Norðurljósið


Norðurljósið - 01.10.1919, Side 6

Norðurljósið - 01.10.1919, Side 6
78 NORÐURLJÓSIÐ. Söfnuður Quðs. VII. Fjármál safnaðar Guðs. Af öllum syndum og breiskleikum manna, lalaði frelsarinn mest og oftast um fjegirnd. Við engri annari synd varar hann menn eins rækilega. Og hann þekti mennina öllum betur. Af því drögum vjer þá ályktun, að hjer sje veikasta hlið mannanna. Pess vegna kemur það oss ekki á óvart, er vjer rannsök- um nýja testamentið, að sjá að Drottinn og postul- ar hans hafa gefið oss mjög ýtarlegar leiðbeiningar um það, hvernig fjármálum safnaðar Guðs skuli hagað. Oss er eigi síður skylt, ef vjer viljum halda kristna nafninu, að hlýðnast honum í þessari grein, en í öll- um hinum, sem nýja testamentið fyrirskipar. Leið- beiningar Krists og postula um fjármál safnaðanna eru nauðsynlegar, til þess að þeir geti þrifist og leyst viðunanlega af hendi það starf sem Kristur hef- ir falið þeim. í hinum fyrsta söfnuði í Jerúsalem, höfðu læri- sveinarnir »alt sameiginlegt«, eins og hinir tólf höfðu eflaust á meðan Drottinn Jesús var enn þá hjá þeim. (Post. 2. 44.-45. og 4. 32.-37.) En hvergi er sagt að Kristur hafi svo skipað fyrir. Pvert á móti sagði hann við Iærisveina sína rjett áður en hann var handtekinn og krossfestur: »Pegar jeg sendi yður út án pyngju, mals og skóa, brast yður þá nokkuð?« Og þeir sögðu: »Nei, ekkert.« Og hann sagði við þá: »En nú skal sá, sem hefir pyngju, taka hana með sjer, sömuleiðis einnig mal.« (Lúk. 22. 35.-36) Hið upphaflega fyrirkomulag: að hafa alt sameig- inlegt, hafði marga erfiðleika í för með sjer, sem komu brátt í Ijós. í 5. kap. í Postulasögunni er sagt frá hneykslismáli Ananíasar og Saffíru konu hans, sem stóð í sambandi við þá reglu, að hafa alt sameigin- legt. I næsta kapítula er skýrt frá óánægju þeirri, sem kom upp meðal Hellenistanna í söfnuðinum einnig út af þessari sömu reglu. Eftir þetta hófst mikil ofsókn gegn söfnuðinum, lærisveinarnir dreyfðust víðsvegar um landið, svo að hver þurfti að bjarga sjer sjálfur, og frá þeim tíma er ekkert minst á það, í öllu nýja testamentinu, að kristnir menn hefðu »alt sameiginlegt*. í brjefum nýja testamentisins lesum vjer um kristna húsbændur og hjú, og um laun, sem þeim eru gold- in. Páll skrifar Fílemon og biður hann um að færa sjer skuld Onesimusar sjer til reiknings, og lofar að endurgjalda. Pað var svo langt frá því, að söfnuð- irnir í Efesus, Korintu og Pessaloníku hefðu alt sam- eiginlegt, að vjer lesum um Pál postula, þegar hann var hjá þeim, að hann vann með sínum eigin hönd- um, til þess að hafa ofan af fyrir sjer. Alt þetta sýnir, að postular Krists hjeldu því alls ekki fram, að kristnir menn ættu að hafa alt sam- eiginlegt. Orðin í I. Jóh. 3. 17.: »Sá sem hefir heimsins gæði og horfir á bróður sinn vera þurf- andi, og afturlykur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum?« hefðu ekki getað verið skrifuð, hefði það verið siður að hafa alt sameiginlegt. Páll ritar Pessaloníkumönn- um og segir: »Vjer heyrum, að nokkurir meðal yðar lifi óreglulega, sem ekkert vinna....Slíkum mönn- um bjóðum vjer og áminnum þá vegna Drottins Jesú Krists, að vinna kyrlátlega og eta sitt eigið brauð.« (II. Pess. 3. 11, —12.) Alt sem hjer eftir verður bent á í nýja testament- inu mun bera með sjer., að regla sú: að hafa alt sameiginlegt, átti ekki að standa sem stöðug gild- andi regla fyrir söfnuð Guðs. En þó að því sje þannig varið, að því er snertir hið ytra fyrirkomulag safnaðar Guðs, að vjer eigum ekki að selja eigur vorar og leggja verðið við fætur umsjónarmanna safnaðarins, eins og sumir gerðu í Jerúsalem í upphafi kristninnar, er það samt skylda hvers Guðs barns að leggja sjálft sig og alt sem það á, við hina gegnumstungnu fætur Drottins síns og meistara. Mismunurinn er sá, að í staðinn fyrir að leggja ábyrgðina í hendur annara manna, verðum vjer að bera hana sjálfir, þannig að sjerhver kristinn maður skoði sig sem ráðsmann Guðs, til að ávaxta það »pund«, sem Drottinn hefir gefið honum, á þann hátt, sem Guði er þóknanlegur. »Ekki eruð þjer yðar eigin, því að þjer eruð verði keyptir.* (I. Kor. 6. 19. — 20.) »Svo áminni jeg yður, bræður, að þjer, vegna miskunnar Guðs, bjóðið fram líkami yðar að lifandi, heilagri, Guði þóknanlegri fórn. og er það skynsamleg Guðsdýrk- un af yðar hendi.« (Róm. 12. 1.) Pessar tilvitnanir sýna, að vjer eigum að helga Guði ekki aðei ís það, sem hendur vorar geta fram- leitt, heldur og hendurnar sjálfar. Alt eigum vjer að leggja á altari Guðs, eigur vorar, hæfileika og krafta. En vjer tökum það alt aftur frá honum, ekki sem eigendur, heldur sem ráðsmenn hans, til þess að vjer, hver í sinni stöðu, leitumst við að nota alt í þjónustu Guðs, samkvæmt leiðbeiningum orðs hans. En Iátum oss aldrei tala um eða gefa í skyn, að vjer höfum helgað Guði alt, ef vjer höfum ekki gert það eftir bestu vitund. Gegn slíkri hræsni er al- varleg aðvörun í Postulasögunni, (5. kap.). Ananías og Saffíra vildu fá heiðurinn, í augsýn manna, af því, að gefa allar eigur sínar Guði. En þau drógu und- an af verðinu á laun. Og þung refsing frá Guði kom skjótlega yfir þau. Vjer skulum ekki halda, að slík hræsni eigi sjer ekki stað nú á dögum, vegna þess að vjer sjáum ekki menn eða konur lostnar til bana af valdi hins Almáttuga. Vjer lærum af ritningunni, að Guð læt- ur hegningu sína ganga undir eins yfir hverja synd, fyrsta sinn sem menn drýgja hana, svo að allif sjái og óttist. Petta gerir hann til þess að aðvara menn og sannfæra þá um það, hve syndin er hon- um viðurstyggileg, og líka um það, hvílík hegning bíður þeirra á dómsdegi, ef þeir drýgja hina sömn synd. Fyrsta sinn, til dæmis, sem ísraelsbörn gerðu sjer steyptan hjáguð, voru 3000 menn drepnir (II. Mós. 32.) ísrael gerði sjer skurðgoð og steyptar líkneskj-

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.