Norðurljósið - 01.05.1912, Qupperneq 6
3«
Norburljósið
Molar frá borði meistarans.
(Á þessari blaðsíðu verða jafnan fluttar uppbyggilegar
greinar fyrir trúaða.)
Persónuleiki Heilags Anda.
Eftir Dr. Torrey.
(Framhald.)
Ráð við einstœðingsskap.
Þegar vjer Iesum frásöguna um Jesúm, er hann var
með lærisveinum sínum og talaði við þá, munu víst
margir af oss óska að þeir hefðu mátt vera með hon-
um líka. En þó höfum vjer, jafnvel á þessum dögum,
persónulegan vin rjett við hlið vora, guðdómlegan eins
og Jesús, alveg eins tryggan og traustan, til þess að
uppfylla hverja þörf vora. Ef þessi dýrmæti sannleikur
nemur einu sinni staðar í hjörtum vorutn, þá frelsar
hann oss frá allri angist og armæðu. Hann er besta
ráð við einstæðingsskap. Hvernig getum vjer orðið ein-
stæðingar, ef vjer þreifum á því, að guðdómlegur vin-
ur er stöðugt hjá oss, jafnvel þótt vjer höfum orðið að
sjá á bak hinum bestu jarðnesku vinum vorum? Þetta
er lækning handa syrgjandi hjörtum. Vjer höfum víst
margir hverjir reynt hvað það er að skilja við þá ást-
vini vora, sem vjer elskuðum inest, og við burtför þeirra
finst oss hjarta vort vera svo tómt, að ekkert muni
geta fylt það aftur; en þó er til guðdómlegur ástvinur,
sem dvelur í hjarta hvers trúaðs manns, sem getur bætt
hverja sorg, fróað og fullnægt hjörtum vorum, og sem
meira að segja vill gera það, ef vjer biðjum hann uin
það. Myrkfælni og öll hræðsla verða að hverfa fyrir
honum. Hversu dimt sem er, og hversu margir óvinir,
sem umkringja oss, þá er þessi guðdómlegi vinur æfin-
lega hjá oss, og hann getur varðveitt oss, og vill varð-
veita oss frá hverri hættu. Hin dimniasta nótt verður
björt fyrir nálægð hans.
En þessi hugsun styrkir oss þó einkum í þjónustu
Krists. Margir þjóna Drotni hálf-hikandi og með ótta,
og eru altaf hræddir um að þeir muni segja eða gera
eitthvað það, sem á ekki við, svo að þjónustan veitir
þeim litla gleði eða ánægju. Þeir skjálfa af tilhugsun
um það, að þeir sjeu ekki færir um að framkvæma ætl-
unarverk sitt, og þeir eru æfinlega hræddir um að það
verði ekki framkvæmt eins og vera ber. En ef vjer
munum aðeins eftir því, að ábyrgðin hvílir í raun rjettri
alls ekki á oss, heldur á Heilögum Anda, og að hann
veit einmitt það, sem helst á að segja og gera — ef vjer
viljum láta bera sem allra minst á sjálfum oss, til þess
að hann geti óhindraður unnið það starf, sem hann er
svo vel fær um að gera, — þá munu ótti og angist
hverfa með öllu. Vjer verðum lausir við alla þvingun
og áhyggju, og finnum til ósegjanlegrar gleði yfir þvi,
að boða sannieika Ouðs.
Jeg ætla að leyfa mjer að bera fram minn eigin per-
sónulega vitnisburð um þetta atriði. I mörg ár vildi
jeg ekki vera kristinn, af því að jeg hafði ásett mjer að
jeg skyldi ekki prjedika. Kvöldið, er jeg sneri mjer til
Krists, sagði jeg: »Jeg vil prjedika.« En það var varla
hægt að finna mann, sem var af náttúrunni eins óhæf-
ur til þessa starfs og jeg. Jeg var framúrskarandi feim-
inn. Jegtalaði aldrei, jafnvel á bænasamkomu, fyren jeg
var kominn í guðfræðisskólann Fyrsta sinn er jeg reyndi
að tala, þá var sú reynsla sárasta þjáning fyrir mig.
Seinna ineir, er jeg fór að prjedika, skrifaði jeg ræður
mínar upp og lærði þær utanbókar, og þegar guðs-
þjónustunni var lokið, þá andvarpaði jeg, af því að
mjer Ijetti svo mikið við það að hún var búin og kom
ekki aftur í heila viku. Mjer var það kvöl að prjedika.
En Ioksins kom sá dagur, er mjer varð það ljóst, að
Heilagur Andi stóð við lilið mjer, þegar jeg stóð
upp til að prjedika, og þótt fólkið sæi ekki nema mig,
hvíldi þó ábyrgðin í raun og veru á honum, og hann
var vel fær um að bera hana. Jeg fann að ait sem mjer
bar að gera, var að draga sjálfan mig í hlje að svo
miklu leyti sem hægt væri, og láta Heilagan Anda vinna
það starf, sem Faðirinn sendi hann til að gera. Upp frá
þeim degi hefirþað verið mjer blessunarrík gleði að prje-
dika, en ekki byrði eða armæða. Jeg hefi enga áhyggju
nje kvíða. Jeg veit að það er Heilagur Andi sem stjórn-
ar guðsþjónustunni, og að hann gerir það eins og
best má gera. Þrátt fyrir það, að stundum á það sjer
stað, sem jeg hefi ekki áætlað, veit jeg að alt hefir
samt gengið vel. Oft, þegar jeg fer í stól til að halda
ræðu, og þessi hugsun gagntekur mig, að Heilagur
Andi ætlar að gera það alt saman, fyllir slík gleði hjarta
mitt, að jeg gæti hrópað af lireinum fögnuði.
(Framh).
Kristján X.
Hið óvænta fráfall Friðriks konungs áttunda, langt
frá sínu eigin landi og með svo sviplegum hætti hefir
eflaust vakið hluttekningu og sorg hjá öllum þegnum
hans. Vjer notum tækifærið til þess að benda trúuðum
mönnum á það, að þeir áttu ekki að gleyma að biðja
fyrir konungi sínum. Guðs orð segir í Páls i. pistil til
Tímóteusar, 2. kap.: »Fyrst af öllu áminni jegþáum,
að fram fari ákall, bænir, fyrirbænir og þakkargerðir
fyrir öllum mönnum, fyrir konungum og öllum þeím,
sem hátt eru settir, til þess að vjer lifum friðsamlegu
og rólegu lífi í allri guðhræðslu og siðprýði.« Það á að
veia ljúf skylda að biðja fýrir hinum nýja konungi, að
■Drotni þóknist að láta hann vera Iöndum sínum báð-
um til verulegrar blessunar.
Vjer eigum Iíka að biðja fyrir ráðherranum hjer á
íslandi og öllum þeim, sem »hátt eru settir.« Á þann
hátt geta kristnir menn haft ómetanleg áhrif á þjóð-
mál, án þess að lenda í stæium við náungann.