi treysta sér til að fylgja henni.
8. Við reikninyslok er fylgt hollum
og f 'óstum kavpsýslunarreglum. Yöru-
leifaskráin er gerð nákvæm, og eftir
innkaupsverði — eða með afföllum
ef þörf krefur — starfskostnaður all-
ur er kvittaður; nægilegt er tekið
frá til fasteigna og áhalda, og allir
innstæðuvextir eru færðir til innleggs.
Afhinum hreina ágóða, sem þá er
eftir, þarf fyrst og fremst að leggja
álitlegan hluta til hins almenna
og óskiftilega varasjóðs. Það
er óverjanlegt hirðuleysi af hveiju fé-
lagi sem er, að koma eigi sem fyrst
fótum undir álitlegan varasjóð, því
ekkert styrkir félagið eins mikið eða
tryggir framtíð þess. Slys og óhöpp
geta fljót.lega að höndum borið, en
eigi félagið duglegan varasjóð að flýja
til, þegar svo ber undir, getur það
staðið óhaggað, en ella getur því ver
ið eyðilegging búin.
Ennfremur þarf að leggja nokkuð
fram til fræðslusjóðs, til upplýs-
ingar um samvinnufélagsskap og út-
breiðslu hans, til almennrar fræðslu
og hollrar skemtunar m. fl.
9. Að öðru leyti er hinum hreina
ágóða skift meðal fétagsmanna, í hlut-
falli við vörukaup Jieirra. (Starfs-
mennirnir fá álíka viðbót við laun
sín).
Hafi viðskiítaveltan t. d. verið
50,000 kr. en hinn skiftanlegi ágóði
2,500 kr., þá er kaupendaágóðinn
5°/0- Sá sem hefir keypt fyrir 200
kr. fær 10 kr. o. s. frv.
Mörg ensk kaupfélög geta úthlutað
12—15°/0. Meðal annars er þetta
sprottið af því að hvert félag heflr
nær því allar vörur til sölu og fjöldi
féJagsmanna fær svo ágæt kaup fyrir
meðalgöngu sambandsfélagsíns.
Góður félagsmaður lætur ágóðann
vera kyrran í íélaginu og ávaxtast
þar og safnar sér þar stofnfé. Eigi
íélaginu íljótlega að vaxa fiskur um