Alþýðlegt fréttablað


Alþýðlegt fréttablað - 29.07.1886, Side 3

Alþýðlegt fréttablað - 29.07.1886, Side 3
Úr manna munnum. I. Blöðin. Um dagiim, þegar eg var á ferðinni suð- ur í Hafnarfjörð, varð maður á leið minni sem gaf sig á tal við mig, og spurði eins og vant er: hvaðan ertu, heitir hvað o. s. frv. Þess þarf eigi að geta að eg leysti úr spurningunum eins og mér þótti við eiga. Yið töluðumst við um stund, og meðal ann- ars spurði hann mig, hvort eg þekkti þenna nýja blaðstjóra í Reykjavík (því svo mikið vissi hann, að eg átti þar heima; en eg komst að því, án þess að spyrja hann í þaula, að hann væri at Álptanesi). Eg svaraði því, að eg væri honum dálítið kunnugur. Álptnesingurinn: Er það nokkur maður? Er hann lærður ? B.: Jú, maður held eg hann verði að heita, þó hann sé ekki lærður maður; enda er það varla skilyrði fyrir því, að hann geti gefið út „Alþýðlegt fréttablað“. A. : Betra held eg að það sé, að sá mað- ur viti eitthvað, sem ætlar að gefa út blað. Þeir eru lærðir, blaðamennirnir í Rvík, og þykja blöðin þeirra ekki of góð samt. B. : En það er aðgætandi að „blöðin“ eiga ekki sainan nema naínið. Blöð geta verið svo margskonar sem þau eru mörg. Ritstjórinn þarf að vera vaxinn því að full- nægja tilgangi blaðsins, eða tímaritsins, hvers efnis sem það á að vera. Það þarf t. d. vísindamenn til að standa fyrir vísindaleg- um tímaritum í hverri grein sem er; og blöð sem geía sig mest við stjórnmálum og öðr- um almennum þjóðmálum, geta því að eins verið leiðandi, að ritstj. þeirra séu fjölhæíir og fróðir um hagi landsins. Að vera „lærð- ur“ táknar í almennu máli: að hafa gengið í gegnum lærða skólann. Og það er of al- menn alþýðutrú, að það sé skilyrðið fyrir því, að vita nokkuð. Þekkingu geta menn þó náð á annan hátt, og það er altítt, að ólærð- ir alþýðumenn hafa reynzt íullt eins holl- I vitrir í alþýðl. málum vorum, eins og hinir j lærðu menn. Til að gefa út „Alþl. frbl.“ I þarf að hafa vit á að taka eptir gangi við- ! burðanna, lesa fréttir í öðrum blöðum, og j einkum að taka fréttirnar rétt eptir viðburð- unum eða almennum rómi, en laða þær ekki ! of mjög í sinni eigin löð. — Einn af ritstj. í Rvík (ritstj. (Fjallk). er ekki skólagenginn, ! og þó gengur blað hans út eigi síður en hin. Á.: Þetta getur nú verið. En til hvers er að gefa út blað ofan í öll þessi ósköp af blöðum, sem við höfum, og í þessu árferði, þegar alt ætlar að veslast út af í eymdar- skap hjá okkur ? Eg held að menn gerðu annað þarfara við efni sín en að leggja þau í léleg eða ónýt blöð. B.: Þar tók á kýlinu ! — Þetta er við- kvæðið hjá flestum, og á því skeri strandar líklega þetta „Alþl. frbl“. — Það mun hafa vakað fyrir manninum, að það ætti að ganga í alt aðra stefnu með útgáfu blaða hér á landi, en nú er. Hingað til hafa verið gef- in út 6—7 blöð lík að efni, stærð og verði. Þau hafa verið keypt því nær jöfnum hönd- um um land alt, eptir efnum og áhuga kaup- endanna: sumir eitt, sumir fleiri, sumir öll, en margir að eins V-2, Vs> i'annig, að margir kaupa eitt bl. saman og láta það | flakka á milli sín (eða flakka sjálfir eptir j fréttunum). Blöð þessi liafa öll gefið sig við als konar málum, og flutt ritgjörðir um margt, sitt um hvað, sitt í hverju, eptir efni, mála- vöxtum o. fl. kringumstæðum, suin alt í hræringi. Til þess að geta séð ástæðurnar með og móti og geta skoðað málefnin frá öllum hliðum, þarf því að kaupa flest eða öll blöðin, sem kostar um 20 kr., sem flest- um ofbýður, en hafa að eins eitt blað, eflir hlutdrægnisandann, því hver kaupandi dregst að skoðunum síns blaðs með tímanum. Und- ir slíkum kringumstæðum geta blöðin eigi orðið svo hollur næringarstr.aumur þjóðarand- ans sem æskilegt væri. Fréttirnar eru opt- ast fluttar í ágripum, samhengislaust, ogþví optast ógreinilega. — Til að ráða bót á þessu,

x

Alþýðlegt fréttablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðlegt fréttablað
https://timarit.is/publication/127

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (29.07.1886)
https://timarit.is/issue/150557

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (29.07.1886)

Handlinger: