Norðurljósið - 01.01.1940, Blaðsíða 6
6
NORÐURLJÓSIÐ
Molar frá borði Meistarans.
(Greinir fyrir trúaða.)
SAMBÆN.
Sem betur fer eru bænasamkomur tíðari hjer á
landi heldur en einu sinni var, þegar varla þótti
sæma að flytja bæn opinberlega, nema það væri
hempuklæddur maður, sem læsi bænina úr bók.
„Sjá, hann hiðst fyrir,“ sagði Drottinn um Sál
frá Tarsus, er hann tilkynti Ananíasi afturhvarf
ofsóknarans. Og ætíð, þegar sál öðlast lífið í Guði,
lærir hún að biðja. Á sömu leið fer, þegar andlega
deyfðin fer að minka hjá trúuðum mönnum, —
þeir fara að biðja saman, hafa samhæn.
Um opinbert starf kristinna manna ritaði Páll
postuli: „En alt fari fram sómasamlega og með
reglu“ (I. Kor. 14. 40.), og þetta á við ekki síst
um bænasamkomur. Þess vegna vil jeg víkja
nokkrum orðum í Drottins nafni að þessu efni:
sambæn.
Fyrst og fremst verðum vjer að gera greinar-
mun á einkahæn einstaklingsins, sem fer fram at
eðlilegum ástæðum í einrúmi, og samhæn, sem
er sameiginleg iðja lærisveina Krists í fjelagi. Per-
sónuleg bæn 1 einrúmi er ómissandi hverri trúaðri
sál; og sameiginleg bæn er líka ómissandi hverjum
hóp lærisveina Krists, í hvaða augnamiði sem
þeir hafa sameinað krafta sína. En mismunurinn
á persónulegri bæn og sameiginlegri bæn er og
hlýtur að vera mikill. Bæn einstaklingsins í ein-
rúmi er auðvitað mjög persónuleg, hann talar við
Drottin um öll einkamál sín. En þegar menn
koma saman til þess að biðja sameiginlega, er
nauðsynlegt, að hver, sem tekur þátt í heyranda
hljóði, líti á bænarefnin, ekki frá sínu eigin per-
sónulega sjónarmiði, heldur frá sameiginlegu sjón-
armiði allra, til þess að um verulega sambæn geti
verið að ræða. Á slíkum bænafundum eiga alis
ekki að heyrast orðin „jeg“, „mig“, „mínir“ o. s.
frv. Þau eiga vel við heima, en eiga ekkert erindi
inn á sameiginlega bænasamkomu. „Vjer“ eða
„við“ o. s. frv. eiga betur við, þar sem reynt er að
koma fram fyrir Guð í samfjelagi (samanber
bænina „Faðir vor“ og bæn frumsafnaðarins í
Post. 4. 24,—30.).
Sumir virðast eiga erfitt með að skilja þetta, og
flytja bænir á opinberum bænafundum, sem
mundu eiga vel við heima, þegar aðrir eru ekki
viðstaddir, en lýsa mjög takmörkuðum skilningi á
tilgangi sambænar. Maður getur varla varist
þeirri tilhugsun, að slíkir menn hafi líklega van-
rækt að biðja heima hjá sjer og sjeu nú að bæta
úr því. Á bænasamkomum þurfa menn að læra að
hugsa minna um sjálfa sig og sín eigin mál, og
meira um sameiginleg mál meðbræðra sinna, sem
þar eru samankomnir.
Hjer er auðvitað ekki átt við sálgæslustarf, er
syndum- eða sorgumhlaðin sál leitar hjálpar hjá
einhverjum eldri og reyndari bróður eða systur í
trúnni. Þá verða bænirnar auðvitað persónulegar.
En á bænafundum eða við önnur opinber tæki-
færi, þegar menn hafa sambæn, á ekkert að koma
fram, nema bæn um sameiginleg mál, sem allir
viðstaddir trúaðir menn geta sagt „Amen“ við og
tekið hjartanlega undir.
Fátt getur dregið úr áhrifum bænasamkomu
eins og það, að nota bænina til þess, að segja við-
stöddum það óbeinlínis, sem maður hefir ekki
einurð til að segja þeim blátt áfram. Mun það'
ekki vera Drotni viðurstygð, að menn noti bæn
til hans sem nokkurs konar yfirhylmingu? Jeg
hefi heyrt um eitt dæmi, þegar maður var beðinn,
af sjerstökum ástæðum, að auglýsa ekki óviðkom-
andi samkomu á fundinum; en hann átti að flytja
bæn. í bæn sinni bað hann blessunar Drottins yf-
ir samkomuna, sem hann tilgreindi, og „sem verö-
ur haldin kl. 12 á hádegi á morgun“!! Vjer verð-
um að hafa það hugfast, að það er hinn heilagi
Drottinn og Guð vor, sem vjer ávörpum, sá, sem
alt þekkir, og að við eigum að gera það í fullu
samfjelagi og samúð við öll börn hans, sem þar
eru samankomin.
Ef menn flytja bæn í sameiningu, eiga allir aö
geta heyrt hana, annars getur ekki verið um
neina samhæn að ræða. Bænasamkoma kemur
ekki í staðinn fyrir einkabæn, og ef maður eða
kona getur ekki flutt bæn, svo að viðstaddir heyri,
þá er sjálfsagt að þegja. Eins og postulinn segir:
„Hvernig á sá, er skipar sess hins fáfróða, að
segja amen við þakkargerð þinni, þar sem hann
veit ekki, hvað þú ert að segja?“ (I. Kor. 14. 16.)
Ef menn skilja ekki orðin, geta þeir ekki gert
bænina að sinni bæn, og verður þá ekkert úr sam-
bæninni í það skifti.
Á bænasamkomu ættu allir að reyna að fylgjast
vel með öllu, sem beðið er. Ef þeir geta ekki, í
allri einlægni, samþykt það, sem flutt er í bæn,.
þá leggja þeir það til hliðar í huga sínum. En ef
þeir geta í einlægni samþykt það, eiga þeir að
biðja hins sama í hjarta sínu og segja amen við'
því. Þannig gerum vjer bænir annarra að vorum
bænum, sem er tilgangur bænafundarins.
Vjer eigum að hafa hugföst orð Drottins Jesú
um bænina: „Er þjer biðjist fyrir, þá viðhafið
ekki ónytjumælgi, eins og heiðingjarnir, því að
þeir hyggja, að þeir munu verða bænheyrðir fyrir
mælgi sína. Líkist því ekki þeim.“ (Matt. 6. 7.—8.)1
I 6. versi ávarpar Drottinn einstaklinginn, („Þeg-
ar þú biðst fyrir, þá gakk inn í herbergi þitt“,) i
eintölu. En í 7. og 8. versi á hann vafalaust sjer-
staklega við hópbæn, því að hann notar þar fleir-
töluna, — „Er þjer biðjist fyrir“. Bæði í persónu-
legum bænum og í sambæn er það á móti vilja
Drottins, að vjer notum sömu setningarnar aftur
og aftur. Ef vjer gerum það, sýnir það, að hugur
fylgir ekki máli, að vjer látum tunguna hlaupa
á undan hugsuninni. Ekkert spillir eins mikið'
fyrir bænasamkomum eins og þessi óvani. Tökum
til alvarlegrar íhugunar orð Prjedikarans: „Vertu
ekki of munnhvatur, og hjarta þitt hraði sjer ekki
að mæla orð frammi fyrir Guði, því að Guð er á
himnum, en þú á jörðu; ver því eigi margorður.“
(Prjed. 5. 1.).
Það er því langt um betra, bæði fyrir Guði og,