Norðurljósið - 01.10.1919, Blaðsíða 1
-H MANAÐARLEGT HEIMILISBLAÐ b-
VI. árg. I
Október 1919.
10.
Hin síðasta niðurstaða Darwins.
Nokkrir íslendingar eru svo langt á eftir tímanum,
að þeir trúa enn þá á framþróunarkenningu Charles
Darvins. »Norðurljósið« mintist stuttlega á vitnis-
burð þessa mikilmennis um Jesúm Krist, eftir að hann
hafði sannfærst um villu sína, (IV. árg. 94 bls.) Síð-
anhefirritstjóranumborist ýtarlegrifrásögnum hin miklu
skoðanaskifti Darwins, sem lesendur hefðu eflaust gagn
af að athuga, ekki síst þeir ungu menn, sem eitthvað
hafa lesið í úreltum bókum, um gildi þessarar heims-
frægu kenningar.
Samkvæmt þessari kenningu átti alt jarðneskt líf
upptök sín í einni frumögn, og alt líf hefir »fram-
þróast« af þeirri ögn. f*að hefir tekið á sig þær
fjölbreyttu myndir, sem nú sjást, vegna hinna ýmsu
.kringumstæða í baráttunni fyrir tilverunni.
Darwin fann ekki þessa kenningu upp sjálfur. Árin
700 — 300 fyrir Krists burð voru heimspekingarnir
komnir jafn langt á þeirri braut og Darwin sjálfur,
en þeir útskýrðu ekki kenninguna eins Ijóst og kröft-
uglega og hann, að minsta kosti ekki í þeim bókum
sem nú eru til eftir þá. Platon var þó ekki fylgis-
maður þessarar kenningar. Hann trúði því að apar
voru komnir af mönnum. Hinir heimspekingarnir
og Darwin hjeldu því fram að menn sjeu komnir
af öpum.
Nútíðar vísindamenn hafa hjer um bil allir sann-
færst um að kenning Darwins um framþróun sje
ekki rjett. Nokkrir fáfróðir vantrúarmenn hjer á
landi stagast á henni enn þá, en menn verða að
virða þeim til vorkunnar, að »vísindi« þeirra eru 20
til 30 ára gömul. Og þar sem þess konar vfsindi
eru altaf að »framþróast« og taka stakkaskiftum, —
það sem er talið »sannað« í dag er auglýst sem
villa á morgun, — er erfitt fyrir þá að fylgjast með
þeim.
Sonur Darwins skýrir frá því, í æfisögu föður síns,
®ð hinn mikli náttúrufræðingur eyddi miklum tíma
a eldri árum sínum, í það að reykja vindlinga og
^sa skáldsögur. Hann var fyrir löngu búinn að
^issa alla tilfinningu fyrir 'fögru listunum og hafði
enga unun af kveðskap, söng eða málverkum. Á
þetta stig hafði hin kalda, dauða vantrú hans leitt
hann.
En sem betur fór, kom sá tími er hann sá að
sjer. Hann slepti skáldsögunum og fór að lesa biblí-
una, — bókina, sem flytur ummæli Krists um að
»Skaparinn frá upphafi gerði þau karl og konu«,
(Matt. 19. 4.; Mark. 10. 6.), og skýrir frá í fyrstu
bókinni hvernig hann gerði það!
Pegar lávarðsfrú Hope, sem var í ætt við hann,
kom inn til hans einu sinni, sat hann uppi í rúm-
inu og hjelt á biblíu.
»Hvað ertu að Iesa nú?« spurði hún.
»Brjefið til Hebrea,« svaraði Darwin. »Enn þá
brjefið til Hebrea. Jeg kalla það »konunglegu bók-
ina.« Pá benti hann henni á nokkra ritningarstaði
í þessu brjefi, sem höfðu sjerstaklega hrifið hann,
og talaði nokkur orð um þá.
Brjefið til Hebrea byrjar með þeirri sta^hæfing,
að Guð gerði heimana fyrir Son sinn, fesúm Krist,
að iiann »hafi i upphafi grundvallað jörðina, og
himnarnir sjeu verk handa hans«! Hvað var nú
orðið úr framþróunarkenningu Darwins?
Lávarðsfrúin mintist á hinar öfgakendu skoðanir
hans um sköpunarsöguna og hvernig hann hefði
farið með fyrstu kapítulana í fyrstu Mósebókinni.
Darwin leið auðsjáanlega illa er hann heyrði þetta.
Hendur hans skulfu og angistarsvipur kom á andlit
hans. Pá sagði hann:
»Jeg var ungur maður þá með óþroskuðum hug-
myndum. Jeg kastaði fram spurningum og uppá-
stunguni, en var alla tíð í óvissu. En mjer til mik-
illar undrunar tóku menn þessi heilabrot mín afar-
geist og gerðu sjer trúarkerfi úr þeim!«
Eftir nokkurra augnablika þögn snjeri hann sjer
frá þessu umtalsefni, sem hrygði hann svo mjög, og
fór að tala um »heilagleika Guðs« og »þessa tign-
arlegu bók«, — hann horfði á biblíuna, sem hann
hjelt á í hendinni. Þá sagði hann alt í einu:
♦Lávarðsfrú, það er hús í garði mínum, sem hjer