Norðurljósið - 01.10.1919, Side 2
74
NORÐURLJÓSIÐ.
um bil 30 manns geta komist inn í. Rarna er það!«
og hann benti gegn um opna gluggann. »Mig lang-
ar svo mikið að biðja þig að halda samkomu þar.
Jeg veit að þú lest biblíuna fyrir fólki á sveitarheim-
ilunum. Seinni partinn á morgun gæti alt heimilis-
fólkið og nokkrir nábúar komið saman. Viltu ekki
tala fyrir þeim?«
»Um hvað á jeg að tala?« spurði lávarðsfrúin, til
þess að vera fullviss um ætlun hans.
»Um Jesúm Krist,« sagði hann skýrt og hátt, og
bætti vió í læari róm, »og hjálpræði hans. Er það
ekki besta umtalsefnið? Og þá ætla jeg að biðja
þig að syngja með þeim.«
Lávarðsfrúin bætti við, er hún skýrði frá þessu:
»Jeg gleymi aldrei hvernig andlit hafts ljómaði, með-
an hann talaði um þetta.«
Rá sagði Darwin: »Ef þú heldur samkomuna
klukkan þrjú, þá skal jeg láta gluggann standa op-
inn, og þú mátt vera viss um að jeg skal syngja
með /«
Hvað segja hinir ungu, íslensku Darwinstrúarmenn
um þetta? Hinn mikli hugvitsmaður finnur loksins
svölun sálu sinni í hinni gömlu, fyrirlitnu bók, biblí-
unni. Hann drekkur inn í sálu sína hin innblásnu
orð um dýrð Jesú Krists, hins eingetna sonar Guðs,
skapara himins og jarðar. Hann finnur gleði sína
allrahelst í því brjefi postulans, sem heldur stöðugt
fram blóði Jesú Krists sem hinu einasta hjálpræð-
ismeðali! »Jesús Kristur og hjálpræði hans« er hið
besta umtalsefni að flytja fyrir mönnum, betra en
»framþróun«, betra en frumagnir og apar betra en
alt annað. Og öldungurinn, sem áður hafði engar
mætur á söng, vildi nú með gleði syngja vakninga-
sálma með þjónustufólki sínu!
Jeg endurtek hjer niðurlagsorð fyrri greinar minn-
ar um Darwin:
Sumir ungir menn hafa yfirgefið biblíu sína vegna
þess, að þeir hafa fylgt kenningum Darwins. Ef þeir
eru hreinskilnir, þá ættu þeir að vera jafn fúsir á að
fylgja leiðbeiningum hans, er hann bendir til Krists.
Ef þeir gera það ekki, af einlægu hjarta, þá hafa
þeir sannað, að alt tal þeirra um hreinskilni og sann-
leiksást er ekki annað en tóm orð.
Kæri vinur, þú sem enn ert sálarsjúkur af. vantrú,
vertu ekki hræsnari, en snúðu þjer til Jesú Krists án
tafar, og lifðu honum, sem frelsara og Drotni þínum!
T
BARÁTTA ALLANS.
Saga eftir Alice Gray
[Þýdd úr ensku.]
[Framhald.]
Allan fanst líða löng stund þangað til Churchill
sneri sjer að honum aftur. Þegar hann gerði það,
lagði hann hendurnar á axlir hans, leit framan í
hann og sagði:
»Allan Haywood, síðastliðinn mánudag kallaði
jeg þig raggeit. Jeg held það sje fyrsta lýgin, sem
jeg hefi talað á æfi minni. En í dag segi jeg þjer,
eins og jeg skal segja öllum, sem þekkja þig, að
þú ert hinn hugprúðasti maður, sem jeg hefi nokk-
urntíma sjeð.«
»Rakka þjer fyrir,« sagði Allan innilega. »Retta
bætir heilsu mina betur en öll læknismeðöl í land-
inu hefðu getað gert.«
Og það virtist svo í raun og veru, því þegar
Mrs. Leonard kom inn í herbergi hans skömmu eft-
ir að Churchill fór, tók hún undir eins eftir breyt-
ingu til hins betra á andliti hans.
»F*ú hefir haft gott af heimsókn Churchills,« sagði
hún, »það sjest strax og litið er á þig. Hvað hefir
hann gert, sem hefir hrest þig svona mikið?«
»Trúað mjer; það er alt og sumt, en það er líka
nóg,« svaraði Allan. »Ef þeir vildu allir gera það,
þangað til mjer gefst kostur á að verja mig, gæti
jeg borið þennan sjúkdóm með þolinmæði.«
En þeir gerðu það ekki allir, og Allan var Iátinn
finna það dag eftir dag, að jafnvel bestu vinir hans
efuðust, að minsta kosti, um sakleysi hans. Laur-
ence Bronson, Frank Austin og nokkrir fleiri komu
til hans, og voru þeir að vísu góðir og vingjarn-
legir við hann, en enginn þeirra mintist neitt á mót-
læti hans, og Allan, sem þóttist viss um, að ef þeir
hefðu trúað honum, mundu þeir hafa styrkt hann
og huggað með hluttekningu sinni, var jafn þögult
um það og þeir.
Annað atvik hafði líka komið fyrir, sem sýndist
bæta við enn þá einni sönnun um sekt hans. Regar
dr. Drayton kom heim frá prestssetrinu á mánudags-
kvöldið, sendi hann eftir grísku lesbók Allans,
til að komast eftir því, hvort það væri satt, sam
hann hafði sagt Mr. Leonard, að í bókinni væru
nokkur blöð, sem hann hafði skrifað á eitthvað eftir
sjálfan sig. Auðvitað fann hann þau ekki, því að
Churchill hafði tekið þau, eftir beiðni Allans í brjef-
inu. Piltarnir í bekk hans voru kallaðir inn í upp-
lestrarstofuna, og hver um sig var spurður, hvort
hann vissi nokkuð um þessi blöð. Churchill kann-
aðist skjótt við að hann hefði þau undir höndum,
og vonaði að hann með því gæti komiö í veg fyrir
frekari spurningar, en doktorinn var ekki ánægður
með þaÓ.
»Funduð þjer þau í þessari bók?« spurði hann,
og tók grísku lesbókina af borðinu við hlið sjer.
»Nei, herra minn. Allan sagði mjer í brjefi sínu
að þau væru þar, en jeg fann þau á gólfinu undir
skrifborði hans. F*au hljóta að hafa dottið niður.«
»Hm!« sagði doktorínn. »Ungu menn, getur
nokkur ykkar varpað Ijósi yfir þennan ömurlega at-
burð? Bronson, þjer eruð mjög samrýndur Hay-
wood. Getið þjer nokkuð hjálpað mjer, getið þjer
fullvissað mig um, að þjer bafið ekkert tilefni til að
gruna hann fyrir, annaó en atvik það sem kom fyrir
í kenslusalnum?«
Bronson hikaði. Churchill leit til hans skjótt og
óþolinmóðlega, og til allrar óhamingju tók doktor-
inn eftir því.
»Jeg vil engin leynisamtök hafa hjer,« hrópaði
hann reiðilega. »Jeg verð að fá að vita sannleik-
ann í þessu máli. Bronson, svarið þjer spurningU
minni: Já eða nei.«
Bronson var í vandræðum. Honum stóð fyrir