Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1935, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.01.1935, Blaðsíða 2
2 NORÐURLJÓSIÐ brjóstið og armleggirnir af silfri, kviðurinn og lendarnar af eiri, leggirnir af járni og fæturnir sums kostar af járni og sums kostar af leiri. Meðan konungur horfði á líkneskið, losnaði steinn nokkur,. »án þess að nokkur mannshönd kæmi við hann«, og hann lenti á fótum líkneskis- ins og molaði þá. Við það hrundi alt líkneskið og »varð eins og sáðir á sumarláfa«, og vindurinn feykti því burt. En st'einninn varð að stóru fjalli og tók yfir alla jörðina. Daníel skýrði draum þennan á þessa leið: Gull- höfuðið væri Nebúkadnezar, yfirkonungur kon- unganna. Guð himnanna hefði gefið honum vald yfir allri heimsbygðinni. En eftir hann myndi hefjast annað konungsríki, minni háttar en ríki Nebúkadnezars. Því næst kæmi þriðja ríkið, og svo hið fjórða, sterkt sem járn,. sem sundur brýt- ur og mölvar alt. Þetta fjórða ríki myndi verða skift, eins og fæturnir tveir benda til. Þó myndi það halda nokkru í sjer af hörku járnsins, þar sem járnið var blandað saman við deigulmóinn. Þá koma tærnar, sem benda til þess, að ríkið verði skift enn í smærri ríki. En þar sem þær voru sums kostar af járni og sums kostar af leiri, þá myndu þau ríki verða að nokkru leyti öflug og að nokkru leyti veik. Meðan þessi ríki eru enn við líði, mun Guð himnanna hefja ríki, »sem aldrei skal á grunn ganga, og það ríki skal engri annarri þjóð í hendur fengið verða«. Það mun standa að eilífu. Nú er vitanlegt, að þetta hefir alt rætst ná- kvæmlega um hin fjögur ríki. Ríki Nebúkadnez- ars leið undir lok, og þá tóku Medar og Persar við. Það var nokkurskonar sambandsríki, eins og armleggirnir vinna saman í sameiningu. Brjóstið og armleggirnir á líkneskinu voru úr silfri, sem ekki er eins verðmætt og gull, og bend- ir þett'a á, að sambandsríki Meda-Persa myndi ekki vera eins voldugt og Babel-ríki. Reyndin sýndi, að þessi spádómur var nákvæmlega rjett- ur. Þá kom ríki Alexanders mikla,' Grikkjakon- ungs, í staðinn fyrir Meda-Persa ríkið. En á sín- um tíma fjell það einnig, og rómverska ríkið, sterkt sem járn, náði völdum. Það skiftist í Vest- ur- og Austur-ríkið, eins og fótleggir líkneskisins bentu til. En þó að þetta ríki væri sterkt sem járn og sundurbraut og molaði öll önnur ríki,. var það þó stökt, þegar á reyndi fyrir alvöru, og ríki Rómverja klofnaði í mörg smærri rikí (sbr. tærnar), og eru þau enn við líði í Norðurálfu, — leifar hins forna rómaríkis. »Á dögum þessara konunga mun Guð himnanna hefja ríki, sem aldrei skal á grunn ganga... Mun það standa að eilífu.« Steinninn, sem kom frá himiii, án þess að nokkur mannshönd kæmi við hann, er Kristur, sem fæddist á jörðu af meyju. Samkvæmt mörgum spádómum biblíunnar mun hann brjóta í sundur ríki'þessa heims og stofna ríki friðar og rjettlætis, þar sem menn munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. »Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóö, og ekki skulu þær temja sjer hern- að framar.« (Jes. 2. 4.). Ef nokkur les þessi orð og trúir þeim ekki, heldur segir í hjart'a sínu: »Hvað verður úr fyr- irheitinu um komu hans? Því að frá því feðurnir sofnuðu stendur alt við sama eins og frá upp- hafi veraldar,« þá uppfyllir hann óafvitandi enn þá annan spádóm um þessa tíma, því að postul- inn Pjetur hefir einmitt tekið það fram, að menn munu segja þessi orð á hinum síðustu dögum. (II. Pjet. 3. 3.-4.). Veraldlegt' frjettablað, gefið út hjer á Norður- landi, flutti fyrir stuttu fregnir um ástand Norð- urálfunnar og bætti við: »Friðvænlegar áhorfist er síðast frjettist, en engu má. þó muna svo alt geti ekki rokið í bál og brand að nýju, enda virðist svo, að einhver leyniöfl standi að baki og rói að því öllum árum að steypa þjóðunum út í nýtt stríð.« Síðustu orðin eru mjög eftirtektarverð. Kristn- ir menn trúa orðum frelsarans og hann segir, að Satan sje »höfðingi þessa heims«. Jeg veit ekki, hvernig menn, sem hafa opin augu, geta komist hjá þeirri ályktun, að myrkravaldið ráði mestu í »heimspólitíkinni«. Það má búast við hinu versta, þegar minst varir, því að áður en Kristur birtist aftur, hlýtur það að rætast, sem ritningin segir fyrir. Alt þetta flytur alvarlega áminningu til trú- aðra manna, að »hreinsa skikkjur sínar«, að helga sig Kristi að nýju, aö snúa sjer frá öllum manna- setningum og frá öllum tælandi röddum, sem leiða menn út af braut sannleikans, einlægninn- ar og hreinskilninnar. ' Það flytur einnig kröftuga áminningu til þeirra, sem ennþá hafa ekki af hjarta snúið sjer tií Krists og sætst við Guð fyrir friðþægingu hans, að láta ekkert aftra sjer frá að leita hans, MEÐ- AN HANN ER AÐ FINNA. »Brúðguminn kemur! Gangið út til móts við hann!« %- S Z ^ Ný sniáril. Ritstjórinn hefir gefið út nokkur smárit (fjölritaðar greinir úr »Norðurljósinu«), sem verða seld með mjög vægu verði, til þess að allir áhugasamir vinir geti tekið þátt í útbreiðslu fagnaðarboðskapai*ins, með því að gefa eða senda vinum sínum og kunningjum þessi rit. Þau, sem komin eru út, heita: »Nýguðfræðin fyrir rjetti« (12 bls.), »Var það fyrir þig?« (4 bls.), »Bróðurfómin« (16 bls.), »Sjálfsfórnin mikla«, (8 bls.), »Sönn saga frá Afríku« (4 bls.), »Þegar Cæsar fjell« (4 bls.). í undirbúningi eru: »Graseldurinn« (8 bls. með mynd) og »Tískuþrælar og frjálsir menn« (20 bls. í kápu). Ritin, sem eru komin, eru seld ýrnist á 1 eyr., 5 au. og 1Ö au., en vinir, sem óska eftir að fá þau til útbýtingar, geta fengið þau með hálfvirði. — Sendið 1 kr., 5 kr., 10 kr. eða meira, og þá sendum við yður birgðir af þessum ritum með fyrstu ferð. Takið það fram, ef þjer viljið fá meira af sumum ritum en öðrum. Vanrækið ekki tækifærið til að sá hinu góða sæði!

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.