Fjallkonan


Fjallkonan - 22.02.1910, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 22.02.1910, Blaðsíða 1
FJALLKOIAI 27. ár. Keykjavík þriðjudaginn 22. febrúar 1910. tí. blað. Snjöflóð í Hnífsdal. Tuttugu menn farast. Margir fá meiðsl. Tvö hús sópast út á sjó. Meðan rerið var að prenta blaðið kom svo hljóðandi símfrétt frá l»a- firði (en aímslit hefir verið lengi að undant’örnu við Vestfirði): Ftístudagsmorguninu 18. þ. m kl. 9. féll snjúfiúð mikið í Dnífsdal við Skutulsfjörð. Sópaði það með sér tveim timburliúsum og nokkr- um verbúðum, út á sjó. Tuttugu manns biðu bana í ilóðinu, karl- ar, konur og börn. Tólf menn hlutu meiðsl meiri eða niinni. Margir mistu aleigu sína. Samskot nauðsynleg. SnjóflOðið mikla í Seyðisfirði var sama mán- aðardag, fyrir 25 árum, 18. febr. 1885, kl. 8. í. m. Þar fórust 22 meDn ,Athugasemdir og andsvör viö Skýrslu Landsbanka- rannsóknarnefndarinnar.' Svo heitir rit það »em bankastjórn- in fráfarna, bankastjóri og gæzlu- •tjórar, hefir saman tekið og nýgefið út sér til varnar í bankamálinu. Ritið er 6 arkir í 4. blaða broti og því allmikið að vöxtunum. I. Það rýrir mjög gildi þessa rit», hversu það er ofsalega ritað. Þar úir og grúir at allskonar brigzlum og áfelIÍDgum til nefndarmannanna og ern nefnd nokkur „»ýni»horn“ þes» á öðrum »tað í þe»»u blaði. Vegna þessa mikla ofsa verða athugasemd- irnar og andsvörin víða að rifrildi og skömmum, sem alls ekki miða að því, að almenningi veiti hægra að átta sig á málinu Ofainn hefir ein- mitt beraýnilega vilt höfundunum sjálfum sjónir, og ber því enn meira á því, hve blindir þeir eru í sjálfs síns sök, en ella hefði þurft að vera. Að vísu er það alli ekki óeðlilegt, að bankaatjórninni veiti örðugra en rannsóknarnefndinni að rökræða um málefnið, í »tað þeas að lasta menn- ina. Nefndin var skipuð sjálfstæðum og hlutlausum mönnum, »em gert hafa sér far um það eitt að ranuiaka hag bankani og lýsa honum rétt. Það eitt var þeirra verksvið og annað ekki. Aftur er bankastjórnin að verja »jálfa »ig periónulegs. Auk þes» eru sumir af bankastjórniuni teknir fastaðeld- a»t og þarí því engan að kynja þótt á þeim sanniit hið fornkveðna: „Svo ergist hver, aem hann eldist." Bankaitjórnin heldur því mjög á lofti, að nefndarmennirnir séu „UDg- ir og óreyndir", og vill fyrir hvern mun berja þá akoðun inn í almenn- ing, að þeir hafi ekki né geti haft neina þekking á bankamálum eða á efnahag almennÍDgs. — En það er hætt við, að þe»si þráláti kliður bankastjórnarinnar verði henni ekki til mikils vegsauka eða velfarnaðar, heldur þyki bera vitni um skort á sönn- um rökum. — B'áð-ókunnugir menn geta þó vilst á þessum klið banka- stjórnarinnar, og ætlað að nefndar- menn »éu barnungir menn og er rétt þeirra vegna að taka það fram, að nefndarmennirrir, sem mest er um rætt, eru allir á íertugsaldri og sumir hátt, og þvi að likindum full- veðja og málsmetandi menn, þótt ekki sé þeir komnir á „raupsaldur- inn“ ! Formaður nefndarinnar og annar hinna hafa verið settir sýslu- menn í ýmsum sýslum hér sunnan- Iands og auk þess verið málaflutn- ingsmenn svo árum skiftir í Reykja- vík. Hafa þeir þvi átt ágætan kost á því að kynnast hag almennings, einkum hér í bænum, þar sem þeir hafa haft á hendi margvíslegar fjár- heimtur og viðskifti við fjölda manna fyrir útlenda og innlenda menn og stofnanir. Engum er hægra að vita um efnahag og skilvísi manna held- ur en málaflutningsmönnum. — Þriðji nefndarmaðurinn, sem sakaður er um að vera ungur og óbankafróður er forstöðumaður verzlunarskólans, sem lært hefir bsnkafræði utanlands og er því liklega eini maðurinn hér á landi, sem „lærður“ er í þeim efn- um. Auk þess er hann vel kunn- ugur viða um land, einkannlega verzlunarstéttinni og getur því vafa- laust boðið út þekking hvers sem er af fráförnu bankastjórunum. At því, sem nú hefir sagt verið, sést ljóslega, hversu fjarstæð gífur- yrði það eru, sem bankastjórnin ber fram í formála varnarritsins, er hún telur skýrslu nefndarinnar „ekkert sönnunargildi“ geta haft og að dóm- ar og álit nefndarmannanna sé „þýð- ingarlausir fyrir rétt úrslit banka- málsins“. Á ýmsum stöðum í „andsvörunum“ er bankastjórnin að verja sig gegn þvi, sem aldrei hefir verið á hana borið og notar þá um leið tækifær- ið til þess að hæla mannúð sinni og stjórnsemi í bankanum Hún segir t. d. á bls. 31: „Mundi það nú vera rélt að áfella bankastjórn þá, sem verið hetir, þung- lega fyrir það, þó að hún hafi ekki ávalt verið afarströng í kröfum sín- um, þegar fátækir menn voru að bæta jarðir sínar eða brjótast í að auka sittt litla sjávarúthald“. Enn- fremur vitnar nefndin í skilvindukaup, kaup bænda á ábýliajörðum sínum, hlöðusmíð og húsabætur, jarðabæt- ur o. a. frv. Þetta er alt talað út í hött og til þess að reyna að koma sér í mjúk- inn við almenning. Hvenær hefir bankastjórninni verið álasað fyrir slík lán? — Það eru einmitt lánin til vanskila- ogóreiðumaDnannaí Reykja- vik og fleiri kaupstöðum sem átalin hafa verið. Hafa þeir eytt fénu í skilvindukaup, jarðabætur, til að kaupa ábýlisjarðir sínar eða til að reisa heyhlöður? Greining yaldsins. —0 — Svo er að sjá, sem eigi sé van- þörf á, að glöggra sig á því, hver þau vóld lé, sem öll í samvinnu gera etjórnarskipun íilands. Þessi völd eru: 1., Löggjafarvald 2., Framkvæmdarvald, 3., Dómsvald. Hvar á hvert þessara valda um sig heima? 1., „Löggjafarvaldið er hjá konungi og alþingi í sameiningu“; 2., „Framkvæmdarvaldið hjá kon- ungi“; 3., „Dðmsvaldið hjá dómendum“; Svo segir stjórnarskrá íslands fyrir; henni eru embættismenn og alþingis- menn eiðbundnir að fylgja. Eftir stjómarskránni er þá Fram- kvæmdarvaldið hjá konungi ein- um, og engum öðrum. Eftir stjórnarskránni hefir því Al- þingi ekkert framkvæmdarvald í umboðiað fara með, heldur en nokkurt annað löggefandi fulltrúaþing um siðaðan heim, þar sem þingbundin stjórnarskipun er. Ráðherra ábyrgist, að stjórnarskráin sé haldin. Á ábyrgð ráðherra felur konungur hinni borgaralegu embættii-stétt að beita, lögum samkvæmt, framkvæmd- arvaldi sínu. Það, að beita þannig framkvæmd- arvald konungs meðal þegnanna, er athöfn embætti»V8ldsins, umboðsvald- sins í landinu. Æðitur umboðsmaður i landinu er ráðherrann. Til hans kasta kemnr ekki einungis það, að skipa mönnum, með konungs samþykki, i hin kon- unglegu umboðs-embætti, heldur og hitt, að setja menn i hinar ýmsu þjónustur, er varða ábyrgð fyrir al- menningi, en eigi er skipað i flokk raeð konunglegum embættum. Af þessu leiðir hina sjálfsögðu skyldu ráðherra, að rannsaka, hve- nær er honum þóknast, hvernig um- boðsþjónuatan i landinu, hátt sem lágt, leysir af hendi hlutverk sitt. Af slíkri rannsókn leiðir aftur það að sjálfsögðu, að ráðher^a verður að leggja mat á framiitöðu þeirra manna er rannsókn hans kemur niður á.*) Menn svara mér til þessa: „Þetta vita allir; það er óþarfi að vera að fræða fólk um það“. Mitt svar er: Þetta ættu allir að vita, eu — vita það ekki; það ætti að vera óþarft að fræða fólk um það, en — það er ekki. Alþingi tekur engan þátt með konungi í framkvœmdarvaldi hani. Eftir stjórnarskrá landsins hefir það *) bað er ótrölegt, að nokkratn heilvita manni þyki þessar stjórnamkrálegu grnnd- vallarreglur leggja of mikið vald í niind riðherra! ekkert umboðslegt vald og geturþví enga umboðslega þjónustu veitt, háa né lága. Slikt getur ekki tii mála komið fyrri, en búið er, með stjórnar• skrárbreytinau, að snúa orðunum: „h ramkvæmdarvaldið hjá konungi“ í orðin: „Framkvæmdarvaldið hjá konungi og alþingi í sameiningu“. En slik stjórnarskrár-breyting cr eða ætti að vera — óhugsanleg, ómöguleg. Þvi að þótt alþingi væri fengið umboðslegt vald til þess. t. a.m. að veita embætti og setja menn í opinberar sýslanir, þá væri ómögu- legt, eða þýðingarlaust, að fá því umboðslegt eftirlits vald um leið. Að eins í tvo mánuði af hverjum tuttug og fjórum gæti verið sjiurning um að beita slíku eftirlita-valdi, en alt kæmi það undir flokka samdrætti og sundrung hvað, eða hvort nokkuð yrði úr slíku eftirliti. Ekkert löggjafarþing i siðuðum heimi hefir með höndum fram- kvæmdarvald og, að sjálfsögðu, heldnr ekki umboðs-vald. Og orsökin er náttúrlega sú, að slikt fyrirkomulag kæmi umboðsstjórn í landi i þá tíækju og dróma, sem engin gæti leyst. Sem betur fer heimilar stjórnar- skrá Islands alþingi ekkert slíkt vald. En með bankalögunum tók þó þingið sér það bersa-leyfi að fá sér sjálft það framkvæmdarvald, að veita gæzlustjóra-embættin eða sýsl- anirnar við bankann. Sýndi það með því, að það vissi ekki, eða vit- andi hirti ekki um grundvallar regiu stjórnarskrárinnar í því efni. Þetta er stjérnskrárbrot Það er þvert ofan í grundvallarlög og landsrétt ísland*. Afleiðingin er þegar komin fram. Fyrir sakir, sem ráðherra þykja ærnar vikur hann þeim úr þjónustu, gæzlustjórunum, sem al- þingi hafði sett. hétt til þessa mun ráðgjafi hafa þótst eiga eftir ákvæð- um stjómarskrárinnar, sem ekki virð- ist vera tiltökumál; eigi mun það heldur fara fjarri, að bonum hafi þótt nauður reka sig til þessa, bæði sök- um málavaxta, sem og þess, að fram- kvæmdar yfirvaldið, sem gæzlustjórar töldu sig lúta, var hvergi nærri með umboðslegt eftirlit sitt, en málið alt svo úfað, að í það varð að skerast fljótt og röggsamlega. Gæzlustjórum leizt annað; öðrum, að minsta kosti. Hann skaut sér undir vernd hins umboðslega yfirvalds sins, Alþingis, og lét sjálfur fógeta úrskurða sig inn í gæzlustjóra em- bættið. Ssgan þegir um það, að yfirvald gæzlustjóra, Alþingi, hafi verið nauðsynlegt til þess, að gera úrskurðinn löglegan. Nú, nú hér er þá svo kornið máli, að þjónustumaður alþingis, sem með gjöriamlega rétt- lausum lögum hrifsar úr hendi kon- ungs framkvæmdar-valdi, og gerir sjálft aig að umboðs-frömuði, lern ekkert eftirlit getur haft með þeim sem með umboð þess fara. gerir bera uppreist gegn æðsta umboðsmanni landsins framkvæmandi skyldu sina, konuDgs o» þegnanna vegna beint

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.