Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1935, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.01.1935, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 3 Niðri í Vatnsstræti. ,• (Framhald). XIII. Nú skal jeg segja frá Billy Kelly, fyrverandi knæpuþjóni. Það var laugardagskvöld. Samkomusalurinn var svo þjettskipaður, að varla hefði einn maður komist lengur inn. Á pallinum og í instu sætun- um sátu þeir, sem Drottinn hafði bjargað. Allir höfðu þeir verið drykkjumenn, en nú voru þeir ágæt’ir, velklæddir, fríðir menn að sjá. í hinum sætunum voru tómir drykkjumenn á lægsta stigi. Þetta kvöld var haldin »kærleiksmáltíð«. Það var unun, að sjá þá, sem frelsaðir voru, ganga um meðal hinna, rjetta þeim diskana með smurðu brauði og nautakjöti, og svo kaffibollana; að heyra, hversu blíðlega þeir töluðu við þá, jafnvel þó að hinir væru fyrir löngu búnir að gleyma öll- um kurteisisreglum. Þegar allir höfðu borðað nægju sína og borðáhöldin voru tekin burtu, byrj- aði samkoman. Maður, göfuglegur yfirlitum, stóð upp til þess að lesa úr biblíunni. Hann las um Drottin Jesúm, hversu hann heföi komið, »ekki til að kalla rjett- láta, heldur syndara til iðrunar«, og hversu »Guð svo elskaði heiminn, að hann gaf son sinn ein- g-etinn, til þess að hver, sem á hann trúir, ekki glatist, heldur hafi eilíft líf.« Þrátt fyrir útlit hans, vissu allir, að hann hafði komist mjög lágt, því að hann sagði þeim frá því, hvernig Kristur hefði komið í hjarta hans, þegar hann var upp- gefinn, glataður drykkjumaður, heimilislaus og vinalaus. Hann hvatti áheyrendur sína til þess, að leita hins sama frelsara. »Já,« sagði hann, »kvalir helvítis voru þegar byrjaðar í brjósti mjer! En, ó, hinn blessaði frelsari kom til mín og tók þær allar burtu! Og nú, vinir mínir, hefi jeg alt, sem maður getur óskað eftir, nýtt heimili aftur, ástvini mina komna til mín aftur, og það, sem best er, Drott- inn Jesús er hjá mjer og löngunin eftir áfengi er öll horfin. Hver vill koma til Jesú nú í kvöld?« Hinn fyrsti til að lyfta upp hendi sinni, var Billy Kelly. Hann var hjer um bil 36 ára og var nærri dauðsjúkur af drykkjuskap. Hann þjáðist af drykkjumannsæði (delirium tremens), meðan hann sat þar á samkomunni. Fleiri en tuttugu komu með Billy fram að bænabekknum. Ekkert heyrðist, nema andvörp þessara þjáðu manna, þangað til einn starfsmaður hóf upp raust sína í bæn til Guös fyrir þeim. Hann bað Drottin að koma í hjörtu þeirra þá og þegar, að frelsa þá og hreinsa þá af syndum þeirra, fyrir kraft hans dýrmæta blóðs. Mennirnir, sem sátu kyrrir í salnum, horfðu á þá forvitnislega, en þó með virðingu og þögn. Eins og venja er til í trúboði okkar, eru leit- andi menn hvattir til að biðja upphátt sjálfir. Þegar röðin kom að Billy Kelly, lyfti hann höfði sínu, horfði til himins og sagði: »ó, Jesús, gef mjer svefn! Kæri Jesús, gef mjer svefn! Gefðu mjer svefn, annars dey jeg!« Allir vissu vel, hvað hann átti við, — af eigin reynd. Menn, sem þjást' af drykkjumannsæði, deyja af svefnleysi. Þeim er ómögulegt að sofna, því að um leið og þeir láta aft'ur augun, sjá þeir hinar hræðilegustu ofsjónir, svo að svefn er með öllu ómögulegur. Nokkrir söfnuðust í kringum Billy til að hugga hann. »Amen, bróðir,« sögðu þeir. »Treystu Jesú! Hann mun gefa þjer svefn. Kom þú til hans rjett sem þú ert. Hann mun frelsa þig. Hann mun gefa þjer svefn«. Þegar við stóðum upp frá bæninni, var Billy Kelly frelsaður maður, ný sköpun í Kristi Jesú. Við útveguðum honum rúm í gistihúsi, og hann svaf þar þrettán klukkutíma lát'laust. Þá kom hann til okkar og sat hjá okkur allan daginn. Við klæddum hann úr tötrum hans og fengum honum hrein föt. f þrjá mánuði dvaldi Billy í trúboðshúsinu, meðan hann var að ná kröftum sínum, því að líkami hans var mjög máttfarinn. Hann las mik- ið í biblíunni. Hann hafði verið uppalinn hjá kaþólskum, því var biblían honum sem ný bók. Einu sinni sagði hann: »Mr. Hadley, jeg held, að jeg geti unnið nú, ef jeg gæti fengið einhverja vinnu.« Jeg útvegaði honum vinnu, og þó að vinnan væri heldur erfið og hann væri umkringdur af ruddalegum áfengisneytendum, veik hann hvorki til hægri nje vinstri um hársbreidd. Hann varð öllum sönn blessun, sem þektu hann. Þessi maður hafði áður unnið í knæpu sem bjórsali, þangað til ómögulegt var að hafa hann lengur vegna sífclds drykkjuskapar. Hann átti marga kunningja í borginni og gat altaf fengið í staupinu, þegar hann vildi. Þrisvar sinnum hafði hann verið borinn inn í Bellevue sjúkrahús og bundinn í vitfirringsklefanum, svo óður var hann í drykkjumannsæöinu. Hann var mjög að- framkominn af þreytu og svefnleysi, er honum var sagt frá því, að »kærleiksmáltíð« yrði hald- in í Vatnsstrætistrúboðinu. Þetta var hið ógleym- anlega kvöld, örlagaríkt í æfisögu hans. Þegar Billy hjelt' »afmæli sitt«, einu ári eftir að hann hafði frelsast, talaði hann á samkomunni og vitnaði um það, sem frelsarinn liafði gert fyrir hann. Gamli húsbóndi hans hafði fengist til að koma á þá samkomu, ásamt konu sinni. Tveimur mánuðum síðar veiktist Billy af lungnabólgu. Daginn áður en hann dó, sagði hann við mig: »ó, bróðir minn, hversu yndislegur Jesús er sálu minni! Mjer hafði aldrei komið í hug, hversu dýrmætur hann er!« útför hans, frá trúboðshúsinu, var ógleymanleg- stund. XIV. Nú kemur sagan um Jón Jaeger, þýskan stjórn- leysingja. Hann var gerspiltur maður að öllu

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.