Norðurljósið - 01.08.1912, Síða 5
Norðurljósib
6i
»Þú trúir því ef til vill ekki, að hann geti frelsað
þig?«
»Jú, jú, hann getur sjálfsagt gert það,« sagði Daní-
el.
»Trúir þú því þá, að hann vilji það ekki?« spurði
konan, og leit á hann rannsakandi augum.
Daníel varð hugsi litla stund. Þá var eins og leiftraði
Ijósgeisli um andlit hans og hann sagði: »Æ, jeg sje
það nú! nú skil jeg! Jeg ætla að fara út á skip og ná
íjbiblíuna mína; jeg held að þetta fari að verða Ijóst
fyrir mjer. Oóða nótt! og hafið þjer kæra þökk fyrir
leiðbeiningu yðan«
Daníel hafði nefnilega aldrei skilið til hlítar, að veg-
urinn var opinn, og að hann mætti koma til Krists
undir eins, þar sem Drottinn bæði gat frelsað hann
og var fús til þess. Hann sá, að hann þurfti ekki ann-
ars en að koma, eins og hann var.
Næsta morgunn fór konan til bryggjunnar til að vita
um Daníel, en skipið, sem hann var á, hafði farið með
birtu. Skipsverji frá öðru skipi, sem þekti hana, kom
til hennar og sagði: »Brytinn bað mig um að skila til
yðar, að hann hefði nú áreiðanlega »hafnsögumanninn«
innanborðs.«
Og þegar Daníel kom aftur í sömu höfn, eftir nokkr-
ar vikur, þurfti ekki annað en að líta á hið glaðlega
og ánægjulega andlit hans, til að vita, að það var sann-
leikur. Himneski hafnsögumaðurinn var við stýrið.
Það er svo vandratað í sumar hafnir, að lögin mæla
svo fyrir, að enginn megi reyna að komast inn, án
þess að hafa hafnsögumann á skipinu.
Höfn himnaríkis er líka »þröng og mjó,« og enginn
getur ratað þangað, nema himneski hafnsögumaðurinn
hafi skipið undir sinni hendi. Hefir þú tekið hann á
skip þitt?
M. H.
/Uhugasemdir ritstjórans.
Jeg bið heiðraða lesendur velvirðingar á því, að tvö
síðustu tölublöðin hafa komið út á eftir tímanum. Hef-
ir það orsakast að mestu af veikindum, og jeg vona,
að það þurfi ekki að korna fyrir aftur.
* »
*
Það er mjer mikil gleði að tilkynna lesendum, að
útbreiðsla blaðsins hefir aukist svo mikið, að þessi 1.
árgangur er hjer um -bil uppseldur. Það verða ekki
fleiri eintök prentuð af síðari tölublöðunum en af
þeim fyrri, því að allir vilja fá árganginn heilati. Þó
eru 80 til 100 árgangar enn eftir (af 2500), og þeir
sem ætla að kaupa þá, verða því að gera það sem
fyrst. Jeg er mjög þakklátur öllum þeim góðu vinum,
sem hafa útvegað nýja kaupendur, og einnig þeim
mörgu, sem hafa skrifað svo hlýlega um blaðið.
* *
*
Allir ættjarðarvinir, sem vita hve skaðleg áhrif pen-
ingaspil og því um líkt hefir á menn, munu verða
hryggir að lesa í blöðunum að það er farið að inn-
leiða »lotterí« hjer á landi. Þótt landið þurfi á pening-
unr að lialda, þá er það mesta glapræði og skamm-
sýni að taka slíkan óyndis-gest á fæði hjá okkur. Vel
má vera, að nokkurt fje græðist landssjóði á fyrirtæk-
inu, en það verður dýrt, ef það kostar það, að þjóðin
verði fyrir þeim spillandi áhrifum, sem af öllu pen-
ingaspili og »lotteríi« leiðir.
Frá siðferðislegu sjónarmiði er »Iotteríið« yfirleitt
spillandi, því að kjarninn í því er sá, að mönnum gefst
kostur á að afla sjer fjár náungans fyrir oflítið endur-
gjald. Fyrirkomulagið er grundvallað á ágirnd, og vinn-
ur beinlínis að því að vekja og auka ágirnd hjá ein-
staklingnum.
í öðru lagi stefnir það beint að því, að gera menn
að méiru eða minna leyti óánægða við vinnu sína,
því að það virðist í fljótu bragði miklu skemtilegra
að »freista gæfunnar« og vinna mikið fje án þess að
lyfta litla fingrinum, heldur en að »bera hita og þunga
dagsins,« fyrir daglegt brauð sitt. Fátækir munu borga
sinn síðasta pening til þess að kaupa seðil, og það er
auðsætt, að það eru ekki nema örfáir sem fá vinninga.
Og hvað skal segja um þá, sem fá vinningana? Verða
þeir eins ánægðir að halda áfram að starfa sem góðir
verkamenn í sinni stöðu, eða verður ekki fýsnin miklu
sterkari hjá þeim en áður?
Þau lönd, sem mest vilja reyna að vernda fólk sitt
frá spillineru, hafa blátt áfram bannað »lotterí« og op-
inber peningaspil með lögum, og þeir, sem slíkt fremja,
eru álitnir í sama hóp og fjárglæframenn og sæta sömu
hegningu og þeir. Og þó er farið að lögleiða slíka
óhæfu í þessu litla landi, sem á í svo mikilli siðferð-
isbaráttu nú þegar! Þjóðinni hefir verið mikið ilt boð-
ið á fyrri tímum, en nú er nóg komið.
Orsökin til þess, að nokkur önnur lönd hafa bann-
að »lotterí« og því um líkt, er sú, að þau hafa haft
reynslu fyrir því, hve margir hafa spiltst af áhrifum
þess. Fýsnin, er svo tælandi, að þeir, sem ekki hafa
sjeð eða þekt afleiðingar hennar, gætu varla trúað því,
hve mikinn skaða hún gerir. Það hefir komið fyrir,
hvað eftir annað, að ungir menn hafa lánað peninga