Norðurljósið - 01.03.1919, Page 4
20
NORÐURLJÓSIÐ.
Hvað skuldar þú?
í bæ nokkrum í Ameríku lifði maður, sem naut mikill-
ar virðingar meðal stjettarbræðra sinna, sökum heiðarlegs
lifnaðar. Hann hafði samt sem áðtir aldrei lært að þekkja
sjálfan sig, og var sannfærður unt, að hann skuldaði ekki
neinum inanni neitt, og Guð hefði því ástæðu til að vera
ánægður með hann. Þegar maður þessi var orðinn
gamall, dreymdi hann eiit sinn draum, sem færði honum
aðrar hugmyndir uni sjálfan sig, og sem varð orsök þess,
að hann sá þörf sína á frelsaranum. Hann skýrði síðar
írá draum sínum á þessa leið: »Kvöld nokkurt gekk jeg
heilbrigður til hvíldar eins og jeg var vanur; en um nótt-
ina dreymdi mig markverðan draum. Mjer virtist jeg vera
dáinn og vera staddur í stórum sal, sem hafði ekki nema
einar dyr. Yfir þeim var skrifað: »Inngangur til himins-
ins fyrir sjerhvern þann, sem getur sannað, að hann skuldi
ekki neinum neitt.«
Jeg gekk nær og ætlaði að ganga inn um dyrnar, því
að jeg fann að þetta átti við mig, en í því heyrði jeg há-
vaða utan við dyrnar, líkan því, er fjöldi manna talar.
Á sama augnabliki opnuðust dyrnar og ungur maður kom
út úr þeim, gekk fast að mjer og sagði:
»Jeg er kominn til þess að biðja yður að borga mjer
það, sem þjer skuldið mjer.«
»Fyrir hvað?« hrópaði jeg. »Jeg þekki yður alls ekki,
og veit þess vegna ekki til, að jeg skuldi yður neitt.«
Maðurinn horfði rólega og fast á mig á meðan hann
sagði: »Munið þjer ekki, að fyrir tuttugu árum síðan
ókuð þjer í vagni yðar á heitum sumardegi áleiðis til
bæjarins? Ókunnugur maður lá í gryfjunni við veginn;
hann var þreyttur, sjúkur og illa til reika. Hann hafði
ætlað til sjúkrahússins inni í bænum, en gat nú ekki
gengið lengur. Þjer munið víst ekki hversu hann rjetti
hendurnar á móti yður og bað yður að taka sig með, en
þjer keyrðuð hestinn og ókuð fram hjá. Þessi maður var
jeg, og þjer skuldið mjer þessa ökuferð; ekki eftir iögum
þeim, sem gilda á jarðríki, heldur eftir þeim, sem gilda
í Guðs ríki. í bók Drottins er skuld þessi skrifuð við
nafn yðar.« Þá var sem logaskært ljós skini á sálu mína,
og jeg leit alt öðruvísi á líf mitt nú en fyr. En áður en
jeg gat svarað einu orði, stóð einn af fyrverandi nábúum
mínum fyrir framan mig, og aftur heyrði jeg þetta sama
ávarp: »Jeg er kominn til að biðja yður að borga mjer
það sem þjer skuldið mjer.« »Yður skulda jeg ekki neitt,«
svaraði jeg, »því vinnu yðar hjá mjer hefi jeg ætíð borgað
nákvæmlega«. »En munið þjer ekki eftir, að fyrir nokkru
síðan seldi jeg yður einu kúna, sem jeg átti?« sagði mað-
urinn. »Víst man jeg það,« svaraði jeg, »en hana hefi
jeg borgað.« »Þá munið þjer að í það sinn var harður
vetur og jeg var atvinnulaus, en konan mín og börnin
mín voru veik. Þá seldi jeg kúna, svo að við yrðum ekki
hungurmorða. En þjer notuðuð tækifærið og gáfuð mjer
oflítið fyrir hana. Eftirstöðvar verðs hennar, ásamt rentum,
eru nú skrifaðar í bók Drottins sem skuld, er þjer skuldið
mjer.«
Jeg stóð sem rígnegldur við gólfið, sannfærður um sekt
mína, og af því að dyrnar voru opnar, sá jeg enn hóp
af mönnum, sem tróðust að dyrunum, og allir höfðu þeir
skuldakröfur á móti mjer, sem jeg varð að viðurkenna að
voru sannar áður en þær voru talaðar, og jeg var ráðþrota,
því að engin leið var til að borga allar þessar skuldir.
Af blygðun og hræðslu fjell jeg á hnje, barði mjer á
brjóst og hrópaði: »Drottinn Guð! Jeg get ekki borgað
skuldir mínar. Miskunnsami Guð, sýn mjer hvernig jeg
get uppfylt þessar kröfur. Sýn mjer hvernig jeg get frels-
ast frá þessum afgrunni skulda minna.«
Þegar jeg bað þannig, hvarf skriftin yfir dyrunum, og
alt í einu birtist önnur, sem skein skært á móti mjer:
>Blóðið /esú Krists, Guðs sonar, hreinsar oss af allrt
synd.<
»Já,« hrópaði jeg, »þetta er það, sem jeg þarfnast, þetta
er það, sem getur hjálpað ntjer. Guði sje lof og þökk.«
Með það sama vaknaði jeg, en þessi draumur hafði
breytt sjálfsáliti mínu. Jeg sá nú sjálfan mig sem glatað-
an syndara, en einnig það, að Jesús var frelsari hinna
glötuðu. Þess vegna hugsaði jeg mig ekki um að ganga
inn um dyrnar með síðari yfirskriftinni, sem jeg hafði sjeð
í draumi. Og jeg fann sannleika orðsins í hjarta mínu.«
* *
*
í draumnum lærði þessi maður sannleikann, en í dauð~
anum er það of seint að bæta ráð sitt.
»Ef einhver segir: Jeg elska Guð, og hatar bróður sinn,
sá er lygari; því að sá, sem ekki elskar bróður sinn, sem
hann hefir sjeð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefir
ekki sjeð.« (1. Jóh. 4. 20.).
Um stríðið.
Á tuttugu mánuðum óx Iandher Breta úr 200,000 upp í
nokkrar miljónir. Að klæða þennan hóp nýliða var ekk-
ert smáræði. Um víða veröld voru innkaup gerð á efni
í föt handa þeim. Heinta fyrir varð að leggja mikið kapp
á að framleiða fataefni og annað þess háttar. Ein iðnaðar-
grein varð þannig 175 sinnum stærri en fyrir stríðið.
Af ullardúk (flóneli) þurfti 126,000,000 álnir, af öðrum
ullarvörum 172,500,000 álnir og af bómullardúk 291,000,000
álnir. Ur þessu efni voru tilbúnar 26,000,000 skyrtur,.
2,507,000 buxur fyrir foringja og 11,004,000 fyrir dáta.
Auk þess voru gerðar 11,490,000 treyjur, 8,855,000 vesti,
23,744,000 nærbuxur, 54,684,000 sokkapör og 4,836,000
yfirhafnir. Þar að auki þurfti herinn að fá 21,750,000
stígvjelapör og 11,088,000 húfur. í fötin voru 840,000,000
hnappar notaðir.
Til þess að sjóða vatn í mat voru notaðir 982,000
katlar, og 9,450,000 matardunkum þurfti herinn á að halda,.
og þar að auki 23,000,000 hnífum og göfflum og 11,000,000
skeiðum.
Um matinn, sem allur þessi her þurfti daglega að fá,.
eru engar skýrslur komnar þegar þetta er ritað.
Til þess að halda öllu hreinu hafði herinn 43,000,000
bursta, og til þess að halda á honum hita á nóttum,
þurfti að hafa 19,800,000 ullarteppi.
Til að búa tij tjöld vortt 81,000,000 álnir af bómullar-
striga notaðar og 33,000,000 hælar voru nauðsynlegir til
þess að halda þeim uppi.
Margt þurfti handa hestunum líka, — til dæmis, 940,000,000
skeifunaglar af ýmsum tegundum.
Það er gert ráð fyrir, að nútíðar her þurfi á 50,000
mismunandi hlutum að halda, og oft gríðarmikið af hverri.
tegund, eins og sjá má af ofangreindum tölum, Þó eru