Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1952, Side 4

Norðurljósið - 01.01.1952, Side 4
4 NORÐURLJÓSIÐ ritað er í biblíunni um skilningstrje góðs og ills. Þær eru í’agrar á að líta og girnilegar til fróðleiks. Hve góðar þær eru til átu, læt jeg í ljós vafa um. Hollar eru þær ekki. Það er ekki syndugri mannssál holt að vera talin trú um, að maðurinn sje sinn eiginn frelsari og geti orðið af sjálfs sín mætti Guði líkur. Uppistaðan í bókinni er þróunarkenningin og ívafið er kristindómurinn, siðgæðisboð hans. Oft er vitnað í biblíuna, en aðeins til þess, sem styður kenningar höfundar. Hvaða gagn er að slíkum til- vitnunum? Ef biblían er tekin svo trúanleg í sumu, að nokkurt gagn sje að vitna til hennar, hví er hún þá ekki tekin trúanleg í öllu? Svarið er aðeins eitt: Menn vilja beygja sannleikann til að þjóna sjer, en þeir vilja ekki beygja sig fyrir sannleikanum til að þjóna honum. Biblían kennir ekki þróun, heldur sköpun. Mað- urinn er ekki af dýrum kominn, heldur myndaður af Guði, skapaður í Guðs mynd. Þess vegna er hann ábyrg vera gagnvart Guði. Óhlýðni hans við Guð hefir svipt hann því andlega lífi, sem liann hafði frá Guði. Maðurinn er í syndum sínum skilinn frá Guði, dauður að eilífu. Þess vegna verður maðurinn að endurfæðast, taka á móti Kristi, syni Guðs, því að „sonurinn hefir líf í sjálfum sjer.“ Geri maðurinn það, taki hann á móti Kristi, endurfæðist hann. Kristur verður líf hans fKól. 3. 4.). „Sá, sem hefir soninn, hefir lífið; sá, sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki lífið." (1. Jóh. 5. 12.) Sá, sem eignast lífið í Kristi, byrjar að vaxa. Margt getur truflað þann vöxt eða tafið. En Guð hefir fyrirhugað oss til þess að líkjast mynd sonar síns. (Róm. 8. 29.) „F.ins og vjer höfum borið mynd hins jarðneska (Adams), munum vjer einnig bera mynd hins himneska fKrists).“ (I. Kor. 15. 49.) „Þegar hann birtist, þá munum vjer verða honum líkir, því að vjer munum sjá hann eins og hann er.“ (I. Jóh. 3. 2.) Þannig nær Guð tilgangi sínum. Þessi framtíð bíður allra þeirra, sem taka á móti Jesú, syni Guðs. „Sá, sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki lífið.“ Sá maður er dauður í yfirtroðslum og syndum. Dauður maður getur ekki vaxið. Af eigin mætti líkist hann aldrei Guði. Mannkynið, án lífsins í Kristi, verður aldrei Guðí líkt. Þess vegna er sú þróun, sem „Stefnumark mannkyns" boðar, ltjegómi einn og „tælandi orð“. ('Kól. 2. 4.) Þar sem bókin liafnar op- inberun Guðs í heilagri ritningu, og höfundurinn fylgir ekki nema að svo litlu leyti „hinum heil- næmu orðum Drottins vors Jesú Krists,“ þá er um- sögn mín þessi: „Bókin, „Stefnumark mannkyns", er hús, bygt á kviksandi mannlegrar þekkingar. Um afdrif slíkra húsa má lesa í Matt. 7. 26.-27.“ Hver sem vill, má byggja á traustari grundvelli, byggja á bjargi aldanna, byggja líf sitt og framtíð alla á Jesú Kristi. Sœmundur G. Jóhannesson. ÓVÆNT BNDALOK. Stuart Hamblen heitir maður, víðkunnur í Holly- wood og víðar um Bandaríkin. Þegar saga þessi gerð- ist, var hann vinsæl „útvarps-stjarna". Hann átti marga veðreiðahesta og meðal þeirra verðlauna- gæðing mikinn. Nefna verður annan mann til sögunnar. Hann heitir Billy Graham. Hann er víðkunnasti prjedik- ari Bandaríkjanna nú um stundir. Hann var staddur í Hollywood og hjelt þar samkomur í tjaldi. Stuart Hamblen kom á samkomu til hans. F.kki kom hann til að trúa því, sem þar væri flutt, heldur til að gera gys að því. Hann var svo vanur að hæðast að öllu trúboði og trúboðum. Hvað kom til þess, að fyrirætlun hans fór út um þúfur? Hann sá ungan mann, sem talaði af brenn- andi alvöru; mann, sem var fullur af kærleika Drott- ins Jesú Krists til syndugra manna. Hann heyrði ritningargrein eftir ritningargrein, lesna eða hafða yfir munnlega, og fluttu þær honum þann boðskap, að hann yrði að iðrast synda sinna og taka á móti Drotni Jesú Kristi sem frelsara sínum eða þá að glat- ast að eilífu. Aftur og aftur var sagt: „Þetta er það, sem Guð segir, ekki Billy Graham. Þú skalt ekki reiðast við mig. Þetta er það, sem Guð segir. Viljir þú reiðast, reiðstu þá við Guð.“ Stuart sat agndofa. Við þessu hafði hann ekki bú- ist. Hann starði á ræðumanninn, sem orð Guðs streymdi frá. Sannfæring greip hann, og barátta hófst í sál hans. Guðsþjónustunni lauk. Stuart gekk um götuna frá einu veitingahúsinu í annað. Klukkan varð hálffjög- ur um morguninn. Þá fór hann heim og vakti konu sína, sem lengi hafði beðið fyrir honum. Þau báðu saman. Klukkan fjögur fóru þau í gistihúsið, þar sem Billy Graham dvaldi, og Stuart Hamblen sagði honum, að hann vildi veita Kristi viðtöku. Kl. 4.30 þennan sama morgun kom hann til Krists. „Flýgur fiskisaga,“ segir máltækið. Sagan um aft- urhvarf Hamblens flaug um alla Hollywood. Marg- ir gátu ekki trúað henni. En síðdegis sama dag sagði hann frá því í útvarpi, hvað hafði gerst: „Jeg tók á móti Drotni Jesú Kristi sem persónulegum frelsara mínum í morgun, 18. október. Jeg er að selja alla veðreiðahesta mína nema E1 Lobo (uppáhaldshestur hans), sem mjer þykir vænt um.“ Áheyrendur hans gátu þá ekki efast um, að Stuart Hamblen væri al- vara. Guð notaði afturhvarf þessa manns til að draga athygli fólks að samkomunum. Kvöld eftir kvöld var tjaldið troðfult, og þúsundir manna stóðu. Blöðin urðu vinsamleg og sendu frjettaritara til að rita um samkomurnar. Þegar liðnar voru tvær vikur frá afturhvarfi Stu- arts Hamblens, komn bæði faðir hans og móðir fljúgandi frá Texas til að heilsa syni sínum á ræðu-

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.