Alþýðlegt fréttablað - 29.07.1886, Side 1

Alþýðlegt fréttablað - 29.07.1886, Side 1
Alþýðlegt fréttablað. Kemur út á mánudögum (og flmtud. í júli og ágúst). Verð: 3kr.; erlendis 4 kr. Borgist fyrir 15. júlí. Uppsögn (skrifl) bundin við. ármðt. ögild, nema komin sé til útg. fyrir 1. október. Afgr.: Þingholtsstræti 15. I., 2. Reykjavík 29. júlí 1886. 2. 1)1. Reykjavík 28. júli 1886. Það er nú komið að þeim tíma, er eg miðaði við, til að byrja „Alþl. frbl.“ ef nægi- lega margir kaupendur hefðu fengizt. En nú liafa undirtektirnar, einkum hjer í ná- grenninu, verið svo daufar, að það er eigi tíl að hugsa, að byrja blaðið með svo fáum . kaupendum ; en það sje langt frá mér, að þröngva því inn á menn, og enga ástæðu hefi eg til að fleyja peningum út í þá óvissu, | að gefa bl. út án áskrifta. Þau af boðs- | brjefum mínum (frá 22. f. m.), sem aptur eru komin, hafa flest verið fáliðuð, og sum- um hafa fylgt þessu líkar athugasemdir: „Eg hefl eigi getað fengið fleyri kaupendur enn, menn eru sökklilaðnir af sunnanblöðun- um gömlu, en þykjast liafa lítið í aðra hönd til blaðakaupa“. Um leið og eg þannig gjöri með hrein- skilni grein fyrir, hvernig sakirnar nú standa, skal eg einnig geta þess, að eg framlengi áskriftartímann til áramótanna næstkomandi, og má þetta blað skoðazt sem endurnýjað boðsbrjef upp á „Alþl. frbl.“, sem þá byrjar heilan argang; útkoma: mánudaga, um þingtímann: mánud. og fimmtudaga, als full 60 blöð, verð: 3 kr. innanl., 4 kr. ut- anl. Að öðru leyti skýrskota eg til fyrra boðsbrjefsins. Eg þakka þeim mönnum sem þegar hafa tekið vel undir boðsbr. mitt, og vona eg að þeir apturkalli eigi nöfn sín — þó er sjálf- sagt að taka því, ef að ber. Nokkrir hafa eigi getað felt sig við þessa einfeldni blaðsins, og barið því við að þeir ; ætluðu að binda það inn. En þó vitum vér ; allir, að flestir rífa blöðin í umbúðir, tappa og.........óðara en búið er að lesa þau. En — ekki skal standa á því — eg er fús að breyta forminu svo, að blaðið sé tvíbrotið, en að öðru leyti haldi sömu leturmergð, — ef meiri hluti áskrifenda getur þess með pöntuninni, að þeir óski þess. Þetta blað sendi jeg ýmsum mönnum sem eg kannast við að nafni, víðsvegar um land, og þar að auki áskrifendunum, en svo læt eg þar við lenda að sinni, nema ef eg kynni að gefa út þriðja blaðið eptir lokið auka- þingið, til að geta um úrslit þess og láta í ljósi álit mitt á því, og sendi eg þá það blað gef- ins einungis þeim, sem hafa gjörzt áskrif- endur til þess tíma. Eg kveð yður svo, kæru landsmenn, og óska yður árs og friðar. Bj'órn Bjarnarson. Setning alþingis: Arnljótur Ólafsson prédikaði út af þessum ritningarorðum : Til þess er eg fæddur, og til þess kom eg í heiminn að eg beri vitni sannleikanum, og hver sem elskar sannleikann, sá hlýðir minni röddu. Prédikunin varð æ politiskari eptir því sem fram í hana sókti, og blær hennar og andi lýsti því, að prédikarinn heim- færði inntaksorðin til sín sjálfs, enda þótt þau séu höfð eptir alt öðrum pré- dikara. Þegar inn á þingsalinn kom, las landsh. upp umboð konungs til sín, til að setja þingið,

x

Alþýðlegt fréttablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðlegt fréttablað
https://timarit.is/publication/127

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.