Norðurljósið - 01.01.1917, Blaðsíða 5
Norðurljósið
5
þeirra. Þegar þau eru að fara á stað aftur, gefur söngv-
arinn þeim alvarlega viðvörun um, að halda ekki áfram
þetta kvöld. Horace skeytir því ekki, þó að móðir
hans yrði hrædd, og vagninn þýtur á stað. Ferðin
gengur hægt, og dimt er orðið löngu áður en komið
er úr óbygðinni. Alt í einu heyrist skammbyssuskot,
og þau eru umkringd af grimmúðugum ræningjum.
Horace er handtekinn, en móðir hans og ökumaðurinn
eru látin halda áfram. Er henni sagt, að sonur ræn-
ingjaforingjans sje kominn í hendur yfirvaldanna, og
að hún verði að sjá um, að honum veiði slept innan
sjö daga; að öðrum kosti verði sonur hennar drepinn.
Horace er fjötraður og fluttur í ræningjabælið, sem
er á mjög afskektum stað, sem ómögulegt er að kom-
ast að, nema yfir klettastall einn, sem ræningjarnir
gæta mjög vel, og er einn þeirra oftast á verði þar.
Bráðum kemur Raphael, söngvarinn, inn til þeirra, en
Horace verður þess bráðum vís, að hann er þó ekki
éinn af ræningjunum. Fýsir Horace mjög að vita, hvern-
ig hann komst í þenna vonda og ruddalega fjelags-
skap, því að framkoma Raphaels fer að hafa mjög góð
áhrif á hann. Raphael segir honum frá því, þegar þeir
eru einir, hvernig bróðir hans, Enrico, sem er einn af
* ræningjunum, lenti á meðal spiltra martna, og varð
einu sinni nokkuð bendlaður við áflog, þar sem heldri
maður nokkur var drepinn. Enrico var grunaður um
að hafa veitt banahöggið, og varð að flýja. Hann tók
Raphael, bróður sinn, með sjer, sem þá var kornung-
ur, og varð loksins að leita hælis hjá þessum ræningj-
um. Raphael tók aldrei þátt í illverkum þeirra, en
hafði ofan af fyrir sjer með því að stunda lækningar
á meðal sveitafólksins. Afi hans var læknir, og hafði
kent honum töluvert. Einn dag voru hermenn að elta
ræningjaforingjann, sem heitir Matteo, og náðu í Rap-
hael, sem var að koma frá störfum sínum. Hann var
dæmdur í sex mánaða galeiðuþrælkun, aðallega vegna
þess, að hann vildi ekki vísa lögreglunni á bæli ræn-
ingjanna. Þar komst hann í kynni við mann, sem hjet
Marino, sem hafði verið dæmdur til þriggja ára gal-
eiðuþrælkunar fyrir það, að hann boðaði evangeliska
trú á Ítalíu, sem er kaþólskt land. Af þessum manni
lærði Raphael um frelsarann, og bráðum varð hann
eins og annar maður, fullur nýrrar vonar og hugrekk-
is, þrátt fyrir hina ströngu vinnu við galeiðurnar. Þeg-
ar hegningartími hans var úti, ásetti hann sjer að fara
aftur til ræningjabælisins, og reyna að snúa bróður
sínum, Enrico, frá þessum vonda lifnaði. Honum var
tekið með háði og fyrirlitningu af hálfu ræningjanna.
Horace spyr hann, þegar hingað er komið, hvort
honum hafi ekki þótt það þungbært að Verða fyrir öllu
þessu spotti.
(Hjer tekur sagan sjálf við.)
»Svo þungbært, að mjer var það næstum óbærilegt.
Þó hafði jeg þá ekkert annað mótlæti að bera en hæðni
þessa. Ræningjunum var skemt, en þeir voru ekkert
reiðir. Þeir tóku boði mínu með miklu glensi, og kusu
mig með ópi niiklu og óhljóðum til að vera skrifta-
faðir flokksins, og jeg fjekk fulla heimild til að biðja
og fasta svo lengi sem mjer sýndist.«
»Lögleysingjarnir hafa eflaust haldið,« sagði Horace,
»að ákvörðun þín væri ekki annað en eitthvert undar-
legt tilfinningauppþot, sem ekkert yrði úr.« #
»Jeg efast ekki um, að þeir hafi haldið það,« svaraði
Raphael, »og að þeir hafi lofað sjálfum sjer góðri skemt-
un af þessari nýlundu. En þegar ræningjarnir urðu
þess varir, að mjer var alvara, þó þeim væri gaman í
hug, kom mótstaðan fram í annari mynd.«
»Þú hefir liðið ofsóknir, hótanir og pyndingar,* sagði
Horace, um leið og honum kom í hug meidda öxlin og
grimmúðlegu móðganirnar, sem hann sjálfur hafði ný-
lega verið vottur að.
»Jeg hafði dálítið harðan aga, eins og hver hermað-
ur má búast við,« svaraði Raphael með hægð; »en oft
hefi jeg talið kjark í mig með því að minnast orða
föður míns: »SkyIda góðs hermanns er blátt áfram við-
stöðulaus, óbrigðul hlýðni — hlýðni til dauðans.« Ef
þessi orð eru sönn, þegar um jarðneska herþjónustu er
að ræða, hversu miklu fremur eru þau það þá, að því
er snertir hina andlegu!«
»En dregur það ekki úr þjer kjarkinn, að finna að
þú starfar og þolir ilt til ónýtis?« spurði Horace.
Ungi ítalinn varð hugsandi og alvarlegur á svipinn
er hann svaraði: »Hefir ekki Drottinn heitið því, að
slíkt starf skuli ekki vera til ónýtis? Það er að vísu
satt, að jeg hefi ekki margt mjer til uppörvunar að því
er snertir árangurinn af hinu litla starfi mínu. Þó er
unglingspilturinn í þorpinu, sem jeg ætla nú að fara
að heimsækja, farinn að biðja í einlægni, og einungis
f nafni frelsarans Jesú. Stundum held jeg að Andi Ouðs
sje farinn að hrífa hjarta bróður míns, þó hann sje um-
kringdur svo miklum erfiðleikum, að ókunnur maður
getur ekki gert sjer hugmynd um það, eins og það er.
Jeg skal aldrei hætta að biðja fyrir bróður mínum, meðan
jeg lifi, og sá Ouð, sem jeg treysti, mun veita mjer
tnina hjartans löngun, og frelsa hann.« Andvarpið, sem
þessum orðum fylgdi, kom frá þungaþjáðu en trúar-
öruggu hjarta.
»Já,« sagði Horace, sem feginn vildi eyða áhrifum
þeim, sem spurning sú hafði, er hann hafði kastað fram
í hugsunarleysi, »þú munt ekki líða til einskis. jeg veit
ekki hvort þú kærir þig unt að heyra það, en jegverð
að segja þjer nokkuð. Þó jeg hafi frá blautu barns-
beini heyrt allmikiðum trúarefni, hefi jeg aldrei hugs-
að eins alvarlega um þau eins og núna þessa síðustu
fáu daga, og það ert þú, sent hefir leitt mig til að