Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1935, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.01.1935, Blaðsíða 1
JMorðurljósið I XVIII. árg. J Janúar — Febrúar 1935. J 1.—2. DRAUMUR KEISARANS. Hvað kemur næst í sögu þessa heims? »Loftvogin fellur!« var fyrirsögn einnar greinar í þessu blaði fyrir tæplega tveimur árum (16. árg. 5.—6. tbl.) Þar var bent á það, að »tákn tímanna« sýna, að þessi heimsöld sje í þann veg- inn að líða undir lok. Síðán sú grein var rituö, hefir loftvogin haldið áfram að falla. Merkur ritstjóri í Bandaríkjun- um, Mr. H. L. Mencken, sem gefur út blaðið »American Mercury«, lætur í ljós undrun sína yfir því, að klerkar yfirleitt virðast vera stein- blindir gagnvart vitnisbúrði spádóma ritningar- innar. Þessi x'itstjóri er ákveðinn vantrúarmaður og hefir áður fyr ritað mörg beisk orð í garð kristindóms. Hann segir í blaði sínu: »Þögn guð- fræðinganna er hið ótrúlegasta fyrirbi’igði þess- a.ra hættulegu tíma...... Það, sem jeg vildi sagt hafa, er þetta: Nýja testamentiö flytur nákvæm- ar og ýtarlegar lýsingar á viðburðunum, sem eiga að ganga á undan hinum óhjákvæmilega enda veraldarinnai', og óhlutdrægur lestur þess- ara lýsinga hlýtur að leiða sjei'hveni skynsaman mann að þeiiri niðurstöðu, að viðburðir þessir sjeu nú fyrir höndum.« Þessi játning, frá viðurkendum andstæðing kristindómsins, er mjög eftii’tektarvei'ð. Það er einnig hermt frá andati'úarfundum, að þar komi fram ummæli við og við um það, að nú komi end- ir þessarar heimsaldar, Á holdsvistai'dögum Krists urðu óhreinir andar að bera vitni um hann, að hann væri Sonur Guðs hins hæsta; og eins eru þeir nú látnir viðurkenna, að etidurkoma hans sje í nánd. Vjer höfum áður rætt um það, hjer í blaðinu, hversu Drottinn Jesús spáði því, að Gyðinga- þjóðin mundi varðveitast gegn um allar aldir, þrátt fyrir útlegð og alls konar hörmungar, og að hún muni fá endurreisn og komist aftur í sitt eigið Iand, stuttu áður en hann kemur sjálfur til að stofna ríki sitt hjer á jörðu. Þetta er aðaltákn- ið, og hefir það x-ætst svo greinilega, að enginn maður getur efast um sannanagildi þess, — sam- anber orð þessa ritstjóra í Vesturheimi. En þaö eru mörg önnur tákn, er sýna öll, að hinn eftir- þráði tírni sje í nánd. Sum þeirra eru í ríki nátt- úrunnar, sum í þjóðmálaheiminum, sum í ástandi hins játandi safnaðar Krists, — og öll hafa þau í'ætst, eða eru að ræt'ast daglega fyrir augum vorum. Sum þeiri'a eru svo einkennileg, að þau ei'u, út af fyrir sig, sönnun þess, að tíminn sje í nánd. En þegar þau eru öll tekin í sameiningu, mynda þau svo stei'kt sannanakei'fi, að sjerhver hugsandi maður hlýtur að sannfærast um, að málið sje sannað. Tilgangur þessar-ar gTeinar er að benda á það, að saga hevmsbygðarrinnar hefir verið skrifub fyr- ir fram í gamla testamentinu í stórum dráttum, og að hún sýnir einnig, að hið næsta á dagskrá heimssögunnar er það, sem gengur á undan stofn- un þúsundáraríkis Krists á þessari jörð. Það, að þessi spádómur hefir í'ætst svo nákvæmlega alt til þessa, styrkir trú vora, að það muni einnig í'æt- ast, sem kemur næst. Hið volduga Babel-ríki hafði lagt undir sig öll ríki jarðarinnar, sem þá þektust, á dögum Daní- els spámanns, en hann hafði verið hei'leiddur sem bandingi til Babel. Stuttu eftir að Nebúkad- nezar yfirkonungur tók við ríkinu, di'eymdi hann mei'kilegan draum. Hann skoraði á vitringa sína, að sanna það, að þeir gátu ráðið drauminn rjett, með því aö segja honum, hvað hann hefði dreymt, Þetta gátu þeir ekki gert, en Daníel gaf sig fram og bauðst til að segja, hvað konung hefði dreymt og hvað draumurinn táknaði. Þessi mikli keisari, sem rjeði yfir öllum ríkjum heimsins, hafði verið að hugsa um það í nætur- kyrðinni, hvað verða myndi í framtíðinni. Þá dreymdi hann, að hann sæi stórt likneski, ógur- legt ásýndum. Höfuð þess var af skíru gulli, l.ANOobCKASArN ■Xi 137.18.1 i s

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.