Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1912, Qupperneq 3

Norðurljósið - 01.08.1912, Qupperneq 3
Norðurljósið 59 -• • • • ♦ ••••••••• • • • • • • • • • • • • • • • • • • •••••••••• var ekið yfir hana, og þá var hún borin hingað á spít- alann. Hún hafði biblíu yðar í hendi sjer! En hún dó rjett eptir að hún kom hingað.« Frúin fór inn til að skoða lík konunnar, og þekti strax að það var sama konan sem hún hafði reynt að leiða til Drottins. »Sagði hún nokkuð áður en hún dó?« spurði hún hjúkrunarkonuna. »Nei, ekkert sjerstakt, en hún var altaf að tauta með sjálfri sjer: „Guði sie lof, að það var útkljáð í gœr- kvöldi!“ svaraði hjúkrunarkonan. Konan hafði leitað, þangað til hún fann. Hún kom þegar Andi Ouðs kallaði á hana, og þess vegna var hún viðbúin, er dauðastundin nálgaðist. Hún kom ekki of seint. * * * Hyggnir útgerðarmenn sjá um að vátryggja skip sín, áður en þau fara úr höfninni. Þeir bíða ekki þangað til þeir fá frjettir um mikið óveður. En sumir menn hugsa alls ekki um sálir sínar, og álíta það nóg, að gera það þegar storma dauðaus ber að. Það var borið upp á eigendur »Titanics«, að þeir hefðu fengið óljóst skeyti um, að skipið væri í hættu, áður en aðrir vissu nokkuð um slysið, og að þeir hefðu þá undireins reynt að fá vátrygginguna hækkaða. Þetta reyndist ósannur rógur, enda hefði það verið óhróðursverk, hefði það verið satt. En þetta er ekkert verra en það, sem þús- undir manna ætla sjer að gera í andlegum efnum. Þeir hugsa sem svo, að þeir þurfi ekki að skifta sjer af sálarástandi sínu fyr en stormar koma. Þá ætla þeir að hugsa um að tryggja sálarvelferð sína. Lesari! Það er hjegómi, að treysta á morgundaginn! Hvort vilt þú gera, — koma til Krists nú, eða —? Brytinn á kolaskipinu. »Nú, nú, hvað er þetta? Nú verður þú að fara! Jeg vil ekki að þú sjert hjer lengur. Jeg ljet þig vera hjer vegna systur þinnar, en nú vil jeg ekki hafa þig leng- ur. Farðu!« Daníel horfði eitt augnablik hálfhræddur á mág sinn, sem var afar-reiður; síðan hljóp hann á braut. Þegar hann hafði hlaupið dálítinn spöl, stansaði hann, því að hann var orðinn móður. Þá fór hann að hugsa um ástæður sínar. Það var að verða dimt, og hann átti ekkert hæli um nóttina. Með eigin synd sinni hafði hann komið sjer út úr húsum á því eina heimili, sem hann þekti, því að hann var orðinn uppvís að þjófnaði, og það hjá mági sínum, sem hafði opt hjálpað honum. Hvernig gat hann fengið aðra vist? Allir vinnuveitendur vildu fá að sjá siðferðisvottorð frá fyrri meistara hans. Og nú gat hann ekki fengið vottorð um annað en það, að hann væri þjófur. Hann hafði fallið áður, og mágur hans hafði fyrir- gefið honum. En hann iðraðist ekki einlæglega og og fjell því aptur fljótlega. Skyldi það hjálpa honum nokkuð, ef hann segði, að hann hefði altaf gengið í sunnudagaskóla, þegar hann var unglingur? Þó hann væri ekki nema sextán ára, vissi hann svo mikið, að það myndi aðeins auka sekt hans og gera synd hans ennþá svartari. Loksins kom honum gott ráð í hug. Hann flýtti sjer sem mest hann mátti og stefndi að höfninni; þar lágu mörg skip. Þegar hann kom þangað, fjekk hann stöðu sem bryti á kolaskipi einu, og fór sömu nótt frá Lon- don. Brytastarfið þekti hann fremur lítið, en þrátt fyrir það var hann glaður yfir því, að fá vissa stöðu. Skip- stjórinn spurði ekkert um fyrra starf hans, svo að hann þurfti ekki að skýra frá því, hvers vegna hann hafði farið svo snögglega úr þjónustu mágs síns. f þrjú ár flæktist hann hingað og þangað á ýmsum skipum, og sá marga staði, en hann gat samt aldrei gleymt synd sinni, er hann hafði drýgt gegn mági sínum. Einhverju sinni var hann í ókunnri höfn í Norður- Englandi, þar sem skipið varð að bíða nokkra daga eptir að taka kol, og hann fór opt inn á sjómanna- heimilið, sem þar var, til þess að eyða frístundum sínum. Andlit hans hafði fengið mjög sorglegan svip eptir þessi þrjú ár, og kristin kona ein, sem starfaði við sjómannahælið, tók eptir því og kendi í brjósti um hann. »Daníel,« sagði hún, »hefir þú hinn himneska hafn- sögumann á skipi þínu?« Daníel horfði fastáhana og svaraði fljótt, en samt með hrærðu hjarta: »Nei.« Hún var kölluð í burt fáeinar mínútur, og þegar hún kom aftur, sá hún að Daníel sat einn, og langt frá öllum hinum sjómönnunum, djúpt sokkinn i hugs- anir sínar. »Daníel, viltu ekki tala við mig dálitla stund?« spurði hún. »Jú, það þykir mjer vænt um,« svaraði Daníel. Hann var óvanur við að tala mikið við aðra, og því síður um sálarástand sitt, en hann fór samt að segja henni frá því, hversu samviska hans var óróleg og hversu sárt hann fann til þess að hann var alt of vond- ur til að geta frelsast. »Lestu ekki í biblíunni?« spurði konan. »Jú, jeg les töluvert mikið,« svaraði Daníel, »en mjer virðist hún vera tómar fyrirdæmingar.«

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.