Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1927, Side 5

Norðurljósið - 01.09.1927, Side 5
NORÐURLJÓSIÐ. 37 jeg trúi ekki á neitt himnaríki nje helvíti, því skyldi jeg þá ekki breyta að öllu leyti etns og mjer líkar? Þar sem engin eilif hegning er til, þá má jeg gefa eftir öllum tilhneigingum holdsins. Nd er mjer sama um alt og alla. Jeg kæri mig ekki hót, hvað prjedikarinn segir um þetta. Jeg vildi óska aðeins, að hann Ijeti mig í friði, og lielst strikaði nafn mitt út af safnaðarskránni. Jeg verð að játa það, að það sje sumf, sem jeg veit ekki, og sumf, sem gerir mig órólegan. Jeg veit ekki, hvaðan jeg kom og hvert jeg fer. Jeg veit það aðeins, að jeg er hjer, og að jeg fer bráðum að deyja. Regar jeg fer að hugsa alvarlega, eins og jeg verð að gera stundum, hvort sem jeg vil eða ekki, þá verð jeg að kannast við það, að þegar jeg fer út úr þessum heimi, bíði mín ann- aðhvort gereyðing eða eilíf glötun. Og^ jeg veit ekki hvort verður. Mjer finst afstaða mín í þessu heldur ófullnægjandi, og stundum er jeg kvalinn af óvissu. Hvaða leið á jeg að fara til þess að losna við þessa óvissu ? Jeg sje enga, nema þá,'að reyna að gleyma öllu og hugsa sem minst. Jeg skal lifa guðlausu lifi og halda kjarkgóður út í óvissuna, sem tekur við á endanum. Mjer er það að vísu ljóst, að margir góðir menn verða hryggir yfir þessari ákvörðun rninní. Jeg þykist vita líka, að enginn leitar fram- vegis til min á reynslustundum lífsins, til að fá huggun og hluttekningu. Jeg get heldur ekki ráðlagt börnum mínum að fara sötnu leið og jeg. Mjer þætti líka betra, að kona mín færi ekki að yfirgefa trú sína. Mjer kæmi.það illa, ef hún skyldi líta eins frjálst á siðferðismái eins og jeg hefi ákveðið að gera. Auðvitað sýnir þetta, að jeg er orðinn ákaflega eigingjarn. Mjer er það Ijóst, að iíf mitt styður lítið eða ekkert að heill mannfjelagsins og vellíðan. Nú langar mig ekki ttl að deyja og lifa aldrei aftur. Mig langar einmitt til að lifá. Og mig Iangar ekki til að glatast. Tilhugsunin um það, að jeg verð annaðhvort að engu, eða þá glatast, bannar mjer að njóta gæða þessa lifs. Jeg hefi enga ró. Jeg er ráðinn t þvt, sem jeg skal gera. Jeg skal ekki leyfa hinum svikulu leikföngum þessa heims, hinni hjegómlegu lystisemd holdsins, að hertaka mig lengur. Jeg vil ekki leyfa neinu að koma milli mín og eilífrar sælu. Jeg finn það nú hversu heimskur jeg hefi verið, að hugsa svo mikið um hje- góma þessa heims, og svo lítið um alvöru eilífðarinnar. Æ, hve blindur jeg hefi verið! Hve heimskur! Að jeg skyldi ekki hafa getað hugsað með meira viti! Jeg vil ekki hrósa mjer rneir af fífldjarfri vantrú minni. Nú er jeg að losna við mikla byrði. Jeg iðrast þess sárt, jeg sneri mjer frá Kristi og fólki hans. Hjartað brennur 1 nrjer, er jeg hugsa um eigingirnina og saurugleikann, sem leiddu mig burt frá vegum Guðs og stofnuðu sálu minni í eilífa hættu. Nú veit jeg, að Guð iifir, og að Jesús Kristur er hans elskulegi sonur. Til er eilíft lif. Nú veit jeg það! Jeg finn hjálpræðið r Drotni Jesú. Jeg vil taka mig upp og fará til Föður míns. Jeg vil kannast við það fyrir honum, að jeg er mikill syndari og er þess ekki verður að heita sonur hans. Jeg vil biðja af hjarta, og vil ekki einu sinni hefja augu mín til himins, heldur berja mjer á brjóst og segja: „Guð, verta mjer syndugum líknsamur!" Jeg vil hverftt aftur til Drottins og vil ekki lengur „fara að ráðum óguðlegra, eigi ganga á vegi syndaranna og eigi sitja t hóp háðgjarnra". Jeg vil hætta nú að fylgja vegi heimskunnar, eigingirninnar og- syndarinnar. Hjer og nú beygi jeg mig við hásæti Guðs og Krists, og helga mig að nýju honum og þjónustu hans. Guð hjálpi mjer til þess, í Jesú nafni! E. S. Hvernig sagan „Ben Hur“ varð til. Tveir vantrúarmenn voru að spjalla saman um jesúm Krist. Annar þeirra var hinn alræmdi Ingersoll ofursti, hinn Lew Wallace hershöfðingi. Hinn síðarnefndi sagði við Ingersoll: „Jeg held það mætti skrifa skemtilega skáldsögu um hann-“ Ofurstinn svaraði: „Já, og þú ert einmitt mað- urinn, sem gæti gert það best. Sýndu mönnum líf hans og persónu frá rjettu sjónarmiði. Rífðu niður alla þessa al- gengu ímyndun um guðdóm hans og sýndu hann eins og hann var, sem rnann eins og aðra menn.“ Hershöfðinginn lofaði að gera það. Hann fór því að lesa guðspjöllin með nákvæmni, — sem hann hafði aldrei gert fyr, — og smárnsaman sannfærðist hann um, að „tnaðurinn frá Galileu" væri sannarlega Sonur Guðs, og það leið ekki langt fyr en hershöfðinginn niikli hafðí auðmýkt sig fyrir Jesú Kristi og tekið á móti honum sem sínum eigin per- sónulega frelsara. Hann hjelt áfram að semja bók íína, samt sem áður. Hún heítir „Bert Hur“, sem margir munu kannast við. Bókin hefir verið gefin út á íslensku. „Ríkur“, — en fátækur! Prjedikari einn fór einu sinni til að finna bónda í Illinois fyiki í Bandaríkjunum. Bóndinn var vantrúar- maður, og prjedikaranum var ráðlagt að tala ekki við hann um trúmál, því að hann reiddist, þegar merin nefndu slíkt. Meðan prjedikarinn var hjá honum, tók bóndi hann upp á þak einnar hlöðu sinnar, til þess að hann gæti skoðað akurlöud hans. Þegar komið var upp á þakið, sagði bóndi: »Pegar jeg kom bingað í þessa sveit, var jeg fátækur drengur og átti ekki rauðan eyri. En nú á jeg alt, sem þjer sjáið hjer í kring, á margra mílna svæði. Litið þangað! Sjáið þjer ekki kornekrur þessar ? Pær eru allar mínar! Lítið nú í þessa átt! Sjáið þjer beitilöndin þarna? Pau tilheyra rnjer öll saman! Sjáið þjer skóginn þarna? Hann tilheyrir mjer. Sjáið tiú allar þessar nauta- hjarðir. Pær eru allar mínar. Og kindahóparnir þarna^ líka. Jeg kom hirfgað sem umkomulaus strákur, en nú á jeg alt, sem augað eygir í allar áttir!« »Vissulega eruð þjer ríkur maður!« svaraði prjedikar- inn, »þegar þjer lítið í allar þessar áttir. En hve mikið eigið þjer, þegar þjer lítið í þessa átt ?« Og hann beníi upp til himins. „ Bóndinn leit upp snöggvast. Pá hneigði hann höfuðið og svaraði dræmt: »Jeg er hræddur um, að jeg eigi sáralítið í þeirri átt!« »Hvað stoðar það manninri, að eignast allan heiminn, og fyrirgera sálu sinni?« (Mark. S. 36.).

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.