Norðurljósið


Norðurljósið - 01.05.1913, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.05.1913, Blaðsíða 3
Norburljósið 35 arinnar að verða þessum óhreinu tuskum samferða á Ieið þeirra frá einu keri til annars, frá einni vjel til annarar, þangað til komið væri að síðustu vjelinni og tuskurnar væru orðnar að hinum fallegasta skrifpappír. Skömmu síðar var drottningunni sendur dálítill pakki með skrifpappír, sem stimplaður var hinum konung- lega stimpli, og fylgdi honum spjald, sem á voru prentuð eftirfylgjandi orð: sTiIbúinn úr hinum sömu tuskum, sem yðar Há- tign tók eftir og talaði um, þegar þjer heimsóttuð hina konunglegu pappírsverksmiðju.t Vottorð fylgdi, um að þetta væri satt, frá hirðmann- inum, sem hafði orðið tuskunum samferða á leið þeirra í gegnum vjelarnar. Drotningin skoðaði pappírinn vandlega, hjelt honum uppi við birtuna, til að sjá hvort ekki sæjust óhrein- indi eða merki þess, að efnið hefði áður verið marg- litað og óhreint. Hún fann ekkert að papptrnum, enda var hann að öllu leyti í besta lagi. Þá ritaði hún á spjaldið, sem fylgdi, þessi orð: „Fyrst merin, eins ófullkomnir og takmarkaðir og þeir eru, geta gert iafnstórkostlega breytingu og þetta er, getum vjer þá efast um kraft hans, sem innbljes orðin i Esa. 1. 18.,* til að fullkomna það, sem hann lofar hjer ?" Skömmu áður en Viktoría drotning dó, heimsótti hún gamla, fátæka konu, sem var orðin 104 ára. Kon- an varð allshugar fegin heimsókninni og liinni blíðu framkomu hins konunglega gests síns. Þegar Viktoría var að fara, leit gamla konan til hennar, horfði fast á hana og sagði: »Með leyfi, má jeg spyrja yðar Hátign einni spurningu?« »Þjer megið spyrja mig um hvað sem yður sýnist,* svaraði drotningin. Hægt og alvarlega spurði konan: »Hittumst við aftur heima í himnaríki?« Drotningin þagði eitt augnablik. Þá beygði hún höf- uðið og svaraði með mikilli tilfinningu: »Já, við hitt- umst aftur þar, fyrir Ouðs náð og fyrir blóð Drottins vors Jesú Krists.« Drotningar og vinnukonur, konungar og sveitar- ómagar, ríkir og fátækir, vísindamenn og hinir óment- uðu, — allir geta þeir komið til Ouðs, ef þeir trúa af hjarta á friðþægingardauða Drottins Jesú Krists, — en á annan hátt er eigi hægt að koma. * Þetta vers er: »Þó að syndir yðar sjeu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær sjeu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull.« Tóm sál er þung byrði, en sál sem er full af kær- leika Krists er svo ljett, að hún stígur upp til Ouðs, eins og á vængjum. Dómarinn og umrenningurinn. I ensku stórblaði er sagt frá því, að vegum tveggja skólapilta, sem voru í sama skóla fyrir 40 árum, hafi lent saman á mjög einkennilegan hátt. Þeir hjetu Jón og Vilhjálmur. Þeir byrjuðu Hfið jafnt; Jón var sonur kornkaupmanns, og faðir Vilhjálms var efnaður bóndi á stórbæ í sveit. Hjer er ágrip af sögu þeirra beggja: Jón: 1. Skólapiltur í latínu- skóla. 2. Var á skrifstofu föður síns. 3. Gerðist meðlimur í kristnum söfnuði. 4. Erfði hlut í verzluninni eftir föður sinn. 5. Tók við allri verzlun- itini við dauða bróður síns. 6. Byrjaði kristilega starf- semi í frístundum sín- um. 7. Söngstjóri safnaðarins. 8. Djákni safnaðarins. 9. Forstöðumaður sunnu- dagaskólans. 10. Formaður stjórnmála- flokks síns í hjeraði sínu. 11. Dómari. Vilhjálmur: 1. Skólapiltur í latínu- skóla. 2. Fór í mentaskóla. 3. Fór á háskóla. 4. Nam búskap. 5. Reisti stórbú. 6. Byrjaði að drekka vín. 7. Fór að vanrækja bú sitt. 8. Varð að selja jörð sína og bú. 9. Verður lausamaður. 10. Kemst á flæking. 11. Er leiddur í dómsalinn til að dæmast af gamla skólabróður sínum. Dómaranum brá mjög við, þegar hann fjekk að vita að ræfillinn, sem stóð fyrir franian ltann, var í raun og veru gamall skólabróðir hans. Hann hlaut að dæma hann samkvæmt lögunum, en hjálpaði honum, þegar fangelsisvistin var úti, ög reyndi að leiða hann á betri veg. Það er öllum mikill lærdómur í þessu stutta ágripi, einkum ungum mönnum. Á ungdómsárunum kjósa menn stefnu sína, en það verður erfiðara að breyta út af henni, þegar fram líða stundir. Ungir menn, hugleiðið þetta!

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.