Fjallkonan


Fjallkonan - 25.05.1910, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 25.05.1910, Blaðsíða 2
74 FJALLKONAN Skilur haf hjarta og vör. Eftir Bjarua Jónsson frá Vogri. —0— Formáli. Flestum mun enn þá í minni. hversu fagurt Danir mæltu við oss, Islend inga, þá er mest vóru hátíðalætin og heimsóknirnar 1906 og 1907. — Gekk þessum blíðmælum og meðan danskir og íslenzkir þingmenn sátu á ráðstefnu um það, hversu haga skyldi sambandi landanna. Kvað það þá jafnan við, að alt skyldi íslendingum heimilt, er Dönum væri eigi vansæmd í að veita. En sú er nú reyndin á orðin, að þeir hafa illyrði ein á boðstólum, er til efndanna kemur. Hitt hefir þó meir orðið á móti vonum vorum, er þing þeirra og stjórn freistar að svifta íslenzka menn málfrelsi. Er það allþarft verk að láta al- þýðu manna á íslandi fá fulla vit- neskju um hug Dana, svo að vér gerumst eigi svo auðtrúa, að vér treystum fagurgala þeirra og gerum þann óvinafagnað að berast á bana- spjót heima fyrir og sundra þeim kröftum, er vega skyldu oss til sig- urs í sambandsmálinu. Fyrir því skal hér sagt frá í stuttu máli, hversu þeir hafa nú um stund ofsótt einn einstakan mann fyrir þá sök eina, að hann hefir sagt satt um viðskifti vor við Dani, svo sem þing og stjórn hafði fyrir hann lagt. Mun frásögn þessi sanna tvent: Fyrst það, að ofsóknin er hafin gegn starfinu, en eigi manninum, og ann- að hitt, að þá er danskir stjórnmála- menn fara með vináttumál til vor, þá á þar við það sem skáldið segir: skilur haf hjarta og vör. 1. kapituli. Það er upphaf þessa máls, að ís- lendingum hafði lengi þótt sér vant nokkurra þeirra manna, er sjá mætti að nokkru um hag þeirra í öðrum löndum. Var máli þessu hreyft á nokkrum þingmálafundum fyrir síð- asta þing. Höfðu og nokkrir menn úr meiri hluta staðráðið fyrir þing, að reyna framkvæmd nokkra íþessu máli. Töldu þeir einkum nauðsyn til bera, að erlendis væri menn, er tæki svari landsins og landsmanna og gerðu almenningi kunna alla þess hagi, einkum þó sjálfstæðiskröfur vorar. Mál þetta var síðan upp tekið í neðri deild Alþingis 1909 og varð þar sú niðurstaða, að veita skyldi fé til að hafa tvo sendimenn erlendis. En ofsparnaður efri deildar varð þess valdur að eigi var veitt fé nema handa einum nianni. Nú gaus upp sá kvittur meðal Dana, að íslendingar hefði hér stór- ræði nokkurt með höndum, er hætta mætti af standa „hinu safnaða danska ríki“. Segja það sumir menn, að sá kvittur hafi verið að heiman kominn frá íslandi. Vita menn þess þó ekki sönnur, enda er það harla ótrúlegt, að nokkur íslenzkur maður hafi verið svo skammsýnn, að skapa svo þörfu málefni óþarfan fjandskap. Konungur samþykti þó eigi að síður fjárlög Alþingis og vóru þá fullnaðarúrslit orðin um fjárveiting- una. 2. kapituli. Sá orðrómur lagðist á, að starfi þessi mundi fenginn Bjarna Jónssyni frá Vogi. Mótstöðumenn hans létu þá við kveða, að kjarni starfsins væri verzlunarstarfsemi og væri Bjarni eigi til þess fallinn. Að visu var þessu andmælt í eitt eður tvö skifti, en hinir vissu það, að dropinn holar steininn og lintu því eigi á, þótt þeim væri jafnkunnugt sem öðrum, að svo var eigi. Þessa er hér getið fyrir þá sök, að þetta varð siðar undirstaða undir árásum Dana á viðskiftaráðu- naut Islands. Sýslan þessi var fengin Bjarna Jónssyni frá Vogi, alþingismanni Dalamanna, hinn 17. júli 1909, og hinn 30. dag sama mánaðar var hon- um fengið svohljóðandi Erindisbréf til bráðabirgða fyrir viðskiftaráðunautinn erlendis. 1. Viðskiftaráðunauturinn er ætlast til að hafist við i þeim löndum, er landsstjórnin tiltekur, og skal hann auglýsa í hverju landi, hvar og hve lengi hann verður þar í það sinn. Þessi lönd munu verða Norðurlönd, Þýzkaland og England. 2. Starf hans er aðallega að svara ýmist munnlega eða bréflega fyrirspurn- um bæði frá útlendum mönnum og hérlendum um sérhvað það, er að viðskiftum lýtur milli Islands og annara landa, um íslenzka atvinnu- vegi og íslenzka landshagi og þjóð- háttu, bókmentir m. m. annars- vegar og hins vegar að láta í té þeim er þess æskja og þarfnast sérstaklega, samskonar fróðleik um önnur lönd, þau er hann dvelst í, þar á meðal einkum um markaði og markaðshorfur fyrir íslenzkar vörur, hvernig ganga ber frá ís- lenzkum afurðum og iðnaði til þess að útgengilegur verði erlendis m. fl. þess háttar. 3. Þá er og ætlast til að han n kost kapps um að gera ísland og alla þess hagi almenningi sem kunnasta í öðrum löndum í ræðu og riti, taki með sama hætti svari landsins og lands- manna, ef á er ráðist, leiðrétti mis- skilning og mishermi, er bagi getur að orðið fyrir landið, og geri alt, sem í hans valdi stendur til þess að aftra þvi, að land og þjóð sé hættulega afflutt erlendis. 4. Verzlunarviðskifti má hann engin hafa hvorki fyrir sjálfan sig né í annara umboði, né neina aðra at- vinnu reka, er komi i bága við framangreint starf hans og skyldur í almennings þarfir. 5. Hann skal jafnskjótt sem því verð- ur við komið senda stjórnarráðinu sérstaklega skýrslur um alt það, er hann kemst yfir og telur geta haft þýðing fyrir landið að einhverju leyti eða fyrir landsstjórnina að fá vitneskju um; almenna skýrslu um athafnir sínar skal hann senda stjórnarráðinu að minsta kosti einu sinni á mánuði. 6. Hafist ráðunautur nokkuð það að, er kemur í bága við hlutverk hans eftir þessu erindisbréfi eða fer út fyrir verksvið það, er honum er þar ætlað, má svifta hann starf- inu og kveðja heim tafarlaust. Viðskiftaráðunautur verður að sætta sig við þær breytingar, er kunna að verða gerðar á erindisbréfi þessu. 1 stjórnarráði íslands 30. júlí 1909. 1 fjarveru ráðherra Kl. Jónsson. (L. S.) Jón Hermannsson. 3. kapituli. Bjarni fór utan í ágústmánuði. Hélt hann fyrst til Oslóar (Kristjaníu) og sat þar í september. Var honum þar vel fagnað af því að hann var sendimaður íslands. Þar kom stjórn stúdentafélagsins að máli við hann og bað hann að halda fyrirlestur um landsháttu og stjórnmál Islands. Tók hann því boði feginsamlega. Voru þar auðsæir vinarhugir til íslands og flutti maður að nafni Paasche snjalt erindi þar um, en Bjarni hét að flytja þessar vinarkveðjur til landa sinna. Þá var honum og boðið að flytja fyrirlestur um fjárhag og verzlun landsinsí „þjóðhagsfélaginu“ (national- ökonomisk forening) og tók hann því boði. Hafði hann þar enn hinar beztu viðtökur. — Formaður ung- mennafélagsins reit honum þá bréf og bað hann flytja erindi um íslenzk- ar listir og íslenzk stjórnmál í því félagi. Varð Bjarni við þeim tilmæl- um og hafði enn forkunnar góðar viðtökur og hét að bera kveðjur þeirra heim. — Skal sá fyrirlestur skráður hér fyrir þá sök, að af honum hlut- ust ýmsar greinir, er hér verður frá sagt. ----ooogooo—— Chicagoborg. —o— (Niðnrl.) í Cbicago er fólk af 42 miamunandi þjóðflokkum. Blöð eru gefiu út á 10 tungumálum. Fleat fólkið talar ensku auk síds móðurmáls. Af útlendingum eru Þjóðverjar fjölmenuastir, */2 mil- jón, 180 þúaundir íra, 128 þúa. Pól- verja, 100 þúa. Svía, 41 þúa. Canada- manna, 50 þús. Norðmanna 20 þúa. Dana, 53 þús. Englendinga, 25 þúa. ítala, 15 þúa. Frakka o s. frv. ís- lendingar eru langt fyrir neðan 100, liklega lítið yflr 50, að börnum með- töldum. Chicago er önnur stærat Bæheimsk borg, þriðja sænsk, þriðja norsk, fjórða pólsk, og fimta þýzk. Til aamans eru útlendingarnir (eða réttara aagt þeir sem eru af útlendum ættum) um 1 miljón. Þrjú hundruð alþýðuskólar eru í borginni, (og fjöldi „prívat" akóla) og 19 háskólar, þar á meðal hinn alkunni Chicagoháskóli, sem Bockefeller hefir oft gefið atór- fé. Margir tugir leikgarða eru um alla borgina. Eru þar allakonar áhöld og útbúnaður fyrir börnin, eftir aldri þeirra og þroaka. Lögreglumenn eru í hverjum garði til að hafa reglu á öllu. Kirkjurnar (1077) er eg gat um áður heyra til 16 miamunandi trúarflokkum. Svo aundurleit eru trúarbrögð Chicagobúa. Fjórtán hundruð mílur af upphækk- uðum járnbrautum eru í borginni. Þær atanda á stálstólpum, og liggja 20— 30 fet fyrir ofan strætin. Á braut- aratöðvum verður maður að fara upp og niður stiga, til að komast af þeim og á. Smið þeasara brauta koataði 99 miljónir dollara. Nú eru menn orðnir óánægðir með þær; vilja rífa þær niður og flytja þær ofaní jörðina (undir strætin), verður þetta líklega gert bráðlega. Með þesaum brautum og einnig strætabrautum koatar far- ið 5 cent hvert sem farið er, aðeina aé ekki farið til baka. Leikhúa, (stór og smá) akifta hund- ruðum, og aöngvasalir mörgum tug- um. Ennfremur eru listaaöfn, blóma- aöfn, dýrasöfn, bókasöfn o. fl. Kon- aúlar frá 33 ríkjum eiga hér heimili. Lengsta atræti borgarinnar er 22 mílur (beint áfram) og næsta yfir 21 míla. Hæata strætistala í norðurhluta borgarinnar er 7600, í suðurhluta 13800, og í vesturhluta 7200, talið frá ánni. í fólkafleatu atórhýsunum býr yfir 2 þús. manns; það atórhýsi tekur yfir ferhyrningareit, og er eingöngu fyrir fjölakyldur. 100 bankar eru alls í borginni, dagleg viðskifti þeirra er 35 miljón- ir dollara að meðaltali. Allan vöxt sinn og viðgang á borgin að þakka hinum afarmikla verksmiðjuiðnaði: Vörur eru fram- leiddar hér og tilbúnar fyrir 1 biljóu dollara, að minata kosti, í 8 þús. 300 verkamiðjum. Sumar þessar verk- amiðjur búa til vörur fyrir 100 mil- jénir dollara á ári, og hafa um 13 þús. manns íþjónustu sinni. Borgin vex af því að verksmiðjuiðnaðurinn fer atöðugt vaxandi. Talið er, að 4—5 hundruð þúa. manna fari í vinnu daglega árið í kring. Og því er borgað á aðra miljón dollara í verka- laun á hverjum degi, eða 3—4 hund- ruð miljónir dollara á ári. Fólks- straumurinn í miðborginni er stund- um svo þéttnr á morgnana og kveld- in, þegar fólk er að koma og fara úr vinnu, að naumaat er mögulegt að fara á móti honum. Fjölda-mörg heildsöluhúsin selja vörur fyrir 25 milj. dollara á ári, sum fyrir þá upphæð tvötalda. Það fyrsta sem ókunnugir sjá, er þeir kynnast Chicago, er að hún er vinnu- borg. Alstaðar sést vinnandi fólk, og stórvirki, enda lifði hér ekki allur þessi fólksfjöldi, ef ekki væri unnið. Og hér er mjög lítið um eymd, sem svo mjög er algeng í stórborgum, — jafnvel ekkert ef fólk vill vinna. Borgin er stórkostleg, sem geta má nærri, með þessum risavöxnu stórhýs- um. Strætum miðborgarinnar get eg ekki líkt við neitt annað en gjár í fjöllum á íslandi, nema þau eru auð- vitað bein og slétt. Þótt þau séu breið, þá sést ekki nema upp í him- ininn, því að byggingarnar eru nokk- urnveginn jafnháar, frá 16 — 22 hæðir. Verzlun er heldur góð, og miklu ódýrara að lifa hér, en t. d. í Winnipeg í Canada. Sumt er selt hér með alveg ótrúlega lágu verði. Fjölda-margir stórauðgir menn eiga hér heimili, þar á meðal um eða yfir 200 miljónamenn. Búa þeir fiestir í marmarahöllum á fallegasta stað borgarinnar, meðfram Michi- ganvatuinH. Það eina sem með sanni má að borginni finna er það, að hún er frem- ur óhrein, og kemur það af hinum afarmikla kolareyk frá járnbrautum og verksmiðjum. Eg gæti ímyndað mér, að Chicagobúar vildu gjalda nokkra tugi miljóna fyrir t. d. Detti- foss eða Gullfoss, ef hægt væri að flytja þá í námunda við borgina. Fossaflið vantar þá tilfinnanlega til að knýja áfram allar sínar vélar með rafmagui. Nú eru menn farnir að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.