Norðurljósið - 01.01.1940, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ
5
trúboðar, sem störfuðu á stað, sem heitir Ganado
í Arizona-eyðimörkinni, meðal Navaho-Indíána.
Mjer var boðið þangað til að halda samkomur
með þeim, og meðal annars fór jeg til að skoða
sjúkrahús þeirra.
Þar lá Navaho kona, sem hafði verið þar níu
vikur og var á góðum batavegi. Trúboðinn sagði
mjer sögu hennar.
Læknirinn, sem starfaði þar, var einn dag á
ferð í bifreið sinni, er hann heyrði ógurlegt hljóð
i skóginum rjett við veginn. Hann hjelt, að það
væri öskur einhvers villidýrs, sem hefði lent í
gildru, Hann tók byssu sína og ætlaði að drepa
dýrið, svo að það kveldist ekki lengur. En þegar
hann kom á staðinn, sá hann Indíánakonu liggja á
jörðunni, og æpti hún af kvölum.
Hann athugaði sjúklinginn og komst á þá skoð-
un, að konan ætti skamt eftir ólifað. Hann gaf
henni deyfisprautu, vafði um hana teppi og flutti
hana til sjúkrahússins.
Það kom síðar í ljós, að kona þessi hafði orðið
mjög veik, og Indíána-skottulæknirinn hefði gert
tilraunir til að lækna hana. En þegar þótti sýnt,
að hún gæti ekki lifað, var henni fleygt út í skóg-
inn til að deyja. Þar hafði hún legið fjóra sólar-
hringa, matarlaus og án vatnsdropa til að svala
þorstanum í hinum brennandi hita.
Þegar komið var í sjúkrahúsið, gerði læknirinn
skurð á henni, ef verða mætti að hægt væri að
bjarga lífi hennar. Eftir bæn til Guðs varð hann
ekki vonlaus um, að hún gæti lifað. í níu sólar-
hringa sat hann við rúm hennar og vakti yfir
henni. Það var hörð barátta, en Guð gaf honum
sigur að lokum. Eftir níu daga fór hitinn að
minka, og hún fór smámsaman að safna kröftum.
Hún hafði verið með óráði og vissi ekkert af sjer,
en þegar hún kom til meðvitundar, spurði hún
hjúkrunarkonuna, hvar hún væri og hvernig hún
hefði komið þangað. Hjúkrunarkonan sagði henni
alt hið sanna.
„En hvers vegna gerði læknirinn þetta?“ spurði
hún. „Hann þekkir mig ekkert. Jeg er Indíána-
kona, en hann er hvítur maður. Mitt eigið fólk
fleygði mjer út til að deyja, en hann flutti mig
hingað og bjargaði lífi mínu. Hvernig stendur á
því, að hann gerði þetta?“
Hjúkrunarkonan svaraði, að það væri kærleiki
Krists í hjarta læknisins, sem leiddi hann til þess
að gera þetta líknarverk.
„Kærleiki Krists?“ svaraði hún, undrandi,
„hvað er kærleiki Krists? Jeg hefi aldrei heyrt
hans getið fyr.“
Hjúkrunarkonan reyndi að segja henni frá því,
sem Kristur hafði gert fyrir oss mennina, en kon-
an var enn í myrkri heiðninnar og skildi ekki,
hvað hún átti við.
Trúboðinn kom og reyndi dag frá degi að hjálpa
konunni að skilja kærleika Krists, en henni gekk
seint að skilja það, sem sagt var.
Einn dag sat trúboðinn við rúm hennar og hafði
lesið fyrir henni úr ritningunni. Honum fanst
tími kominn til að hvetja hana að koma til Krists
í bæn og biðja hann um að taka á móti henni og
frelsa hana.
Meðan hann talaði, horfði hún á hann eins og
hún vildi skilja, en gæti það þó ekki. Hann beið
eftir svari hennar, en hún sagði ekki neitt.
Þá opnuðust dyrnar, og læknirinn gægðist inn.
Hann ætlaði að vitja um sjúklinginn, en þegar
hann sá, að trúboðinn væri að tala við hana, gekk
hann hljóðlega í burtu.
En þegar konan sá lækninn, ljómaði andlit
hennar, og hún sagði: „Ef Jesús er líkur þessum
lœkni, þá vil jeg fela konum sálu mína fyrir fult
og alt!“
Já, læknirinn hafði verið líkur Drotni Jesú í
því, að sýna hinni deyjandi konu miskunn og
kærleika, þó að hún gæti ekkert gert fyrir hann
og verðskuldaði ekkert frá honum. Þetta hefir
Kristur gert fyrir oss, og þess vegna elskum vjer
hann. Og það er vilji hans, að vjer, sem þekkjum
hann, komum þannig fram, að vjer með fram-
komu vorri leiðum hugi manna og hjörtu til hans.
„Þjer eruð .... brjef Krists, .... ekki skrifað
með bleki, heldur með anda lifanda Guðs.“ (II.
Kor. 3. 3.)
■ ----°------
„Beytí þtg og drekk!“
Ferðamaður í Arizona, í Bandaríkjunum, gekk
einn dag mjög þreytulega í steikjandi sólarhitan-
um og var ákaflega þyrstur. Þá kom hann auga á
skála við veginn, þar sem var sæti í skugganum
handa vegfarendum. „Hjer get jeg sjálfsagt fengið
vatn að drekka“, sagði hann við sjálfan sig.
En þegar hann kom inn, var hvergi hægt að sjá
nokkuð sem gæfi til kynna, að drykkjarvatn væri
fáanlegt, nema orðin, sem letruð voru á vegginn:
„Beygið yður og drekkið!11
„Þetta er einkennilegt,“ hugsaði hann, „hjer
hlýtur að vera vatn til að drekka, en hvernig get
jeg náð í það? Það er ómögulegt, að þetta sje
gabb!“ Þó sást hvergi vatnsdropi.
„En merkið segir: Beygið yður og drekkið! Það
virðist heimskulegt, að beygja sig til að drekka,
þegar ekkert vatn er til, en jeg ætla samt að gera
eins og mjer er sagt.“ Og þá nam hann staðar fyr-
ir framan orðin, beygði sig, og----viti menn, þá
kom fram buna af ísköldu vatni!
Þegar hann beygði höfuð sitt til að drekka, rauf
hann þar með rafgeisla, og við það streymdi vatn-
ið fram. Hefði hann ekki trúað því, sem stóð á
veggnum, og hlýtt orðunum, hefði hann alls ekki
fengið þennan hressandi vatnsdrykk.
Kristur veitir öllum lífsvatnið með sömu skil-
yrðum. Ef vjer trúum orðum hans og hlýðum
þeim, þá öðlumst vjer blessun hans. En ef vjer
neitum að beygja oss fyrir honum og hlýðnast
honum, þá slökkvum vjer aldrei þorsta sálarinnar.
Ef þig þyrstir, þá beyg þú þig fyrir kröfum
Krists! Kom þú til hans, trú þú á hann, beyg þig
fyrir honum og drekk þú hið blessaða, svalandi
lífsins vatn, sem hann býður þyrstum sálum.
„Beyg þig og drekk!“