Norðurljósið - 01.08.1912, Page 7
Norðurljósið
63
Molar frá borði meistarans.
þessari blaðsíðu verða jafnan fluttar uppbyggilegar
greinar fyrir trúaða.)
»Johnsen, viltu ekki lána mjer fimm shillings?*
»Því miður, Wilkins, jeg get það ómögulega, nú sem
rstendur.«
En Wilkins þekti ráð til þess að kúga fjelaga sinn,
og hann sagði rólega: »Jæj , ef þú gerir það ekki, þá
skal jeg kæra þig.«
Og honum tókst það, eins og svo oft áður, að neyða
Johnsen til að lána sjer peningana. Hann vissi hvaða
vald hann hafði yfir honum, og bað hann því oft um
lán, sem honum datt aldrei í hug að endurgjalda. Með
þessum hætti var æfi Karls Johnsens hjer um bil óþol-
andi á skrifstofunni, þar sem þeir störfuðu báðir.
Fyrir 20 árum hafði Johnsen verið hermaður í enska
hernum, en af vissum orsökum hafði hann strokið í
burt, og hafði tekist að komast undan yfirvöldunum,
þangað til hætt var að leita að honum. Það liggur
nefnilega ströng hegning við að strjúka úr hernum fyr
en hinn tiltekni tími er liðinn. Hann fjekk loksins stöðu
sem skrifari á sömu skrifstofu og Wilkins, og á ein-
hvern hátt hafði þessi maður komist að leyndarmáli
bans. Hann notaði það samviskulaust til þess að kúga
út úr Johnsen peninga hans, og Ijet sífelt hanga yfir
höfði hans hótun um, að hann skyldi Ijósta upp broti
hans. Þrátt fyrir það, að tuttugu ár voru liðin, varð
hann að gjalda þess enn.
Einn dag var Johnsen að lesa í dagblaði nokkru,
þar sem ritað var um fimmtíu ára minningarhátíð
Viktoríu drotningar, sem þá fór í hönd. Alt í einu rak
hann upp fagnaðaróp og las með ákefð og æsingu eina
grein, sem hann kom auga á. Hann roðnaði í framan
og hjartað barðist í brjósti hans. Gœti það verið satt?
Hann las greinina tvisvar eða þrisvar, til að fullvissa
sig um, að sjer hefði ekki skjátlast. Já, það var satt!
Þarna stóð það, svart á hvítu, að drotningin hafði til-
kynt, að hún ætlaði, í tilefni af hátíðinni, að náða alia
strokumenn úr hernum, ef þeir vildu koma og þiggja
náðun innan vise tímatakmarks.
Karl Johnsen bað um nokkurra tíma frí og fór und-
ireins til aðalstöðvar heryfirvaldanna og gaf sig fram
sem strokumann. Honum var fenginn miði til að fylla
út, og þá fjekk hann skjal, sem lýsti yfir því, að Karl
Johnsen hefði fengið konunglega náðun fyrir brot
sitt.
Það má nærri geta, hversu sæll hann var, er hann
kom aftur inn í skrifstofuna. Nú var hann náðaður, —
já, og frjáls líka, því að nú þurfti hann eigi lengur að
•••••••••••000000000000000
óttast hótanir Wilkins. Nú hafði hann svar á reiðum
höndum! Hann var frjáls maður!
Það leið ekki á löngu áður en Wilkins ætlaði að
kúga Johnsen enn um peninga. »Johnson, lánaðu mjer
tíu shillings!« sagði hann einn dag.
»Jeg get það ekki, Wilkins, jeg má ekki missa þá.«
»Þá skal jeg fara og kæra þig, vinur minn!« svaraði
Wilkins.
»Þú mátt gera það, fyrir mjer,« sagði Johnsen sigri
hrósandi. »Það gerir mjer ekkert til núna,« — og hann
tók upp úr vasa sínum hið dýrmæta skjal, — »jeg hefi
sem sje náðun drotningarinnar.«
Það var eins og stungið væri upp í Wilkins. Upp
frá þeim degi Ijet hann Johnsen í friði.
Þessi saga er góð líking þess, sem Drottinn Jesús
hefir gert fyrir alla þá, sem trúa á hann. Vjer erum
»náðaðir« og þess vegna »frjálsir«. Vjer vorum verri
en strokumenn, vjer vorum uppreistarmenn á móti hinu
heilaga lögmáli hans, en samt hefir hann gefið sitt
eigið líf til þess að afla oss fyrirgefningar og endur-
leysa oss frá valdi óvinarins. Satan kallast í Opinberun-
arbókinni »áklagari vorra bræðra, sem áklagar þá fyr-
ir Guði vorum dag og nótt«; en það er sagt: »Þeir hafa
sigrað hann fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburð-
ar síns.«
>Þú ert syndari, Marteinn LútherU sagði óvinurinn
oft við siðabótarmanninn mikla. »Jeg þakka þjer, ó
Satan, fyrir að segja mjer að jeg sje syndari,« svaraði
hann öruggur, »því að Jesús Kristur dó fyrir syndara
og þá var það fyrir mig.«
Nú »vinnum vjer frægan sigur fyrir aðstoð hans, sem
elskaði oss,« (Rom. 8.) »Syndin skal ekki drotna yfir
yður«, (Rom. 6.) því að »ef Sonurinn gefur yður frelsi,
þá munuð þjer verða sannarlega frjálsir.« (Jóh. 8.).
Ovinurinn hefir ekkert vald yfir oss, ef vjer höfum
þegið náðar Drottins, því að hinn trúaði er }rjáls\ vjer
höfum hans eigið orð fyrir því. »Haldið stöðuglega við
það frelsi, sem Kristur hefir yður afrekað, og látið ekki
aftur leggja á yður ánauðarok,« (Galat. 5. 1.).
6 og 7. okfóber 1912. — Mjer hefir borist tilkynn-
ing frá nokkrum leiðtogum kristilegrar starfsemi er-
lendis, um að gerðar verði tilraunir að fá sem flesta
trúaða menn af öllum flokkum til að sameinast í bæn
þessa tvo ofangreindu daga í því skyni, að biðja um,
að endurkoma Krists megi fara bráðlega i hönd.
»Norðurljósið« mælist til, að allir, sem nokkru ráða,
hvetji trúaða nienn til þess að halda þessa bænardaga.
Verður gott tækifæri þann 6 , sem er sunnudagur, að
útskýra orð ritningarinnar um endurkomu Krists, en
það er gert ráð fyrir, að menn komi saman síðari dag-
inn til þess aðallega að biðjast fyrir.
Já, jeg kem skjótt. Amen. Kom þú, Drottinn Jesú!«
(Opinb. 22. 20.)