Norðurljósið - 01.03.1919, Qupperneq 3
NORÐURLJÓSIÐ.
19
»Hvaða vitleysa, Allan. Þú móðgaðir þá ekkert
persónulega. Heldur þú að þú hafir verið eini pilt-
urinn í skólanum, sem hló að ástandi prófessorsins?*
»Nei, en það vildi nú svo til, að jeg var tekinn
fyrir sem sá versti af þeim öllum, og jeg efast ekki
um, að þeir hafi tekið það sem persónulega móðg-
un. Breytni Bentleys sýnir það nógu greinilega.*
»Jæja, látum svo vera, og jeg skal líka fallast á
að það hafi verið skylda þín að afsaka þig við hann,
en það var engin ástæða fyrir þig að þola ósvífni
hans með svo mikilli spekt. Veistu hvað piltarnir
segja, Allan?«
»Nei.«
Ef til vill hefir hann þó getið sjer óljóst til hins
rjetta, því roðinn hvarf að mestu af andliti hans, og
hann kreisti saman varirnar eins og hann vissi að
eitthvað þungbært væri í aðsigí.
»t*eir segja,« sagði Churchill, »að þú hafir tekið
allmikið tillit til þess, að Bentley er sterkur.«
Allan stóð augnablik og horfði á vin sinn, auð-
sjáanlega í mikilli geðshræringu.
En brátt færðist hin vanalega ró yfir andlit hans,
og hann spurði stillilega: »Heldur þú, að það hafi
haft áhrif á mig, Churchi!l?«
»Nei, auðvitað ekki. Jeg veit að þú hefir ein-
ungis stjórnast af hinni hlægilegu hugmynd þinni um
rjett og rangt, sem þú heldur svo fast við, og reyn-
ir að koma alstaðar að. En sjerhver maður á að
verja rjettindi sín, Allan. Rú hefðir átt að slá Bent-
ley til jarðar þar sem hann stóð, og þú hefðir líka
vel getað það, því þó þú sjert ef til vill ekki sjer-
lega sterkur, ert þú svo snar og fimur, að þú hefð-
ir getað varpað honum til jarðar á svipstundu. Rá
hefðir þú að minsta kosti sýnt, að þú varst ekki
hræddur við hann. En eins og nú standa sakir,
«ru allir piltarnir hans megin; ekki af því, að þeir
,álíti hann hafa rjett fyrir sjer, heldur af því, að þú
hefir sýnt svo lítið hugrekki. Pó býðst þjer eitt
tækifæri til að rjetta hluta þinn. Bentiey sagði Sea-
ton að hann væri staðráðinn í að fá þig til að berj-
ast við sig, og með því að svo virtist sem hann
hefði ekki enn þá sagt nógu mikið, ætlaði hann að
reyna betur. Ef hann gerir það, Allan, þá skalt þú
ráðast á hann. Oerir þú það ekki, verður þú að
saetta þig við að missa álit allra piltanna í skólanum.«
»Rá verð jeg að missa álit þeirra,« sagði Allan
svo rólega og ákveðið, að það gerði Churchill nærri
hamslausan.
»Ætlar þú þá að segja, ef Bentley áreitir þig aftur,
að þú viljir ekki berjast?«
»Jeg ætla ekki að berjast.«
»Rá hafa piltarnir rjett fyrir sjer; þú hlýtur að
vera raggeit,« sagði Churchill, og ætlaði að rjúka
hurt í reiði sinni, án þess að virða Allan viðlits, en
Allan stóð þá upp, gekk að dyrunum, sem Churchill
^tlaði inn um, og lagði hendina á hurðarlásinn.
»Edward Churchill,« sagði hann ákveðið, »þú
hefir sagt meira en jeg hefði dirfst að segja þjer,
hversu mjög sem jeg treysti vináttu þinni. Jeg vil
ehki berjast nema jeg eigi líf mitt að verja, en ekki
vii jeg leyfa neinum manni, jafnvel ekki þjer, að
^alla mig raggeit. Rað er svívirðilegt nafn, sem þú
yeist að jeg hefi aldrei verðskuldað,*
Churchill vissi vel, að smán þessi var óverðskuld-
uð. Hinn rólegi, einbsitti málrómur Allans gerði
líka sitt til að sefa reiði hans, og er honum varð
litið á hið stillilega og karlmannlega andlit and-
spænis sjer, gat hann ekki annað en tekið aftur hin
óviðurkvæmilegu orð sín.
»Jeg hefi gert þjer rangt til, og jeg sje mjög eftir
því,« sagði hann fljótlega, og rjetti fram hönd sína,
sem Allan þrýsti innilega.
»En Allan, eitthvað verður að gera. Jeg get ekki,
og vil ekki þola, að þú sjert settur. á bekk með
þessum auðvirðilega Bentley, þjer til skaða. Piltarn-
ir lýsa þvi yfir, að þú verðir að berjast við hann,
og það mun enginn endir verða á háðglósum þeirra,
ef þú neitar því. Seaton er þegar byrjaður á að
skrifa háðkvæði um það, og segir að þú sjert »eins
hógvær og Móse«.«
»Skáldlegar hugsmíðar Seatons munu ekki vinna
mjer neitt mein,« sagði Allan brosandi. »Hann hefir
áður skorað mig á hólm á því sviði, og varð að
játa sig yfirunninn í einvíginu.*
»Svo þú ert þá staðráðinn í því að verja ekki
rjeltindi þín?«
»Pegar ráðist er á rjettindi mín, Churchill, skalt þú
sjá, hvort jeg sætti mig við það þegjandi. En enn
þá sem komið er hafa þau ekkert verið skert. Að-
eins jeg sjálfur get fyrirgert rjetti mínum til að heita
göfugmenni. Pó að Bentley hafi neitað því, að jeg
hefði hann, tekur það hann ekki frá mjer, og sömu-
leiðis er það mitt að sanna, hvort jeg er heimskingi
eða ekki. En það segi jeg ykkur öllum, að ef jeg
læt neyða mig til að berjast þvert á móti samvisku
minni, vegna sífeldra hrakyrða og ósvífni, mátt þú
kalla mig heimskingja, og jeg mun ekki reiðast því.
Að því er Seaton snertir, rná segja um hann, að
gelt hans er mikið verra en bit hans. Jeg held, að
ef við allir skildum hina sönnu þýðingu orðsins
»hógvær«, mundi okkur ekki þykja neitt sjerlega
mikil óvirðing í því að vera líkt við Móse.«
»Hvað kallar þú hina sönnu þýðingu þessa orðs;
jeg hjelt, að það væri mjög auðskilið,* sagði Churchill.
»Pú hugsar þjer víst hógværan rnann þannig, að
hann láti heiminn troða sig undir fótum miskunnar-
laust, standi síðan upp, og hneigi sig auðmjúklega
fyrir honum. Er ekki svo, Churchill?«
»Jú, eitthvað svipað því,« svaraði Churchill.
»Pó stendur skrifað: »Maðurinn Móse var einkar
hógvær, framar öllum mönnum á jörðu«, og vissu-
Iega hefir enginn betri og göfuglyndari maður til
verið. En það var ekki þvílíkt að láta heiminn troða
sig undir fótum, þegar hann stóð frammi fyrir kon-
ungi Egyptalands, ógnaði honum með reiði Ouðs,
og skipaði honum stranglega að leyfa ísraelsmönn-
um að fara, svo þeir gætu þjónað Drotni; eða
þegar hann stóð við Rauðahafið, og rjetti út stafinn til
að láta það falla saman aftur og drekkja Egyptum.
Ekki reyndist hann heldur Amalek, Kanverjum eða
Kóra auðveldur viðureignar. Pó þótti honum ekki
ómaksins vert að svara ísraelsmanninum, sem illmælti
honum fyrir, að hann Ijet hinn grimma verkstjóra fá
makleg málagjöld, nje að hóta Aroni og Maríu hegn-
ingu fyrir uppreist þeirra.« Framh.