Fjallkonan


Fjallkonan - 25.05.1910, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 25.05.1910, Blaðsíða 3
FJALLKONAN 75 finna avo mikið til reykjarins, og óhreinindanna af honum, að borgar- atjórnin hefir aamþykt, aðallarjárn- brautir akuli ganga fyrir rafmagni, 12 milur út frá borgarhöllinni (City Hall) i allar áttir. Við þetta hverf- ur reykurinn mjög mikið. Borgar- ráðið gerir aér mikið far um að auka þrifnað og fegurð borgarinnar, til þesa telur það mikilvægaat að út- rýma reyknum. í öllu öðru atandi Chicago jafnfætis París og Berlin eða jafnvel framar. Þetta eru þá helztu drættirnir í ytra lífi borgarinnar, sem aðeins er 78 ára gömul, og því allra atórborga yngst. Reyndar væri réttara að seg- ja að Chicago væri ekki nema 37 ára, því að þá brann hún nærri því til kaldra kola (1871). Sú Chicago, sem hér hefir verið lýst er því að mestu til orðin síðan og má sjá af þvi framanskráða, að einhverntíma hefir hér verið hugsað og unnið ærlegt handtak. Chicago í nóv. ’09 A. J. Johnson. Úr Suður-Þingeyjarsýslu. Aðaldælir lýsa trausti á ráð- herra og mótmæla aukaþingi. —o— Vér undirritaðir kjósendur til al- þingis í Aðaldælahreppi lýsum hér með yfir þakklæti voru og fullu trausti til ráðherra íslands herra Björns Jónssonar, fyrir aðgjörðir hans í bankamálinu, er að voru áliti hafa í fylsta máta verið réttmætar og nauð- synlegar. Álítum vér, að æsingar þær, er vaktar hafa verið gegn þeim, eigi við ekkert að styðjast annað en skammsýni eina og óhlutvendni, og muni því falla um sjálfar sig fyr en höfunda þeirra varir. Vér vilj- um einnig votta herra Birni Jóns- syni þakklæti vort fyrir hina þýðing- armiklu framgöngu hans í sambands- málinu og aðfiutningsbannsmálinu, og treystum því fastlega, að hann megi vænta öruggs fylgis meiri hluta þjóð- arinnar til farsæls sigurs í þeim mál- um. Aðaldælahreppi í marz 1910. Jóhannes Friðlaugsson kennari Fjalli. Guðmundur Stefánsson bóndi Fótaskinni. Jóhannes Þorkelsson hreppstj. Fjalli. Sigurður Jónsson bóndi Hrauni. Jóhannes Jónatans- son bóndi Klambraseli. Baldvin Þor- grímsson bóndi Nesi. Gísli Sigur- björnsson bóndi Prestshvammi. Jón- as Sigurbjörnsson bóndi Yztahvammi. Vilhjálmur Jónasson bóndi Hafralæk. Indriði Þorkelsson bóndi Fjalli. Jak- ob Þorgrímsson bóndi Haga. Þor- grímur Pétursson bóndi Nesi. Sig- tryggur Björnsson bóndi Jarlsstöðum. Páll Jóakimsson bóndi og kennari Árbót. Kristján Jónsson bóndi Hólma- vaði. Björn Sigurgeirsson bóndi Haga. Sigmundur Sigurgeirsson Árbót. Da- víð Jósefsson bóndi Árbót. Steinþór Jónsson bóndi Hafralæk. Geirfinnur Sörensson bóndi á Tjörn. Vigfús Sig- urgeirsson bóndi Bergsstöðum. Pét- ur Bergvinsson bóndi Jódísarstöðum. Jón Þórðarson Jódísarstöðum. Jakob Jónsson Skriðulandi. Hernit Frið- laugsson bóndi Sýrnesi. Stefán Guðna- son bóndi Grímshúsum. Guðm. Guðna- son. Helgi Jóhannesson bóndi Múla. Sigurjón Friðfinnsson bóndi Mið- hvammi. Athugasemd. í 17. tölublaði Fjallkonunnar er grein með fyrirsögninni „Peningahús á Kleppi“. Grein þessa tekur blaðið upp úr tímaritinu „Frey“. Greinin byrjar á lýsingu eða skýrslu um byggingu þessa og segir, að skýrslan sé frá frá mönnum þeim, er stjórnarráðið útnefndi til þess að virða bygging- arnar. Þetta getur ekki verið rétt, að minsta kosti er mér ókunnugt um, að Freyr eða nokkurt annað blað hafi fengið skýrslu um byggingar þessar frá okkur virðingarmönnunum og í öðru lagi er stærð og lýsing húsanna sumstaðar röng, til dæmis segir blaðið lengd hlöðunnar 6 álnir og 9 þuml., en hún er 9 álnir og 6 þuml. og í þriðja lagi er nafn ann- ars virðingarmanns rangt. Eg, sem rita línur þessar, virti bygginguna á Kleppi með Stefáni múrara Egilssyni. Hjörtur trésmiður Hjartarson átti þar engan hlut að. Þetta álít eg sjálfsagt að leiðrétta, því lítill vegsauki mun lesendum biaðsins þykja okkur verða að þvi verki, eftir því sem skýrt er frá í greininni, því að þar verður munurinn milli virðingarverðsins og þess, er sagt er að landssjóður hafi borgað fyrir bygginguna, svo gífurlega mik- ill, eða meira en helmings munur, enda er það með breyttu letri í blað- inu. Þar kemst greinarhöfundurinn svo að orði: „Þingið veitti til húsa- gerðar þessarar 1800 kr., en allur kostnaður varð 1875,78 kr. Mats- verð þeirra, það er hinna út- nefndu matsmanna er kr. 3900“. Þetta dæmi er ekki rétt. Það má vel vera að landsjóður hafi ekki þurft að borga meira fyrir byggingu þessa,en samt sem áður er það ekki hinn rétti byggingarkostnaður, því að öli möl og grjót er notað var til steypunnar í veggi og gólf var flutt að byggingunni af heimamönnum á Kleppi, og meira og minna unnið að steypunni sjálfri og öðrum aðdráttum af heimamönnum, án þess það sé reiknað. Það er fjarri því, að eg vilji að nokkru dragaúr lofi því, er læknirinn fær fyrir hagsýni og góða ráðsmensku við framkvæmdir starfs þessa. Okkur matsmönnunum kemur auðvitað ekkert við og ber ekki að fara eftir því með mat okkar, þótt margt til byggingar- innar hafi fengist fýrir lítið eða ekkert, ef byggingin sjálf er góð og gild. Við metum hvert teningsfet í steypunni með því verði, sem löng reynsla hefir sýnt að vera sannvirði þess að öllum jafnaði, ekki einasta okkur Stefáni Egilssyni, heldur fjölda- mörgum öðrum, er við byggingar fást og hafa fengist um langan aldur. Reykjavik 20. maí 1910. Sigvaldi Bjarnason. Veitt læknishérað. Nauteyrar- hérað er „veitt Sigvalda Stefánssyni og Strandahérað Magnúsi Péturs- syni. Vínsölusekt. Brytinn á Mjölni var saktaðnr nýlega á Eskifirði um 250 krónur fyrir ólöglega vínsölu. „Lögmaöur" eða „yíirdómsmaöur". Ýmsir góðir menn hafa sent Fjall- konunni tillögur um ný heiti á yfir- réttarmálaflutningsmönnunum, eins og áður hefir sést hér í blaðinu. — Ný- lega hafa borist þessar tvær eftir- farandi tillögur, og hefir að vísu verið bent á annað heitið áður af öðrum. Kaupmannahöín 8/( ’IO Herra ritsjóri! Eg sé að Fjallkonan hefir fyrir nokkru tekið sér fyrir hendnr það loflega starf að útrýma því vandræða orði, sem notað er til að að tákna með menn þá, er rétt hafa til að flytja mál við yfirréttinn. Vanal. er notað orðið „yfirréttarmálaflutnings- maður", sem er hreint og beint orð- skripi fyrir hugðar sakir og stirð- leika. Mætti eg leyfa mér að koma með þá uppástungu, hvort ekki mundi gjörlegt að fá aftur inn í málið orðið „lögmaðuru í sömu merkingu og yfir- dómsmálafiutningsmaður. Það kem- ur ekki í bága við neina aðra not- kun þessa orðs, því það er alls ekki i núverandi máli, nema sem heiti á embættismanni, sem ekki er lengur til. Að vísu má koma með þá mót- báru, að starfsvið lögmanna og nú- verandi málaflutningsmanna fellur alls ekki saman, en þess eru ekki fá dæmi að orð hafa nú aðra merkingu en í fornaldarmálinu. Og þar sem þó málaflutníngsmennirnir verða að vera lögfræðingar virðist ekkert á móti þvi að taka þetta orð og láta í nútíðarmálinu merkja það sama og málaflutningsmaður, þar eð enginn annar embættismaður heitir nú lög maður. Mér finnst hér tækifæri til að ná þessu gamla, góða orði aftur inn í daglegt tal og því rétt að gera það. Þó það sé lítils virði, má þó netna það, að þetta orð er ólíkt að- gengilegra fyrir útlendinga en orðið yfirréttarmálaflra. sem mundi verða afskræmt fram úr öllu lagi, ef það væri sett í útlend blöð, í grein eða auglýsingu. Minnt skal á það, að upp hafa í nýja málið verið tekin ýms góð gömul orð, sem horfin vóru, svo sem orðið sími eða síma, sem nú er alstaðar notað í stað málþráðar. Hér má að vísu segja, að orðið þýðir í fornmálinu þó sama sem þráður, en það þýðir i nútíðarmáli ekki þráður heldur „málþráður“ eða „ritþráöur„ (firðriti, „telegraf“). Það er að eins notað i þeirri merkingu og þýðirþví ekki lengur alveg sama og í forn- málinu. Að svo mæltu fel eg Fjallkonunni orðir til beztu meðferðar og vonaað hún vilji gefa því meðmæli ef ekki finnst annað betra. Virðingarfyllst Vigfús Einarsson. Yfirdómsmaður. Það er helmingi styttra orð en hið alræmda — yfir- réttarmálflutningsmaður, og mun þjóð- legra. Ef litið er á orðið lögréttumaður (eg meina auðvitað ekki ritstj. „Lög- réttu“), myndi yfirdómsmaður að sama skapi tákna þann eða þá, er yfir- dóminn skipa, þ. e. sjálfa dómarana — auk dómstjórans, en af því að þeir hafa nú hlotið gott og gilt heiti (yfirdómari), virðast ekki neinir mein- bugir á því að kalla hina yfirdóms- mtnn, er mál flytja fyrir yfirdómi. Huginn. Bréf úr Berufirði. 4. maí 1910. Tíðarfar: Með páskum létti 7—8 vikna snjóþyngslum. Marzmán. var yfir höfnð heldur góður. En í apríl seinni hlutann, vóru miklar fannkom- ur og stormar, mikið frost annað veifið, og fyrstu vikuna af sumri var snjóviður daglega, byljir tvo daga og gerði haglaust sumstaðar. Og þó all- gott veður sé nú síðustu dagana er þó andkalt og frost á hverri nóttu. Flestir á nástrái með hey handa fé og hestum. — Heilsufar alment gott það eg til- veit. — Fjárhöld í góðu lagi, og fá al- ment i góðu standi sem og aðrir gripir. Atiabrögð. Það var nýnæmi aðfá afla hér um miðjan marzmán. og hann vænan og hcfir hann haldist vel, en óstillingar um of. Þó var mönn- um stórlega mikil björg að því sem náðist. — Dalítið heflr fengist í nokkur þorskanet sem hafa legið. Vertlun. Lítið hækkar verð á matvöru enn; en hún seld með hlífð- arlitlu verði í verzlunum. Einnmað- nr hér fékk dálítið af vörum frá útlöndum nýlega og kostar mjöl- tunnan hann kr, 14,50, en 25í verzlun- um. Það er gífurlegur munur enda þótt fáíst 10°/0 „Rabat“, við að borga allt í topp í haust! Von er á þó að skuldir stofnist við svona mismun og liklega meiri á sumum vörntegundum. Breiðdælir hafa selt Zöllner verzl- unarfélag sitt og er sagt að karlinn muni reyna að koma nógu af vörum þangað. — Félagið var skuldugt vel hjá honum áður, svo að honum vóru hæg heimatökin að eignast það með húð og hári. „ Ulleru sokkinn. Gufubálurinn Uller kom hingað sama dag og Austri. Lá hér á höfninni nokkra daga og var verið að berja eitthvað í hann, síðan skreið hann af stað, og sökk í Kambanesröst skamt hér fyrir utan. Menn björguðust inn á Stöðvarfjörð. Hafði verið i honum töluvert af kol- um, vístum og síld. Fiskiskúta brunnin. Einn morg- un nýlega voru menn úr Lóni á sjó. Sáu þeir þá hvar bátur reri frá franskri skútu, sem var nærri landi í aðra sem var fjær. í sömu and- ránni rennir skútan í land sem nær var landi. Sáu menn svo að fór að loga upp úr henni. Var þá farið að vita hverju þetta sætti. Skútan var þá landföst orðin, stýrið brunnið, og hún mikið eða að mestu brunnin. Um 1200 af fiski hafði verið i henni, og fékkst alt slátrið fyrir 40 kr. segir sagan. 9. mai. „Pervie“ kom loks í dag. Feikna norðanstormur i gærdag, svo rok var jafnhátt fjöllum með kófi og kulda. Ljótt útlit fyrir mörgum ein- kum hér eystra, óefað ef ekki létti bráðlega. — Z. Lavoisler, frakkneska herskipið kom frá Vestfjörðum í gær.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.