Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1912, Blaðsíða 5

Norðurljósið - 01.05.1912, Blaðsíða 5
Norburljósið 37 Augun. Sjón. (Framhald.) I’egar sjónin fer að daprast, stafar það oft af orsök- íim, sem hægt er að gera við, ef rjett gleraugu eru notuð. En það getur líka oft verið af öðrum ástæðum, svo að gleraugu geta ekki hjálpað neitt. Einföid og áreiðanleg aðferð til að ganga úr skugga um það, hvort gleraugu munu koma manni að gagni eða eigi, er að láta sjúklinginn líta í gegn um gat, sem gert er með títuprjóni í gegnum svart spjald. Ef hann getur sjeð betur í gegn um gatið, heldur en þegar hann horfir á hluti blátt áfram, þá er mjög líklegt að við- eigandi gleraugu verði að verulegu gagni. Ef hann sjer ekkert betur í gegn um gatið, þá er ekki hægt að vita nákvæmlega hvað það er sem orsakar sjóndepruna nema augun sjeu skoðuð af lækni. Brot á móti þeim reglum, sem vikið er á í síðasta kaflanum, eru helstu orsakirnar til sjóndepru. En auk þeirra mágeta þessa: — of mikill svefn, tóbaksnautn, áfengisnautn, ofkæling, tíðateppa, og fi. Alt þetta þreytir nethimnu augnanna og skemmir sjónina. Blóðleysi hefir líka sín áhrif á sjónina stundum, einnig meltingarleysi, og alt sem reyn- ir nijög á lífskraftana. Ef menn fá verk í augun og það rennur úr þeim vatn, og menn sjá illa rjett á eftir að þeir hafa verið að lesa eða sauma, þá er nauðsynlegt að vita hvort gleraugu gagna ekki. Ef það, sem í fjarlægð er, virðist vera ógreinilegt, svo að menn hleypa brúnum til þess að reyna að sjá betur, þá er líka reynandi að fá gler- augu. En þá eru það samt ekki samskonar gleraugu eins og í hitt skiftið, og jeg vil taka það aftur fram, að það getur verið mjög hættulegt fyrir sjónina, að kaupa gleraugu, sem manni finnast sjálfum viðeigandi, nema þau sjeu ráðlögð af góðum lækni, helst augn- lækni. Menn fá oftast nær gleraugu, sem eru alt of sterk, og þau skemina sjónina. Þótt það reyníst svo, að gleraugu munu ekki geta gagnað, er oft hægt að bæta sjónina, með því að lækna þann sjúkleika, sem hefir orsakað sjóndepruna. Hvíld, tilbreyting, betra matarhæfi og böð geta líka haft bætandi áhrif. Menn sjá stundum smá bletti eða hringi fyrir aug- unum, einkum þegar menn horfa á eitthvað hvítt. í sjálfu sjer hafa þeir enga þýðingu, en þeir fylgja oft- ast veikri sjón. Þó geta þeir stafað af óreglu á melt- ingarfærunum. Þegar menn eru náttblindir, er það vanalegasl af því, að þeir hafa verið í ofmikilli birtu á daginn, t. d. snjóbirtu. Þá á að nota blá gleraugu, eins og áður hefir verið nefnt. Tóbaksblindi orsakast af óhóflegri tóbaksnautn, eins og nafnið ber með sjer. Sterkt tóbak, eins og t. d. »Shag«, er oft mjög skaðlegt, einkum ef þeir sem nota það sitja mikið inni. Sjónin verður döpur, sjerstaklega í góðri birtu, og stundum geta menn ekki gért greinar- mun á rauðu og grænu (verða litblindir.) Fylgir því oftast nær höfuðverkur, tnatarólyst, taugaveiklun og handskjálfti. Lækning við þessu er mjög einföld. Hætti maðurinn að nota tóbak, batnar honum meðalalaust; hætti hann ekki að nota tóbak, batnar honum ekki, þó að hann taki inn öll meðöl sem lyfsalinn hefir til. Litblindi er oft meðfædd og fylgir stundum annari sjón- veiki. Vanalegast er að litblindir menn rugli saman grænu og rauðu eða gráu. Því miður er litblindi ólækn- andi. Margir nota bórvatn við augun og er það vel ráðið; en það verður að vera gott og ósvikið bórvatn. Það er best að búa það til sjálfur, ef maður á kost á því og notar aðeins hrein ílát. Bórsýruduft fæst hjá öllum lyfsölum og er mjög ódýrt. Ein teskeið af duftinu á að leysast upp í kaffibolla af sjóðandi vatni. Þegar það er orðið kalt, má nota það sem augnvátn. Það skýrir og styrkir sjónina oft, og er mjög gott við mörgum augnveikindum. Það hefir þann kost að vera alveg skaðlaust. Þeir, sem leita til mín um lækningar eru sjerstaklega beðnir að gæta þess, að mjer er ekki hægt, vegna annara starfa, að sinna neinum um lækningar nema á miðvikudögum og laugardögum einum frá 11 árd. — 5 síðdegis. Arthur Gook.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.