Norðurljósið - 01.03.1919, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ.
21
vopnin, skotfærin og altsem snertir hernaðarframkvæmdir,
ekki tekið til greina.
Það er margur kostnaðurinn við hernaðinn!
* *
*
ítalskur maður, Antonio Spinelli að nafni, sem átti
heima í Bandaríkjunum í Ameríku, fór til Ítalíu til þess
að berjast fyrir föðurlandið. í orustunni við Carso, fyrir
rúmlega tveimur árum, sprakk sprengikúla í nánd við
hann og hann misti þá bæði sjón og mál.
I þessu ástandi var hann sendur heim til Ameríku og
kom hann til New York. Kærasta hans, Margherita de
Luria, var þá í San Francisco við Kyrrahafsströndina.
Hún frjetti ógreinilega að hann væri kominn til New
York, og ferðaðist því þangað, ásamt aldraðri móður
sinni, til þess að leita að honum.
Mæðgurnar gistu hjá kunningjafólki sínu í Mott-stræti.
nr. 50.
Þó að þær vissu ekkert um það, hvar Antonio var niður-
kominn, vildi það svo einkennilega til, að hann hafði
fundið skjól hjá kunningjum sínum einmitt í sama stræti
nr. 47, sem var rjett andspænis nr. 50.
Á sunnudagsmorguninn ætlnðu mæðgurnar til kirkju í
sama stræti, örskamt frá. Einmitt um sama leyti var An-
tonio, blindur og mállaus, leiddur út úr húsinu hinum
megin við götuna. Þegar komið var að kirkjudyrunum,
leit Margherita upp, og sá, sjer til mikillar undrunar,
kærasta sinn, sem hún hafði ferðast svo langt til þess að
leita, standa fyrir framan sig.
»Antonio/« hrópaði hún, og kærleikur og gleði gerði
málróm hennar enn blíðari og viðkvæmari.
Þetta eina orð, nafn hans, kallað eins og úr skýjunum,
með þeim málróm, sem hann elskaði mest allra, hafði
svo stórkostleg áhrif á manninn, að hann kallaði upp, —
þó hann hefði ekki talað orð í nær því tvö ár: »Marg-
herita/«
Á næsta augnabliki lyfti hann upp höfði sínu og gleðin
skein út úr augliti hans, og hann hrópaði fagnandi: “Jeg
sje! /eg sje!“
Það eru mörg dæmi til þess að menn, sem hafa mist
sjón, mál eða heyrn í þessu stríði við sprengikúlna þrýst-
ing (j.shellshock«), hafa náð sjer aftur alt í einu við ein-
hverja geðshræringu, svo sem mikla gleði, eða jafnvel
hræðslu, en fáir hafa verið eins heppnir og Antonio
Spinelli.
I guðspjöllunum lesum vjer um blindan og mállausan
niann, sem fjekk sjón sína og mál aftur, er hann mætti
Drotni Jesú í fyrsta sinn.
Margir, sem eru andlega blindir og kunna ekki að tala
við Guð í bæn, myndu öðlast andlega sjón og mál, ef
Þeir vildu aðeins hlusta á hina blíðu rödd frelsarans, sem
hom til að leita að hinu týnda og frelsa það, og sem kall-
ar á alla að koma til sín.
iiann er ncer þjer en þú heldur!
Plato, heimspekingurinn mikli, sá eitt sínn barn, sem
hegðaði sjer illa. í staðinn fyrir að leiðrjetta barnið, leit-
aði hann föðurinn uppi og fann að við hann, eins og
fiðirinn hefði gert það. — Ekki var það mjög óskynsam-
*egt hjá heimspekingnum.
Söfnuður Ouðs.
iii.
Ætlunarverk safnaðar Guðs.
í síðustu ræðunni, sem Drottinn Jesús hjelt fyrir
postulunum áður en hann leið, sagði hann: *Jeg
hefi enn margt að segja yður, en þjer getið ekki
borið það að sinni.« (Jóh. 16. 12.) Guðspjöllin
geta oft um það, hve mikillega postularnir misskildu
meistara sinn og orð hans. En Drottinn lofaði þeim,
að hann skyldi senda Heilagan Anda til þess að
»kenna þeim alt og minna þá á alt, sem hann hafði
sagt þeim« (Jóh. 14. 26.) og yfirleitt að »leiða þá
í allan sannleikann«. (Jóh. 16. 13.)
í guðspjöllunum er þess getið aðeins tvisvar sinn-
um, að Kristur hafi minst á söfnuðinn, (Matt. 16.
18. og 18. 17.), og fyrri tilvitnunin sýnir að söfn-
uðurinn er ennþá ekki orðinn til, þegar Kristur tal-
aði. Aftur á móti er honum lýst ýtarlega í brjefum
postulanna.
Þetta sýnir, að kenningin um söfnuð Guðs, er ein
af þeim kenningum, sem postularnir »gátu ekki borið
að sinni«, fyr en þeir voru upplýstir af Heilögum
Anda. Hugmyndir þeirra um Guðsríki voru mjög
holdlegar. Þeir treystu því, að Jesús »væri sá, er
leysa mundi ísrael« undan oki Rómverja, og þeir
væntu þess að hann tæki ríkið með valdi þá og
þegar. Þeir vildu kalla eld frá himni yfir þá,
sem ekki tóku á móti Kristi; vildu bregða sverði til
þess að yfirstíga það illa. Þeir skildu alls ekki að
söfnuðurinn, sem Kristur ætlaði að stofna, var andleg
stofnun en ekki holdleg. Þess vegna »gátu þeir ekki
borið« þessar kenningar, fyr en Heilagur Andi var
kominn yfir þá, enda bannaði Kristur þeim að fara
nokkuð út til að kenna, fyr en þeir höfðu meðtekið
gjöf Heilags Anda. (Postul. 1. 4. og 8.)
Skömmu áður en Heilagur Andi kom yfir postul-
ana, mætti Drottinn Jesús þeim á fjalli í Galíleu.
Áður en hann dó, hafði hann sagt: »Eftir að jeg er
upprisinn, mun jeg fara á undan yður til Galíleu,«
og tiltekið staðinn sem þeir áttu að mæta lionum.
(Matt. 26. 32. og 28. 16.) Engillinn mintist á
þetta sama við konurnar, er leituðu líkama Krists í
gröfinni á upprisudagsmorguninn. (Mark. 16. 7.)
Fyrstu orð Drottins sjálfs til sömu kvenna, er þær
sáu hann á leiðinni frá gröfinni, voru: »Verið ekki
hræddar! Farið burt og kunngerið bræðrum mín-
um, að þeir skuli fara til Gálileu, og þar munu
þeir sjá mig.« (Matt. 28. 10.)
Samfundur Drottins Jesú og lærisveina hans á fjall-
inu í Galíleu var því mjög mikilvægur, þar sem svo
mikil áhersla var lögð á, að þeir mættu honum þar,
og það var minst á hann fyrirfram hvað eftir annað,
jafnvel áður en Jesús dó.
Frá þessum áríðandi fundi er skýrt í Matteusar
guðspjalli, 28. kap. 16. —20. versum.
Frá sjónarmiði kristninnar hefir þessi síðari »fjall-
ræða« Krists meiri og víðtækari afleiðingar en hinti
fyrri, þó hún sje styttri.