Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1912, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.05.1912, Blaðsíða 1
JMorðurljósið — JVIÁNAÐARLEGT HEIMILISBLAÐ — # • 9 I. árg. * Maí 1912 • 5 /arðskjálfti, eldur og hœgur vindhlœr. Fyrir sex árum fór gömul, fátæk svert- ingjakona um borg- ina San Francisco, á Kyrrahafsströnd, og sagði íbúum hennar frá því, aðGuð mundi bráðmn senda jarð- skjálfta til að eyði- leggja staðinn. Þetta gerði hún t nokkrar vikur, en fólkið áleit hana vitfirta og skeytti ekki viðvörun henn- ar. Þá kont jarðskjálft- inn, San Francisco var eyðilögð og 1000 tnanns mistu lífið. * * * Aður en borgin Messína, suður í ítal- íu, vareyðilögð (1908), kom til bæjarins mað- ur úr þeim trúarflokki, sem Italir nefna »Nas- area«; hann var ber- höfðaður og aum- ingjalegur, klæddur búningi einsetu- ntanns. Drengur gekk nteð honum og hafði í hendi sjer stóra bjöllu. Þeir stönsuðu við götuhornin, þar sem umferðin var mest °g drengurinn hringdi bjöllunni til þess að vekja athygli manna. I á hóf einsetumaðurinn augu sín til himins og hrópaði hátt og skýrt: »Takið viðvörun, gáið að og gerið iðrun, þjer Messínabúar. Borg yðar verður ger- eyðilögð áður en þetta ár er á enda.c En fólkiö hló og gerði gys að Nasareanuni': og hjelt áfram á vegi sínum. Ritstjóri blaðs eins, sem hjet »Fram- tíðin« (!!), og gefið var út í Messína, keyrði svo langt úr hófi í háði- sínu og guðlasti, að hann gaf út þessa hryllilegu á- skorun til almáttugs Guðs, í blaði sínu: »Þú hinn ahnáttugi, — ef þú ert ekki — — — (ekki sæmir að hafa orðin eftir hon- um) send þú þá jarð- skjálfta til að sanna tilveru þina.“ Jarð- skjálftinn kom næsta dag, borgin eyðilagð- ist og um 200,000 manns var steypt í eilífðina. * * * Stuttu áður en borg- in St. Pierre í Vestur- indíum eyðilagðist af eldgosi úr eldfjallinu Pelée, þ. 8. maí 1902, fór trúboði nokkur til bæjarins, sem er sagður syndugasti staðurinn á jörðinni. Hann var fús til að prjedika náð- arboðskapinn fyrir þeim, en þeir vildu ekkert heyra.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.