Fjallkonan


Fjallkonan - 22.02.1910, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 22.02.1910, Blaðsíða 2
22 FJALLKONAN eftir orðum og auda stjórnskrár lands- in», einmitt á þeim tíma *em þing getnr engu eftirliti beitt yið þá sem það heíir skipað í þjónustn. Petti er voðalegt áítand! voðaiegt þea* vegna að hinir sökuðu í málinu auðíælega bjóða ráðherra byrgin í því full- trauati, að meðferð þeirra á umboði sinu hingað til, eins og „Rannsókn- arnefcdin" lýsir henni, sé sú er al- þingi haíi æt’.ast til af þeim! Maður •tendur höggdofa frammi fyrir þeaau trauati og þeim, sem borið getur það til alþingis. Hvar ætlast slíkir menn til að stjóin íslands lendi?! Vonandi er, að alvörugefnir kjós- endur í kjördæmum landsins taki sig saman um að senda þingi áskor- anir, að skila konungi aftur af rér því framkvæmdarvaldi er það tók frá honum með bankalögunnm, þvert ofan í stjórnarskrá og landsréltindi íslands. Trapezoma&tix “l-Einar Gruðmundsson frá Hraunum lézt i Haganesvik í Fljótum 28. f. m., 68 ára sð aldri. Einar var borinn og barnfæddur á Hraunum og höfðu þar búið faðir hans og afi á uudan honum. - Guð- mundur faðir Einars var albróðir Baldvins Einarssonar, frumherja i framsókn íslendinga á 19. öld, en faðir þeirra bræðra var Einar Guð- mundsson umboðsmaður Reynistaðar- klausturs, sem var „alment talin meðal hinna helstu bænda á íslandi, bæði að hyggindum og dugnaði“. Kona E'nars eldra og móðir Guðmundar vsr Guðrún Pétursdóttir, Péturssouar, Jónssonar smiðs á Melum í Svarfaðarda), Oddsson ar hins sterka á Melum, Bjarnasonar, Smíða Sturlusonar. Er það fjölmenn ætt. Einar var af góðu bergi brotinn, svo sem nú var sagt, enda kippti honum i I yn sitt nm marga hluti. í æsku var hann flestum fremri að ýmsum íþróttum, skíðaferðum og skautablanpi. Hann lagði og stund á smíðar og var manna hagastur Hefir | hann meðal annars gert brú á Hofsá og fleiri ár þar nyrðra. Skipasmíði stuudaði hann einnig um hríð og fór til Noregs haustið 1878 til þess að kynna sér bátasmíð Norð- manna og háttu þeirra við veiðiskap og fleira. Reit hann skilmerkilega og fróðlega um þá ferð í „Bréfum fiá Noregi", sem prentuð eru í Audvara 1879. Búi sínu stjórnaði Einar svo að fyrirmynd þótti. Bjó hann lengst af á Hraunum, en fluttist á efri árum að Haganesvík og rak þar verz’un um hríð. Hann var allmjög riðinn við ýms opinber stört í þarfir sveit- ar sinnar og héraðs og alþingismað- ur var hann af hendi Skagfirðinga á þingunum 1875 og 18i7. Var hann jafnan vel virður sakir hygginda sinna, dugnaðar og prúðmensku. Hann var hlyntur ölium verklegum umbótum og frjálslyndur og þjóðleg- ur í stjórnmálaskoðunum. Fylgdi hann eindregið steÍDu landvarnarmanna, síðan sá flokkur hófst. Einar var þr kvæntur. E'yrsta kona hans var Kristín Pálsdóttir prests Jóussonar frá Viðvík. Var þeim niu barna auðið og eru sjö á lífi: Páll borgarstjóri í Reykjavík, Jón og Sveinn, kaupmenn á Raufarhöfn: Btrsi á Hraunum, Ólöf kona Guð- mnndar bónda Davið souar áHraun- um. Helga kona Arna Thorsteinsson- ar ljósmyndara í Reykjavik og Jór- unn ekkja Jóns heitins Norðmanns kaupmanns á Oddeyri. Kristín koDa Einars lézt 1879 og kvæntiat hann nokkru síðar Jóhönnu Jónsdbttur prests Hallssonar. Hún dó 1893 og áttu þau ekki barna. Þriðja kona Einars var Dagbjört Magnnsdóttir kaupmanns Jocbums- sonar á ísafirði. Lifir hún mann sinn ásamt þrem börnum þeirra. Hreindýrarækt á Islandi. Frá crlendu sjónarmiðl. Snemma í vetur ritaði eg alllanga grein í „Fjallkonuna“ um hreindýra- rækt hér á Jandi, kynbætur hrein- dýra, hreindýr til vetrarferða o. fl. þar sem það er sannfæring mÍD, að þ;óð vor geti skapað »ér arð allmik- inn með þessu, ef skynsamlega er að farið, og er þess sízt vanþörf, að þeim málum fé hreyft nú á dögum. Og landið vort með fámennu, strjálbygðu sveitirnar, litlu og lélega ræktuðu túnblettina, en ónumin öræfi víða vegu, fjöll og firnind', heiðafláka og flóalendi, það hvetur oss til umbugs- unar. Eru hér eigi önDur og fleiri lífs og framtíðarskilyrði en þau, er vér þekkjum uú og notum? Og ef svo er, hvar og hvernig eigum vér þá að hefjast handa ? Frá þessu sjónarmiði reit ég grein mína í vetur og hafði ég kynt mér það mál eftir föngum, og auk þess haft betra tæki- færi til þess en allflestir íslendingar. Litlar hafa þó undiitektir manna orðið í máli þessu, enn sem komið er; þó mintbt „í»afold“ greinar minnar hlýlega, en lét þess samt getið, að maður einn mjög skynsamur hefði talið hana „stofulærdóm“, án þess að rökstyðja það nokkuð. — En þessháttar athugsseuidir eru altof algengar til þe»s að kippa eér upp þær, og kveða þær jaf'nan við, er einhverjum 1-lendingi — einkum uug- um mönnum dettur eitthrað það í hug, er að gagni má verða landi og lýð, og gerist svo djarfur að hafa orð á því opinberlega án þess að sækja um leyfi hinna „skriftlærðu“ fyrirfram. — Sannfæring mín um réttmæti og ótvíræða Dytsemi máls þess, er ég nú hreyfi í annað sinn, er svo rökstudd og rótgróin, að eg legg óhræddur á flot að þessu sinni. Enda hefi eg nú fengið i hendur enn betri málsgögn, heldur en eg hafði áður, og koma þau ná- kvæmlega heim við það, er eg hélt fram í vetur í grein minni. Kom mér stuðningur þessi mjög óvænt og úr þeirri átt, er eg sízt bjóst við. Um miðjan janúar fékk eg bréf frá merkum raanni á Vesturlandi, mer alls ókunnuro. Skýrir hann mér frá, að fyrir allmörgum árum hafi sér dottið í hug að gera tilraun með að kaupa fáein hreindýr frá Noregi en hvalveiðamaður einn, góðkunn- ingi sinn, hafi ráðið sér frá þvi, þar sem flutningskostnaður mundi verða feiknamikill alla leið norðan úr Finn- mörku. Kveðst hann þá eigi hafa vitað, að tamin hreindýr fengist svo sunnarlega í Noregi sem eg skýri frá, — á Vorsa- og Harðangurs-fjöll- um. — En upplýsirgar í máli þassu hafði hann leitað sér hjá manni nokkrum í Finnmörku, sem er rnjög vel kunnur hreindýrarækt og öllu því, er að henni lýtur, “og hafði maður þessi svarað hoDum löngu og greinilegu bréfi. Bréf þetta sendi hann mér og leyfði að nota eftir geðþótta. Birti eg nú hér aðalefni þess „máli mínu“ til stuðnings, og mun tæplega hægt að bera Finnmerk- ingi þessum á brýn, að hann sé „stofulœrðuru í þessum fræðuro. — Þessi eru orð hans: „-----Fyrstu skilyrði þess að hafa tamin hreindýr eru þau, að 8uðvelt sé að ná í „hreindýramosa“ og smágresi og víði á haustin ein- kannlega grávíði. Á vetrnm höfum vér hér um slóðir akhreina vora mest heima við í girðingu og gefum þeim þá mosa og stundum hey, má gjarnan vera töðuskafningur, en þó helzt mýrgresi, einkannlega elting. Á vorin sleppum við þeim á fjall og tökum þau svo aftur á hsustin, er snjóar koma, cg vér ætlum að nota þau. Eru þau þá orðin alstygg („vilt“) og verður að snara þau með kast- snöru, „La»só“, þegar búið erað smala þeim saman meS hundum. Þó verða þau eigi alstygg ef þeim er haldið heima við á sumrin og gefinn brauð- biti við og við, og sumir akhreinar vorir koma jafnvel sjálfkrafa heim, er vetra tekur, en þó er það eigi algengt. — „Sumarhagar hreindýra eiga heJzt að vera flóalendi, og hæða- drög, ef eigi er fjalllendi, og hægur aðgangur að grasiog víði, þvíað á vetr- um etur hreinninn eigi mosa, nema að honum sverfi; er mosinn þá svo þurr, að hann sezt í bálsinD, svo að dýrin fá hósta af honum. Hér um slóðir verðum við að hafi vel vana menn til að gæta hreina vorr», því að annars er mjög örðugt að ná þeim á haustin. Á sumrin leita hreindýrin upp til fjalla, einkum þangað, sem fannir eru, leggjast þá á þær og eru löt og makráð í hitanum, sem þeirn anDars er eigi meira en svo um. — Hrein- dýr gleyma annars fljótt „lærdómi“ sínum ár frá ári, en marga skemti- ferð og ánægjnstund veita þau manni. ----------Hreindýr kosta hér venju- lega um 40—50 br.,*) og eru siml- urnar ódýrari, því að hreinarnir eru sterkari til aksturs. Hrein-kerra með aktýgjum kostar 25—30 kr., en hrein-sleði með aktýgjum 15—20 kr. Heppilegast mundi yður að kaupa fáeinar simlur og einn hrein ogláta dýrin svo auka kyn sitt. Peini mundi fjölga fljótt á Islandi, þar sem fivorki eru úlfar né birnir, og yiði það brátt arðsamt að bafa dálitla hrein-hjörð. Einkar hentugt væri að hafa þau úti í stórri eyju og láta þau vera þar bæði vetur og sumar. Tamin lireindyr eru mjög auðveld í meðförum, taumgóð og þæg, ef vel er að þeim farið; það eru eintómar ýkjur og tilbúningur, að þau stangi og lemji mann með fótunum; þau þurfa aðeins skynsamlega og mann- úðlega meðferð “-------- Bréf Finnmerkings þessa ræðir mest um tamin hreindýr, og er það einroitt sú hlið málsins, sem vér þurf- um helzt að fræðast um. Vænti eg *) Mér hafa verið boðin hreindýr frá Harðangri og 'Vnrsi — mað taUvert lægra verði, ef Lörg væri keypt. — H. V. nú, að menn sjái það og skilji, að það er hvorfei fjarstæða né hugar- fl >g að ræða um notkun hreindýra hér á landi. Hér er einmitt hvort- tveggja: þörfin fyrir það, og skilyrð- in til þess; en dugnaðinn og fram- kvætndina skortir því miður. — Hví- lík þjóðareign hitt mundi vera, ef vér ættum tugi þúsunda viltra hrein- dýra á heiðum vorum og öræfum, er auðsætt hverjum þeim, er það vill skilja, enda sýndi eg greinilega fram á það í „Fjallkonu“grein minni í vet- ur, en þar tiltók eg þó neðsta lág- mark allra talna til þess að vera nógu vaifærinn. Eg get eigi stilt mig um að til- færa dálitla klausu er eg las nýskeð í norsku blaði. Hún er á þessa leið: „Uppi í Dofrafjöilum hefir fann- kyngi tafið mjög fyrir öllum timbur- flutningnm í vetur. En nú nýskeð hafa timburflutningamenn þar um slóðir gert samDÍnga við Finn-Lappa, er þar dvelja með hreinhjarðir sínar, að þeir skuli halda akbrautunum fær- um — með hreinum sínum í þrjá mánuði — á tilteknu svæði.“---------- Mun það í fyrsta sinn, að þesshátt- ar tilraun er gerð að nota hreina til að ryðja braut, þar sem hestar og snjóplógar verða frá að hverfa. — Hvort mundu þeir þá eigi hæfir til póstferða á vetrum hér á landi? —■ Hve hraðfara þeir eru á hjarni, séit bezt á því, að Finnmerkingar aka með þeim í skammdeginu 40—50 rastir vegar á dag, og er það leikur einn ef eigi bagar veður; en það eru 5,2—6 7 isl. mílnr, og má telja það greiða ferð að vetrarlagi. — — Læt eg hér staðar numið að sinni. En vel er mál þetta þess vert, að einhver þingmanna vorra taki það að sér og beri það fram — til fram- kvæmda á næsta þingi. Og oft mun íslenzku fé hafa verið varið til tví- sýnni fyrirtækja, en þótt nokkrar þús- undir króna væri veittar til að kaupa hreindýr, tamin og ótamin, og gera síðan að arðvænlegri tekjugrein landi o? lýð. Helgi Valtýsson. Mótmæli gegn Borgaruesfuiidinuiu. Mýramenn eru farnir að hefja ein- dregin mótmæli gegn Borgarneifund- inum. Hefir borist hingað svofeld yfirlýsing, sem skrifuð var þegar eftir fundinn: „Vér undirskrifaðir, sem höfum orðið í minni hluta á svokölluðum þing- málafundi í Borgarnesi í dag, lýsum því hérmeð yfir, að vér lítum svo á bankamálið, að það sé enn ekki upp- lýst svo frá öllum hliðum, að hæfilegt sé, að þjóðin hefjist handa með kröf- um um aukaþing o. fl. Vér höfum haldið því fram gagnvart meiribluta fundarins, að enn vantaði svo mikið til, að alþýðn væri málið svo kunn- ugt, að hún gæti myndað sér fastar skoðanir um það, og væri því réttast að bíða enn, frekari upplýsinga. Þessu höfum vér haldið fram án þess að aftaka eða áfella nokkurn aðila bankamálsins. Hins vegar lýsum vér því yfir, að vér efum það mikillega, að tillaga meiri hlutans innihaldi sannan vilja fleirtölunnar af kjósendum i Mýra-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.