Norðurljósið - 01.05.1912, Side 7
Norðurljósið
39
Spurningabálkur.
i.
Spurning: „Er dans syndlaus skemtun, májegspyrja ?“
(frá Blönduósi).
Svar: Það er auðvitað ekki meiri sýnd í dansinum,
í sjálfu sjer, heldur en í hverri annari líkamshreyfingu,
því að það getur ekki haft meiri andlega eða siðferð-
islega þýðingu að menn hoppi ofurlítið í Ioft upp og
ganga fram og aftur, sjer til skemtunar, heldur en til
dæmis að stökkva, hlaupa eða ganga. Vjer lesum um
Davíð konung í ritningunni, að hann »dansaði af öll-
um mætti fyrir Drotni«, (II. Sam. 6. 14.), og það er enn
fremur hvatning í tveimur sálmum til Israelsmanna til
að »lofa Drottin með gleðidansi.f (Sálm. 149. 3. og
150. 4.). Jeg hefi oft sjeð börn dansa af hreinni gleði
og mjer kemur ekki í hug að álíta það synd. En eins
og svo margt, sem er saklaust í sjálfu sjer, hefirheim-
urinn spilt dansinum, og óvilhallur maður getur varla
sagt annað en að dansinn eins og hann er nú, sje ó-
holl skemtun og hafi oft miður æskilegar afleiðingar.
Það er ekki samkvæmt góðum siðum, að maður taki
óviðkomandi konu í faðm sjer úti á götu og hví skyldi
það þá vera álitið leyfilegt þegar það er gert inni í
danssalnum? Jeg hefi lesið vitnisburð margra góðra
manna, bæði karla og kvenna, um dansinn, og þeim
ber saman um það, að hann hafi alt of oft vondar af-
leiðingar til þess, að hann megi heita syndlaus skemt-
un. Annars spillir dansinn ekki sjaldan heilsu manna.
Það er t. d. óholt fyrir veikbygðar stúlkur að anda að
sjer heitu og vondu lofti með ryki, á meðan þær dansa
í mjög ljettum búningi, og fara svo út í kulda. Hefi
jeg oft heyrt um að það hafi orðið stúlku að bana.
/Vthugasemdir ritstjórans.
Enn þá bætast stöðugt við áskrifendur með hverjum
pósti, svo að tala þeirra er nú orðin nálægt 2000. En
þó eru margar sveitir, þar sem blaðið er alveg óþekt
enn, og væri það mjer kært, ef menn vildu gera dálitla
tilraun til að útbreiða það enn meir. Ef hver kaup-
andi gæti útvegað einn áskrifanda, myndi verða hægt
að stækka og bæta blaðið til muna við næstu áramót,
og selja það þó fyrir sama verð.
Það var ekki rúm fyrir spurningabálk í síðasta tölu-
blaði, en það er byrjað að svara spurningum í þessu
blaði. Jeg hefi nokkrar spurningar fyrirliggjandi, en
öllum er velkomið að gera fyrirspurnir um það, seni
þeim finst fróðlegt að hreyft sje hjer í blaðinu.
* *
*
Jeg hefi heyrt að nokkrir hafa verið óánægðir yfir
því, að jeg fann að myndinni í æfisögu George Múll-
ers, sem getið var um í síðasta blaði. Jeg á nokkrar
góðar Ijósmyndir af George Múller og hefi sjeð
margar fleiri, og mjer finst þessi umrædda mynd alls
ekki viðkunnanleg. Það er skylda mín, er jeg bíð Ies-
endum bók til kaups, að segja frá því ef jeg veit um
nokkurn galla á henni. Mig langar ekki til þess, að
lesendur, sem kaupa bók vegna þess að jeg mæli með
henni, finni ástæðu til að iðrast þess seinna og til að
álíta að jeg hafi ekki lýst henni samviskusamlega.
Ritdómarar ættu um fram alt að vera hreinskilnir og
óhlutdrægir, annars geta lesendur ekki treyst þeim.
* *
*
Það hefir verið afarmikil eftirspurn um spjöldin, sem
jeg bauðst til, í siðasta blaði, að senda Iesendum,
sem vildu taka að sjer að útbýta þeim. Hinar 5000 eru
fyrir löngu uppgengnar, og jeg bið heiðraða lesendur
sem ekki hafa fengið sín spjöld, velvirðingar á því, að
þær 5000 sem jeg átti von á, eru ekki komnar enn þá.
Síðasta skipið fór fullfermt frá Leith og skildi eftir
miklar vörur, og hafa spjöldin þá að líkindum orðið
eftir. Undireins og þau koma, verða þau send til
þeirra, sem hafa beðið um þau. Væri það tilhlýðilegt
að þeir sem fá þessi spjöld ókeypis, borguðu burðar-
gjaldið, sem nemur töluverðri fjárhæð, er það kemur
alt niður á einn mann, en jeg Iæt móttakendur ráða
því; spjöldin verða send þrátt fyrir það.
* 41
*
Hjer með tilkynnist, að nýju testamentin með lit-
myndum, sem áður hafa verið seld fyrir 1 kr. 50 au.,
seljast hjeðan af fyrir 1 kr., þau sem eru í skrautbandi
(áður 3 kr.) fyrir 2 kr., og í fegursta saffíansbandi
(áður 5 kr.) fyrir 3 kr. Testamentin sendast hjeðan
með pósti um land alt vel umbúin fyrir ofannefnt
verð.
JVIaklegt svar.
Prestur nokkur í Ameríku skrifaði einujsinni frægum
leikara, og sagði honum frá því, að hann hefði mikla
löngun til að sjá leik hans og vildi koma eitthvert
kvöld, ef það væri til inngangur einhverstaðar í leik-
húsið, þar sem enginn gæti sjeð hann ganga inn.
Leikarinn skrifaði honum aftur svohljóðandi brjef:
»Kæri herra! Pað eru ekki til neinar dyr á mínu leik-
húsi, þar sem Guð getur ekki [sjeð yður ganga innl
Yðar með virðingu.« —