Norðurljósið - 01.01.1940, Blaðsíða 8
8
NORÐURLJÓSIÐ
HVERJIR ERU ÖRUGGASTIR?
Merkur, amerískur rithöfundur segir: Jeg átti
nýlega tal við lækni, sem hefir um aldarfjórðungs
skeið annast svæfingar á flestöllum sjúklingum,
er hafa verið skornir upp í stóru sjúkrahúsi í
Bandaríkjunum. — Honum fórust þannig orð: Jeg
hefi árum saman veitt því athygli, hvernig háttað
er sálarástandi sjúklinga, svo að þúsundum skiftir,
þegar þeir koma inn í skurðarstofuna. Það er að
sjálfsögðu mjög alvarleg stund í lífi þeirra. Afar
oft hefi jeg orðið þess var, að varir sjúklinganna
hafa bærst í einlægri bæn til Guðs, þegar jeg
hefi verið að koma svæfingargrímunni fyrir á
andlitum þeirra. En jeg hefi ennfremur veitt því
athygli, að sanntrúað fólk hefir verið miklu
ókvíðnara en aðrir, og því hefir einnig orðið
miklu minna um uppskurðina en flestum öðrum.
Sjúklingar, sem ganga að skurðarborðinu í öruggu
trúnaðartrausti á handleiðslu Guðs, þurfa minni
svæfingu en aðrir, og þeir jafna sig manna fyrst
eftir skurðinn. Þeir eru fullkomlega rólegir og fá
venjulega lítinn hita eftir skurðinn. Yfirleitt batn-
ar þeim fyr en öðrum. (Úr ,,Heimskringlu“.)
FRÁ RITSTJÓRANUM.
Um leið og nýr árgangur byrjar býður ritstjór-
inn alla nýja áskrifendur velkomna í áskrifenda-
tölu og þakkar öllum áskrifendum vinsemd þeirra
og trygð við blaðið og málefni þess.
Þó að prentpappír og annað hækki í verði nú á
þessum tímum, ætlar ritstjórinn ekki að hækka
áskrifendagjaldið þetta ár, í þeirri von, að allir
vinir blaðsins geri ákveðnar tilraunir til að útvega
nýja kaupendur. Með því móti getur gamla, lága
verðið haldist, að margir kaupendur bætist við.
Þá verða allir líka að standa í skilum. Þeir, sem
ekki hafa greitt áskrifandagjaldið, geri það hið
fyrsta. Hvern einstakling munar lítið eða ekkert
um krónuna, en „kornið fyllir mælirinn“, þegai
um útgáfu blaða er að ræða.
Hvað eftir annað koma brjef frá lesendum, sem
segja frá því, að þeir og aðrir hafi öðlast blessun
við lestur blaðsins. Boðskapur Jesú Krists hlýtur
að verða öllum þeim til blessunar, sem íhuga hann
í einlægni. Því viljum vjer kosta kapps um, að
láta blaðið flytja þann boðskap ómengaðan og á
sem læsilegastan hátt.
ATHUGIÐ!
Þegar menn greiða fyrir nýja árganginn, er gott
tækifæri til að panta ritið „Hvers vegna?“ sem er
orðið mjög vinsælt, — hjer á landi eins og annars-
staðar. Til dæmis, einn ungur sjómaður fjekk 40
eintök til útsölu og gengu þau fljótt út. Nú nýlega
er annað brjef komið frá honum og segir hann,
að svo margir hafi spurt eftir ritinu, að hann
verði að fá fleiri. Hann skrifar: „Það hefir líkað
svo vel til aflestrar og er svo skýrt og rökrjett sett
fram, að það hafa allir, sem hafa ætlað að bera á
móti því, orðið að þagna. Svo mig langar til að
reyna að selja 25 st. í viðbót, þótt jeg hafi lítinn
tíma.“ Hverjir ætla að fylgja þessu góða dæmi?
„Norðurljósið“ í bandi, (V.—IX. árg., X.—XV.
árg. og XVI.—XXI. árg) er sígild bók. Þessi bindi
ganga ágætlega út, og kaupendur eru mjög á-
nægðir. Þrjár bækurnar verða sendar út um land
fyrir 10 kr., greitt fyrirfram. Með póstkröfu 10
kr. 50 au.
-----------------------
BIBLÍULESTRARSPJÖLD, 1940,
Biblíulestrarspjöld þessi komu út fyrir áramótin
og voru send út til fastra kaupenda. Það er enn
ekki of seint að fá spjaldið og hefja þennan
skemtilega lestur á hverjum degi. Sent með pósti
kostar eitt spjald 20 au., en ef 5 eru keypt í einu
fást þau fyrir 50 au., ritstjórinn borgar þá póst-
gjaldið.
GJAFIR TIL „NORÐURLJÓSSINS“.
Þessir vinir hafa fundið hvöt hjá sjer til að taka
þátt í starfi blaðsins og hafa sent þessar gjafir:
G. G. (Ak.) 3.50; A. B. (Eskif.) 5.00; S. G. (Sigl.)
4.13; S. S. (Sigl.) 3.84; J. B. (R’vík) 5.00; R. B.
(Ak.) 4.00; D. S. (Sigl.) 5.00; G. S. (áheit) 5.00p
G. H. (A.-Barð.) 5.00; J. E. (áheit) 10.00; J. B.
(Sigl.) 1.50.
Til trúboðsstarfsins: Ónefndur vinur, 20 kr.
Ritstjórinn þakkar þeim öllum velvild þeirra og
hjálp. Vjer skulum öll verða samtaka í bæn um,
að blessun Drottins fylgi blaðinu alls staðar.
GOTT BLAÐ.
»Norðurljósinu« hefir borist 4. árg. »KristiIegs Stúdenta-
blaðs«, sem Kristilegt Stúdentafjelag gefur út í Reykjavík.
1 jiessu blaði er ákveðinn vitnisburður um Krist, og er
hressandi að lesa það, samanborið við margt annað, seni
gefið er út á þessum dögum, sem á að heita »kristilegt«.
Ýmsir skólagengnir menn segja frá trúarreynslu sinni í
stuttum, vekjandi greinum, og ber þeim öllum saman um
raunverulegt gildi einlægrar trúar á Jesúm Krist, Guðs son.
Þar er og ágæt grein um Kristilega alþjóða-stúdentamótið
í háskólaborginni Cambridge í Englandi s. 1. sumar, sem
einn fslendingur sótti. »Norðurljósið« óskar þessu blaði
góðs gengis. Mætti það hafa vaxandi áhrif á stúdentalíf
fslands!
Menn geta pantað það frá Kristilegu Stúdentafjelagi,
Pósthólf 651, Reykjavík.
NORÐURLJÓSIÐ kemur út annan hvorn mánuð,
48 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 1 kr. og greiðist
fyrirfram. Verð í Vesturheimi, 40 cents.
Ritstjóri og útgefándi: ARTHUR GOOK, Akureyri.
Prentverk Odds Björnssonar.