Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1952, Page 3

Norðurljósið - 01.01.1952, Page 3
NORÐURLJÓSIÐ 3 „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ Hverfum því til biblíunnar til að öðlast sælu. Yfirgefum andleysi og molluloft vantrúar nútímans. Vjer skulum hverfa aftur til Guðs, sem biblían boð^ ar, ef vjer þráum sanna þekking. „Ótti Drottins er upphaf þekkingar." „Að þekkja hinn Heilaga eru hyggindi." Andinn verður frjáls og sálin sæl, þegar maðurinn lærir traustið á Guð og kærleikann til náungans. Biblían kennir, hvernig þetta má verða. Látið kjör- orðið hljóma: „Hverfum aftur til biblíunnar.“ -------<OoO>----- Frjettir frá Israel. Síðan ísrael varð frjálst og fullvalda ríki, hefir fólkið komið heim úr öllum áttum. Talið var nú í september 1951, að meira en 1.305.000 Gyðingar væru í landinu. Enn heldur fólkið áfram að strevma inn í landið. Persar vilja senda alla Gyðinga frá sjer, og 30.000 Gyðingar í Ungverjalandi hafa beðið um vegabrjef. Jafnvel frá Rússlandi hafa sumir fengið heimferðarleyfi. 59 tungumál eru töluð í ísrael. Veldur það margs konar óþægindum, sem nærri má geta. Alstaðar er verið að byggja hús og verksmiðjur, planta trjám eða sinna akuryrkju. Spádómarnir fornu um viðreisn og endurbyggingu landsins ræt- ast á hverjum degi. „Drottinn byggir upp Síon og birtist í dýrð sinni.“ JSálm. 102. 17.) Spádómur þessi tengir saman byggingu landsins og opinberun Drott- ins. Viðreisn og heimkoma fsraels er sönnun þess, að endurkoma Drottins er í nánd. Ef til vill stendur hann svo að segja við dyrnar. ísrael er lýðveldi. Konur jafnt sem karlar hafa at- kvæðisrjett. Um 170.000 Arabar eru í landinu, sem Gyðingar ráða, og hafa þeir þar atkvæðisrjett og eiga fulltrúa á þingi ísraels. En á því svæði, sem Egiptar ráða, fá trúbræður Jreirra, Arabarnir, engin slík rjettindi. Brunnarnir, sem þeir Abraham og ísak grófu fyrir 4000 árum, eru notaðir nú. Vatninu er dælt upp með vjelknúnum dælum. Vísir er kominn að fiski- veiðaflota og kaupskipaflota. í Negev-eyðimörkinni finst eir. Uppgreftir hafa leitt í ljós, að Salómó konungur hafði þar eir- bræðsluofna. Vindurinn, sem blæs þar niður gil eða gjá, var látinn blása að glæðunum í ofnum hans. í ráði er, að eyðimerkurvindarnir verði notaðir til að framleiða rafmagn. „Vatnslindir spretta upp í eyðimörkinni,“ spáði Jesaja (35. 6.). Vatn finst þarna í eyðimörkinni, og eru þrír metrar niður að því. Alls konar ávaxta- trje eru þar gróðursett. Um 40 nýbygðir hafa verið stofnaðar þar nú á Jiremur árum. Askalon á sjávarströndinni, sem var ein af borg- um Filista til forna, á að endurreisa. Þar á að gera höfn. Skurð er ráðgert að grafa, sem leiði sjó úr Mið- jarðarhafinu niður í Dauðahaf, sem er 400 metrum lægra en sjávarflötur. Fæst þannig mikil fallhæð, sem nota má við framleiðslu rafmagns. Landplága ísraels er mýrakaldan ('malaría). Sýkin berst með flugum, sem hafast við í votlendi. Fram- ræsla útrýmir flugunum. Með dæmalausri þraut- seigju og harðfengi er hvert flóa- og fenjasvæðið tekið fyrir af öðru og ræst fram. Erfiðleikar erlendis frá og heima fyrir ógna ísra- el. Hatur og öfund nágranna þeirra eiga sjer lítil tak- mörk. Forsætisráðherrann, Ben-Gurion, er frjáls- lyndur maður, en hann er ekki rjetttrúaður. Rjett- trúnaðarmönnum fer stöðugt fjölgandi, og þeir krefjast hlýðni við lögmál Móse. Þeir, sem lengst ganga, heimta, að miðaldalagasafni Gyðinga, Tal- múd, sje fylgt. Fátækt er mikil, því að margir koma heim slyppir og snauðir, sjúkir eða hnignir að aldri. Engum er neitað um landsvist af þeim sökum. Matvörur sumar fást varla nema á svörtum mark- aði. Þar kostaði kjöt nýlega 192 kr. 80 au. eitt kg. Kartöflur 22.85 livert kg. Einn kjúklingur 228 kr. 50 au.! Lítið er til í landinu af sykri og feitmeti, og sumar matvörur ófáanlegar. Fullorðið fólk fær enga mjólk. Trúboðsstarfssemi er ekki hindruð, og ritum, sem flytja fagnaðarboðskap Krists er dreift um borgir og bygðir ísraels. Ef til vill sjest ekki mikill árangur af því nú. Hann kemur síðar í ljós. Þjóðin hefir þjáðst mikið á liðnum öldum og gengur gegnum miklar þrengingar nú. Þó er hið versta fram undan, ,,angistartíminn“, sem Jeremía spáði um. (30. 4.—11.) í þeim hörmungum munu tveir þriðju hlutar landsbúa gefa upp öndina. (Sakaría 13. 8.) En í þeim nauðum mun þjóðin „líta til hans, sem þeir lögðu í gegn“, og snúa sjer af 'hjarta til Drottins Jesú Krists og kannast við hann sem Messías sinn. Þá mun hann koma, birtast með mætti og mikilli dýrð og bjarga sinni fornu, útvöldu }ojóð. Ilún mun þá búa óhult og njóta hvíldar, og þá mun hún eignast alt það land, sem Guð sór Abraham og niðjum hans að gefa þeim. Þangað til þetta verður, gera þeir vel, sem Guð óttast, að biðja fyrir ísrael. „Biðjið Jerúsalem friðar, hljóti heill þeir, er elska þig.“ (Sálm. 122. 6.) ------->o—c«----- UMSÖGN. Spurður hefi jeg verið, hver væri skoðun mín á bókinni „Stefnumark mannkyns“, sem kom út í liaust. Um kenningar hennar segi jeg svipað og það, sem

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.