Norðurljósið - 01.10.1919, Side 4
76
NORÐURLJÓSIÐ.
glæp, til að verða bilt við skyndilegt ávarp af jafn
svipljótum manni og piltur sá var, sem nú gekk
fram fyrir Bentley. Peir þektu hann báðir vel, þvf
hann hafði verið fjósadrengur á Drayton Hali, en
verið vísað burt vegna óráðvendni fyrir nokkrum
vikum.
»Hvað viltu mjer, Ben?« spurði Bentley hvat-
skeytislega; »jeg þarf að flýta mjer.«
»Ekki var svo að sjá,« svaraði Ben, og hló lágt
og ógeðslega. »Jeg hugsaði þjer lægi ekkert á.
Liggur þjer nokkuð þungt á hjarta, Mr. Bentley?«
Bentley roðnaði af geðshræringu; svo fölnaði hann
aftur, ef til vill af ótta. Hann svaraði æstur: »Rað
er best fyrir þig að gæta þín, Ben Thomson, ann-
ars getur svo farið, að þjer verði stefnt fyrir þjófn-
að.«
Pilturinn hló aftur. enn ósvífnislegar en áður; og
Churchill óskaði af öllu hjarta, að hann væri kom-
inn úr felustað sínum.
».Getur verið að mjer verði stefnt; getur líka ver-
ið að það verði ekki. Það er margt verra aðhafst
í heiminum, Mr. Bentley, en að taka ofurlítið af
höfrum frá ríkum manni. Við vitum allir hvað kom-
ið hefir fyrir í Drayton Hall skóla, og sumir vita
meira en sumir. Einn af nemendunum liggur dauð-
veikur, herra minn, ákærður fyrir afbrot, sem annar
hefir framið. Mjer þætti gaman að vita, hvernig
þeim náunga er innanbrjósts, Mr. Bentley!«
Bentley fölnaði við hið ógeðslega hornauga, sem
pilturinn gaf honum, og hann svaraði reiðulegar en
áður: »Hvað varðar mig um, hvað þjer þætti gam-
an að vita? Leyf mjer að komast fram hjá þjer; jeg
vil ekki slæpast hjer Iengur.« Að svo mæltu reyndi
hann að ryðjast fram hjá Ben, en hann stpð fastur
fyrir honum á götunni.
»Ef til vill varðar yður meira um þetía,« sagði
hann og hampaði framan í Bentley samanbögluðu
blaði. Bentley rak upp hljóð, stökk að Ben og ætl-
aði að hrifsa blaðið af honum, en mótstöðumaður
hans var viðbragðsskjótari en hann.
»Nei, nei, herra minn, ekki enn þá,« sagði Ben
ertnislega, og hjelt því fyrir aftan sig. En hann þekti
ekki óvin sinn.
í einni svipan rjeðist Bentley á hann, varpaði
honum til jarðar, og þreif blaðið úr hendi hans.
Nú var Churchill nóg boðið; honum var ómögu-
legt að standa lengur sem njósnarmaður, svo hann
kom fram úr fylgsni sínu, og staðnæmdist hjá þeim
á götunni, en hvorugur jreirra tók eftir honum.
»Hefir þú nokkur fleiri blöð?« spurði Bentley
íágt en grimmúðlega. Ekki hafði hann neina hótun
í frammi, en ragmennið, sem lá undir honum, ótta-
sleginn af hinni skyndilegu árás, þurfti ekki meira
en að líta framan í hann, til að gugna alveg af
hræðslu eins og barn.
»Já, já,« stundi Ben. »Lofið mjer að komast á
fætur, þá skal jeg segja yður nokkuð. Jeg ætlaði
bara að hafa svolítið upp úr þeim, Mr. Bentley. Ef
þjer viljið gefa mjer einn doliar, skal jeg láta þau af
hendi. Jeg fann þau hjerna á götunrii daginn, sem
doktorinn gerði allan gauraganginn.*
Bentley mundi vel eftir því, að hann hafði þá
farið út til að eyðileggja blaðaböggulinn, en þegar
hann kom að tjörninni, sem hann ætlaði að sökkva
honum í, var hann horfinn. Hann mundi hina
kveljandi hræðslu sem gagntók hann, og hina mikla
árangurslausa Ieit, og hvernig hann svo smátt og
smátt varð viss um, að hann fengi þau aldrei framar.
En Ben vissi ekkert um þetta. Hann sá ekkert
nema föla, skuggalega andlitið uppi yfir sjer; heyrði
ekkert nema að spurt var í æðislegum rómi: »Hvar
eru hin blöðin ?« Hann skalf af hræðslu.
»Pau eru heima. Ó, Mr. Bentley, lofið mjer
að standa upp. Jeg skal færa yður þau öll.«
Bentley var reyndar viss um, að Ben mundi ekki
svíkja þetta loforð, því fyrirlitlegi ragmenskusvipur-
inn sýndi, að hann mundi ekki þora það. En til
frekari fullvissu hjet hann honum því eina, sem
hann vissi að þessi ágjarni piltgarmur mundi gang-
ast fyrir.
»Farðu þá og sæktu þau undir eins. Ef þú kem-
ur með þau hingað til mín ósnert,- skal jeg gefa
þjer tvo dollara hjerna sem við stöndum. Viltu lofa
jDessu?«
»Pví lofa jeg.«
Bentley slepti takinu á Ben, stóð upp og leyfði
honum að standa upp líka.
»Farðu nú; jeg ætla að bíða þangað til þú kem-
ur aftur. Vertu fIjótur,« sagði hann og horfði á
eftir Ben með óumræðilegri fyrirlitningu þegar hann
læddist burt.
En voru þeir ekki hvor sem annar þegar öllu
var á botninn hvolft? Annar var að vísu karlmann-
legur, sterkur og fríður sýnum; hinn var lítill vexti,
þreklaus og svipljótur, en báðir höfðu sama lága
og auðvirðilega hugsunarháttinn.
»Pað er ekki nema eðlilegt þó þú horfir á eftir
vesalmenni þessu með fyrirlitningarsvip, Arthur Bent-
ley, en hvernig heldur þú að piltarnir í Drayton
Hall skóla líti á þig?«
Pó Bentley hefði heyrt rödd úr lofti ofan, hefði
hann ekki getað orðið hræddari. Hann hjelt sig
vera aleinan, en er hann heyrði til sín talað, sneri
.hann sjer við, og sá Churchill standa rjett við hlið-
'na á sjer. Pað var ekkert sagt meira, og eitt augna-
blik stóðu piltarnir og störðu hvor á annan. Ein-
beitt fyrirætlan skein út úr svip annars, en í svip
hins megnasta örvænting. A næsta augnabliki rjeðst
Bentley á Churchill eins og tígrisdýr.
En nú var það ekki hinn huglausi Ben, sem hann
átti í höggi við. Churchill var nærri eins sterkur
og hann, og svo var hann óþreyttur, en Bentley var
hálf uppgefinn af áreynslunni við að halda Ben í
skefjum. Peir duttu báðir í einu, en Churchill varð
ofan á.
»Bentley,« sagði hann, og reyndi af öllum mætti
að tala rólega. »Lofaðu mjer því við drengskap
þinn, að láta Ben fá mjer þessi blöð; þá skal jeg
lofa þjer að standa upp. Ef þú gerir það ekki,
skalt þú liggja hjer, þangað til jeg get fengið hjálp.
Vilt þú lofa þessu?«
»Nei,« svaraði Bentley hátt og hranalega.
(Framhald),