Alþýðlegt fréttablað - 29.07.1886, Blaðsíða 2

Alþýðlegt fréttablað - 29.07.1886, Blaðsíða 2
2 og lýsti hann því þarnæst yfir „í nafni kon- ungs síns“ að það væri sett. Eptir nokkra bið og þögn stóð upp Bened. Sveinsson og mælti: Lengi lifir konungur o. s. frv. og tóku undir það nokkrir þingmenn hægra megin. Þá gekk aldurforseti Jón Pjetursson til forsetasætis og kvaddi sér til aðstoðar Hali- gr. Sv. og L. E. Svb. Því næst skiptu þing- menn sér í 3 deildir til að rannsaka hver annarar kjörbréf. Kærur höfðu komið fram móti lögmæti kostninganna í Reykjavík og Árnessýslu. Þingið tók kostningarnar allar gildar eptir nokkurt þref (með 21 atkv.) en fól hinni þar til ætluðu nefnd að ranusaka kærurnar. Var svo kosinn forseti í samein. þingi: Bened. Sv. með 25. atkv., varafors. í samþ. Bened. Kr. með 24 atkv., skrifarar í samþ. Lár. Hald. 22, Þorl. J. 24. Þá voru kosnir 6 þjóðkj. þingm. í efri deild: Ben. Kr. 33 atkvæði, Sighv. Á. 33, Skúli Þ. 31, Jak. G-. 29, Jón Ól. 27, Friðr. Stef. 26 atkv. Samþykkt var með 19 atkv. að kjósa þá þegar 3 menn í nefnd til að rannsaka kær- ur út af kosn. þingm. o. fl., enda þótt svo sé á- kveðið í þingsköpunum, að forsetar beggja deildanua séu i nefndinni, auk 3 meðnefdar- manna. Nefndarm. urðu: Sig. Jónss. 19, Jón Ól. 15, (Ben. Kr. með 11 atkv. náði eigi 1 /3 atkv.) eptir aðra kosn. Bened. Kr. með 22. (Forsetar deildanna Jón Sigurðsson og Árni Thorsteinsson urðu einnig í nefnd). Feld var sú uppást. fors. (B. Sv.) að kjósa þá þegar menn í ferðakostnaðarreikninga- rannsóknarnefndina. Var þá skipt deildum. í efri d. urðu forseti Árni. Thorst. 10 atkv., varaf. Jón Pét. 6 atkv., skrifarar Jón Ól. 6 atkv., Bened. Kristj. 5 atkv. í neðri d. forseti Jón Sigurðss. 22, (Bened. Sv. hl. 1 at- kv.) varaf. Þ. Böðv. 17, (Gr. Thoinss. hl. 4), skrifarar Jón Þórar. 19, Páll Ólafss. 15. Forseti gat þess að stjórnin mundi ekkert frumvarp til stjórnarskipunarlaga ætia að leggja fyrir þingið, og kvaðst því ekkert verkefni hafa fyrir deildina til næsta fundar; nema ef þingmenn hefðu einhver mál að bera fram. Q-r. Thoms. gat þess að hann hefði meðferðis ávarp til þingsins frá nokkr- um kaupmönnum o. fl. um, að þingið vildi skora á stjórnina að reyna að koma á verzl- unarsamningum við Spán. Bened. Sveinsson lét í ljósi óánægju yfir því, hve tómlátlega stjórnin kæmi fram í stjórnarmáli voru. Hann kvaðst hafa með höndum bréf til forseta frá 5 þingm. sem tjáðu sig flutningsinenn þess stjórnarskipun- arlagafrumvarps sem alþ. í fyrra hefði sam- þykkt, og afh. hann forseta bréfið. Það var undirskr. af Bened. Sveinss. Sigurði Jóns- syni, Lárusi Halldórss., Sigurði Stefánss. og Þorv. Kérúlf. Forseti kvaðst síðar í dag setja upp dagskrá til morguns, og ákvað þá fund kl. 12 ; skyldu flutuingsm. þá leggja fram hið umgetna frumvarp sitt til stjórnar- skipunarlaga. Því næst var fundi slitið. Þá gengu þingmenn til landsh. að borða, eins og lög gjöra ráð fyrir. Það var einkum einkennilegt við þessa þingsetningu hve rakið það virðist liggja fyrir þingmönnum að skipta með sér verk- um. Allar kosningarnar falla svo hreinlega, að mönnum hlaut að detta í hug, að þetta hefði alt verið niðurlagt og undirbúið fyrir- fram, ekki sízt skipun efri deildar. Mun þingið, eigi síður en konungur, af sinni hálfu hafa viljað skipa vel í skörð þau, er í hana voru fallin. Að öðru leyti er eigi unt að segja neitt af þessu þingi enn. Það er „að yfirlitum“ unglegt og fjörlegt, skörulegt og frjálsmann- legt, og hefur það í því tilliti töluvert skift litum við mannaskiptin. En af því „ekki eru allar ástir í andliti fólgnar“ er eigi gott að dæma um þingið fyrirfram eptir ytra áliti. „Dag skal að kveldi lofa og þingið að endalykt“.

x

Alþýðlegt fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðlegt fréttablað
https://timarit.is/publication/127

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.