Norðurljósið - 01.08.1912, Side 6
62
Norsurljósi®
• • • ••••••• •••••••••• • • • • • ♦ • • • ••••■♦
til þess að kaupa »Iotterí«-seðla, hafa enga vinninga
fengið, og Ient f miklum kröggum. Svo hafa þeir ann-
aðhvort tekið annara peninga, sem hafa verið undir
hendi þeirra, og notað þá í bili til að kaupa aðra
»lotterí«-seðla (með þeim ásetningi að borga þá aftur,
þegar >gæfan« brosir við þeim) og jafnvel hefir freist-
ingin orðið svo mikil, að þeir hafa stolið þeim. Meira
að segja eru það alt of margir, sem hafa fyrirfarið sjer
í örvæntingu vegna þess, að fýsn þessi hefir Ieitt þá
í kringumstæður, sem þeir eru ekki menn til að þola.
Svo voldug er fýsnin, er hún nær tökum á þeim, sem
gefa sig við henni.
»Lotteríið« er glapræði, og hefir ekkert til að mæla
með sjer. Jafnvel þótt það hefði verið hægt að útrýma
áfengisnautn, þá er vafasamt, hvort það bætir niikið,
ef önnur skaðleg fýsn verður að koma í staðinn. »Norð-
urljósið« ræður öllum lesendum sínum alvarlega til að
snerta ekki einu sinni »lotterí«-seðil, og að reyna að
vinna að því, að þessari árás á siðferði þjóðarinnar verði
sem minst ágengt.
Spurningabálkur.
IV.
Spurning: »Mig Iangar mjög að fá að vita, hvernig
á að samrýma ritningargreinar, sem í fljótu bragði
virðast í mótsögn hver við aðra, t. d. þegar Kristur
segir: »Þjer eigið öldungis ekki að sverja,« en Páll
postuli segir: Mennirnir sverja eið við þann, sem þeim
er æðri, og eiðurinn gerir enda á allri þeirra þrætu til
staðfestingar.« Það virðist svo, sem Páll álíti það ekki
rangt að vinna eið«.
Svar. Mótsagnir hverfa smám saman, eftir því sem menn
komast betur inn í anda ritningarinnar, og skilja bet-
ur frummál hennar og innihald hennar yfirleitt. Þetta
er ekki aðeins reynsla mín, heldur og reynsla þúsunda
betri manna og lærðari. Orð Krists, sem spyrjandinn
vitnar til, finnast í Matteusarguðspjalli, 5. kap., 34. versi,
og orð postulans í Hebr. 6. 16. Kristur talar um ræðu
manna, að hún eigi að vera >Já, já; nei, nei,« og að
það sem sje fram yfir þetta, sje af hinu vonda, (sbr.
37. vers). Hann bannar með þessu þann almenna sið,
sem hefír því miður náð svo djúpum rótum hjer á
landi, að sverja ljettúðlega í nærri því hverri einustu
setningu, t. d. »Svei mjer!« o. s. frv.
Þetta er alt, samkvæmt orðum Krists, »af hinu vonda.«
En þegar um alvarleg mál er að ræða og menn
þurfa nauðsynlega að staðfesta orð sín, t. d. fyrir rjetti,
þá höfum vjer dæmi Krists sjálfs, sem sýnir oss að
vjer megum gegna, þegar menn særa oss, því hann
svaraði játandi, þegar æðsti presturinn sagði: »Jeg særf
þig við Guð hinn lifanda, að þú segir oss, hvort þú ert
Kristur, sonur Guðs!«
Þannig dæmir Kristur aðeins ljettúðuga eiða í þess-
ari ritningargrein, en Páll talar aðeins um að vinna
eið til þess að gera enda á þrætumáli, og er það eng-
in mótsögn.
Bœkur og rit.
Nokkur orð um siðferðisástandið á íslandi. Eftir
Iugibjörgu Ólafsson. (44 bls., 25. au.)
Mann hryllir við |að lesa þetta rit, en þó eru stað-
hæfingar þess svo rökstuddar, að ómögulegt er að
neita því, að höfundurinn fari með rjett mál. Œnginti,
sem elskar þjóð sina og er ant um velferð hennar, d
að vanrœkja það, að lesa og athuga vei bækling
þenna Hann hefir vakið töluverða eftirtekt og jafnvel
mótspyrnu fyrir sunnan, en menn mega æfinlega bú-
ast við því, að nokkrum verði sárt, þegar um slík efni
er að ræða. Eftir því sem ritið bendir á, er þjóðin í
voðalegri hættu, og mun aldrei geta tekið verulegum
framförum, fyr en þjóðarsyndinni, sem hún lýsir, er
hnekt. Mjer hefir altaf verið það ráðgáta, hversvegna
margir menn leggja svo mikla áherslu á vínbindindi
og vinna af alefli að útrýmingu áfengis, en fóstra þó f
sínum eigin barmi þá synd, sem hefir tíu sinnum hrylli-
legri afleiðingar en drykkjuskaparástríðan. Það er eins
og Kristur segir: »En þetta bar að gera og hitt eigi
ógert að láta. Þjer blindir leiðtogar, sem síið mýflug-
una en svelgið úlfaldann!« (Matt 23. 24.) Jeg vil fyrir
alla muni að menn verði frelsaðir úr snöru drykkju-
skaparins, en jeg álít það hræsni hjá þeim, sem látast vera
bindindishetjur, en hirða samt ekki um það, sem enn
þá meira er um vert en vínbindindi og sem er lífsskil-
yrði þjóðarinnar til velgengni, nefnilega að berjast
gegn saurlifnaði, sem spillir svo mörgum mönnum að-
sálu og líkama og mun vissulega hafa gereyðandi á-
hrif á hina komandi kynslóð.
Frelsun úr þrældómi. (Fyrirlestur fluttur fyrirungum:
trúuðum mönnum). Þýddur úr ensku. (16 bls., 10 au.ý
Þessi fyrirlestur er eftir velþektan ræðumann f Skot-
landi og er einkum ætlaður þeim, sem nýlega eru
vaktir til lifandi trúar á Jesúm Krist. Er hann fróðleg
útskýring á fyrstu tólf kapítulum í 2. bók Móse og við-
ureign þeirra Móse og Faraós. Ritið er snoturt að ytra
frágangi. __
Þessi rit fást hjá ritstjóranum gegn borgun í ónot-
uðum frímerkjum.