Norðurljósið - 01.03.1919, Page 7
NORÐURLJÓSIÐ.
23
þeir (Páll og Barnabas) skyldu fara til heiðingjannar,
enhinirtil Gyðinga. (Galat. 1. 11. —12. og 2. 1.—10.)
Petta er sönnun fyrir því, að kenningar þær, er
Páll postuli flutti, hafa verið í samræmi við þær, er
fluttar voru af hinum postulunum, sem töluðu við
Drottinn Jesúm sjálfan og heyrðu persónulega »alt
það, sem hann boðaði þeim«.
Oss er því óhætt að fara eftir kenningum þeim
um söfnuð Guðs, sem »postuli heiðingja* flutti
í brjefum sínum, þar sem þær voru gefnar Páli »fyr-
ir opinberun Jesú Krists«, og staðfestar af hinum
postulunum.
Vjer höfum enga afsökun, ef vjer breytum ekki
eftir þessum kenningum, þar sem það er skýrt tekið
fram oftar en einu sinni, að leiðbeiningarnar, sem
postulinn gefur, eru til þess að vjer vitum hvað
Drottins vilji er að söfnuður hans geri.
I fyrra brjefi til Tímóteusar, 3. kap., 14, —15. v.
segir postulinn: »Petta rita jeg þjer, þó að jeg voni
að koma bráðum til þín, til þess að þú skulir vita,
ef mjer seinkar, hvernig á að haga sjer í Guðshúsi,
sem er söfnuður lifandi Guðs, stólpi og grundvöll-
ur sannleikans.
Til Korintumanna skrifar postulinn ýtarlega um
starf og þjónustu safnaðarins. Hann byrjar kaflann
með því að segja: »Verið eftirbreytendur mínir,
eins og jeg fyrir mitt leyti er Krists,« (I. Kor. 1). 1.),
og endar hann með þessum orðum: »Ef nokkur
þykist spámaður vera, eða andlegur, hann skynji, að
það sem jeg skrifa yður, er boðorð Droítins.« (I.
Kor. 14. 37.)
Ef vjer viljum kristnir vera í raun og sannleika,
þá er oss skylt að feta, eins nákvæmlega og hægt
er, þá braut, sem Drottinn Jesús hefir lagt fyrir oss,
og sem gildir »alt til enda veraldarinnar«. Öll ný-
breytni í fyrirkomulagi safnaðar Guðs hefir reynst
bl ills eins; saga safnaðarins frá fyrstu öld alt að
þessum tíma margsannar það. Og það ætti ekki að
vera erfitt að skilja, að viska og þekking Drottins er
'angt um fullkomnari heldur en hugvit allra kirkju-
feðra, páfa, kirkjuráða eða »hershöfðingja« til samans.
Jóhannes postuli segir í fyrsta brjefi sínu: »En
Þjer, látið það vera stöðugt í yður, sem þjer hafið
heyrt frá upphafi. Ef það er stöðugt í yður,
sem þjer frá upphafi hafið heyrt, þá munuð þjer
einnig vera stöðugir í syninum og föðurnum.« (I.
Jóh. 2. 24.)
Kristur sagði í bæn sinni til Föðurins, áður en
hann gekk út í pínu og dauða, að allir lærisveinar
hans ættu að vera eitt, í Föðurnum og í Syninum.
(Jóh. 17. 21.) Ekki getur nokkur önnur eining en
Þessi komið til mála, — einingin í Guði og syni hans
Jesú Kristi, — því að menn geta ómögulega sam-
emast um sjerskoðanir hver annars. Ef vjer allir hlýðn-
uðumst orðum Jóhannesar postula, og »!jetum það
^era stöðugt í oss, sem vjer höfum heyrt frá upp-
'lafi«, það er að segja, fylgdum aðeins frumkenning-
Ut^ Krists og postula, þá myndum vjer allir »vera
f^öðugir í Syninum og í Föðurnum*, og sameinast
Pannig { eitt, og uppfylla bæn Drottins Jesú um að
^risveinar hans yrðu »fullkomlega sameinaðir*.
Uóh. 17. 23.)
Korðum talaði Guð til feðranna fyrir munn spá-
mannanna, en nú hefir hann talað til vor fyrir Son-
inn, (Hebr. 1. 1.) Við hina helstu postula talaði
hann á ummyndunarfjallinu og sagði: »Þessi er
minn elskaði sonur, sem jeg hefi velþóknun á; hlýð-
ið honum.« (Matt. 17. 5.) Móse og Elía voru við-
staddir og töluðu við Krist, en ekki áttu postularnir
að hlýðnast þeim. Sömuleiðis má enginn leiðtogi
koma á milli sálna vorra og Krists. »Einn er með-
algangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur
Jesús«, (I. Tím. 2. 5.) og vjer eigum að »ha!da alt
það, sem hann hefir boðið«, ef vjer viljum þóknast
Guði.
í Efesús-brjefinu, (5. 24.) er sagt að söfnuðurinn
sje undirgefinn Kristi, eins og konur ættu að vera
mönnum sínum. En engin kona er undirgefin vin-
um mannsins. Og söfnuðurinn er heldur ekki und-
irgefinn vinum Krists.
Hann, sem einn getur veitt mönnum inntöku inn
í söfnuð Guðs, er sá eini leiðtogi, sem vjer eigum
að hlýðnast.
»Hví kallið þjer mig herra, herra, og gerið eklci
það sem jeg segi?« (Lúk. 6. 46.)
Niðurlagsorðin í þessari stuttu fjallræðu Drottins
eru fyrirheit um kraft og náð til þess að framkvæma
skipanir hans. Ef vjer leitumst við að gera alla menn
að lærisveinum, skírum þá, sem taka trú, í nafni
Föður, Sonar og Heilags Anda, og kennum þeim að
halda alt það, sem Kristur hefir boðið, þá megum
vjer vita með vissu, að Drottinn sjálfur er með oss
í viðleitni vorri »alía daga alt til enda veraldarinnar«.
Ef hann er með oss, þá er engin deyfð, ekkert
andvaraleysi; líf og kraftur frá hæðum mun styrkja
oss í hinni ströngu baráttu mót villu og synd, og
hjálpa oss til að þola allskonar mótlæti í þeirri full-
vissu, að Drottinn gefur oss sigur á endanum.
Ef hann er með oss, þá höfum vjer einnig mynd-
ugleika, sem enginn páfi, erkibiskup eða kirkjuráð
getur veitt. Sá Guðsþjónn, sem hefir hlýðnast köll-
un Meistarans, og fylgir þessari stefnuskrá safnaðar-
ins, eins og Kristur gaf oss hana, þarf ekkí að sækja
vígslu sína til manna. Nóg er það honum, að hin
gegnumstungna hönd frelsarans hefir snortið hann,
og að hann hefir sagt: *Minn kraftur sýnir sig
fullkominn i veikleikanum.« (II. Kor. 12. 9.)
[Athugasemd. Par sem talað er um skirn í þessari grein
er alls ekki átt við að gefa barni eða fullorðnum manní
nafn, eins og orðið er oft notað í daglegu tali, heldur við
skirnarathöfnina.
í ritningunni stendur skírnin ekki í neinu sambandi við
að gefa þeim nöfn, sem skírðust. En þegar barnaskírnin
var tekin upp, á dögum Konstantínusar keisara, fóru menn
að nota tækifærið til þess að nefna börnin.
Næsti kaflinn verður um »Helgisiði safnaðar Guðs.«j
Sjerprentun. Greinin „Jesús Kristur", sem prentuð var
í 1. og 2. tölublaði, er nú gefin út sem smárit, 16 bls.
Nokkur eintök eru prentuð-með rauðum lit og líta einkar
vel út. Ritið er mjög vel fallið til þess, að menn útbýti
því meðal vina sinna. Verðið er 10 aurar, en þeir, sem
kaupa 20 eint. eða þar yfir, fá afslátt.