Norðurljósið


Norðurljósið - 01.06.1913, Síða 5

Norðurljósið - 01.06.1913, Síða 5
Norðurljösib 45 ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Nasirnar. Ofantil í nasholinu er lykiartaugin, en tieðri hlutinn er ekki næmur nenia fyrir sterkri lykt, heldur er hann til þess að hita loftið, sem menn anda að sjer og til þess að sía rykið, sem er í loptinu. Það er því skað- legt að meira eða rninna leyti að anda gegn um munn- inn, því þá fer loftið óhitað, óhreint og rykugt ofan í lungun. Foreldrar og barnfóstrur eiga að taka eftir því, hvort börn anda gegn um nefið eða ekki. Ef barnið getur ekki andað gegn um nefið, á að láta lækni skoða það. Ef barnið getur það, en er komið á þann óvana að sofa með opinn munninn, er nauðsynlegt að búa til dálítið, mjúkt band til að setja á höfuðið á barninu þannig að það haldi munninum lokuðum, á meðan það sefur. Bandið má ekki vera fastara en rjett svo, að það komi að tilætluðum notum. Það er mjög vont fyrír börn að venjast á það að anda gegn um munninn, og það á altaf að sjá um, að nasirnar sjeu ekki stíflaðar, þegar börn eru látin hátta. Blóðnasir. Oftast nær gera blóðnasir lítinn skaða og stundum jafnvel gagn, ef lítið blæðir og þær koma ekki oft fyrir. En þegar blóðið er mikið og það blæðir langan tíma, má ekki láta þær eiga sig. Þær eru mjög alvarlegar, ef þær koma fyrir eftir að sjúklingurinn hefir fengið högg á höfuðið, því það getur þá bent á að höfuðskelin að neðanverðu sje löskuð. í siíkum kringumstæðum á strax að leita læknis og láta sjúklinginn halda kyrru fyrir. Blóðnasir koma oft fyrir á blóðríku fólki, sjerstak- lega á vorin, en þegar þær koma fyrir á gömlu fólki, er hugsanlegt að það hafi nýrnaveiki. Þær koma oft þegar menn eru veikir af taugaveiki og kíghósta. Eftirfylgjandi ráð má reyna, til þess að stöðva blóðið þegar það er mikið: 1. Láta eitthvað kalt, svo sem lykil, stein eða ís á hnakkann. 2. Lypta handleggjunum hátt upp yfir höfuðið og halda þeim uppi nokkra stund. 3. Halda ísmolum við nefið báðum megin og við ennið. Stinga ís upp í nasirnar. 4. Ef engin þessara ráðlegginga dugir, og blóðið virðist eigi ætla að stöðvast, á að senda eftir lækni, og, á meðan beðið er eftir honum, að láta handklæði, undin upp úr ísköldu vatni, við hrygginn á sjúklingnum, og skifta altaf um handklæðin, til þess að það, sem er við hrygginn, sje altaf kalt. 5. Ef þetta kemur ekki að gagni, á að hafa þessi köldu handklæði á milli læranna og neðan til á lífinu, og skifta altaf um þau, eins og áður er getið. Blóðríkir menn, sem eiga vanda fyrir blóðnösum, eiga að lifa hófsamlegu lífi, drekka ekki áfengi, baða sig oft úr köldu vatni og hreyfa sig daglega undir beru lofti. Ofreynsla, einkum ef menn beygja sig mikið, er auðvitað óholl. Heilsulitlir menn, sem eru holdlitlir og blóðlitlir, en eiga vanda fyrir blóðnösum, munu finna bót á sjer, ef þeir gætu útvegað sjer næringarmeiri fæðu. Það kemur fyrir að börn fá blóðnasir við að bora upp í nefið, vegna þess, að þau klæjar í því. Þá er nauðsynlegt að gá að saurnum og vita hvort ekki er nálgur í honum. Þegar búið er að eyða nálginum, batnar börnunum kláðinn í nefinu. Þegar blæðir úr nösunum, getur blóðið stundum farið ofan í barkakýlið eða magann, og er þá hætt við því, að menn hugsi, að það blæði úr lungunum eða maganum, ef ekki er vel aðgætt. (Frh.) JUhugasemd. Þeir, sem leita til mín um lækningar, eru sjerstak- lega beðnir að gæta þess, að mjer er ekki hægt, vegna annara starfa, að sinna neinum lækningum nema á miðvikudögum og laugardögum einum, frá kl. ii árdegis til kl. s síðdegis. Menn eru vinsamlega beðnir að koma ekki til mín á öðrum dögum en þessum; það bakar mjer þá hrygð að vera neyddur til að senda þá á burt og kostar þá ómaksferð, Jeg vildi með gleði sinna mönnum á öllum tímum, ef jeg gæti, dag eða nótt; en hin önnur störf mín banna mjer það algerlega. Einasta undantekning er, ef að báðir hinir settu læknar hjer skyldu vera fjar- verandi og sjúklingurinn biði skaða af að bíða. Arthur Gook.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.