Norðurljósið - 01.01.1952, Blaðsíða 8
8
NORÐURL JOSIÐ
Um „Siðareglurnar“ enn.
Mjer þykir leitt að eyða tíma mínum, rúmi blaðsins og
þolinmæði lesenda til að ræða meira um Siðareglurnar
við ritstj. „Dagrenningar.“ Verð jeg þó að svara fyrir-
spurn hans. Samt leyfi jeg mjer fyrst að taka upp úr Dagr.
34. tbl. f. á., bls. 39, þessi orð:
„Ritstjóri Dagrenningar hefir hins vegar haldið því
fram, að Siðareglumar séu samsærisáætlun alheims-
félagsskapar, sem vinni að því að siðspilla mannkyninu og
stofna þrælaríki á jörðinni, og að hið eina, sem virðist
rangt, sé að kenna ritið við Gyðinga.11
Hr. J. G. hefir ekki sjeð það, er hann las greinir mínar
báðar, að jeg kalla Siðareglurnar falsrit á þeim grund-
velli einum, að þær eru ranglegar eignaðar Gyðingum.
Þó að jeg dragi í efa tilveru þessa alheims-samsæris,
neita jeg því ekki, að það geti verið til. Hinu hefi jeg neit-
að og neita enn, að ritið sje gerðabók frá leynifundum
öldunga Gyðinga í Basel árið 1897, eins og Nilus prófessor
hjelt fram, er hann gaf það út. Ritið er falsrit, af því að
það er ekki eftir Gyðinga nje ætlað þeim. J. G. segir hið
sama sjálfur í 1. tbl. Dagr. 1951, bls. 29: „Siðareglur
Zíonsöldunga eru því áreiðanlega ekki skrifaðar af Gyð-
ingum nje þeim ætlaðar, þótt nafni þeirra sje stolið og það
notað sem skjöldur fyrir þau samsærissamtök, sem þar
er lýst.“
Manni er ranglega eignað brjef, þá er það falsbrjef.
Maður falsar víxil, þá er það víxilfölsun, víxillinn falsvíx-
ill. Maður eða menn falsa bók, þá er það ritfölsun og ritið
falsrit. Nafni Gyðinga er stolið og þeim eignaðar Siðaregl-
urnar, segir J. G. Þess vegna eru þær falsrit. Þetta hlýtur
J. G. að skilja, eins gáfaður maður og hann er sagður.
J. G. segir: „Þegar ég tala um Gyðinga, á ég ekki við
þessa Austurlanda Gyðinga, heldur eingöngu við þá Gyð-
inga, sem eru af Júdaættkvísl — eru ísraelsmenn, því að
það eru þeir Gyðingar og þeir einir, sem Biblían nefnir
því nafni.“
Hvað J. G. á við með nafninu Gyðingar, hygg jeg, að
heimurinn láti sig litlu skipta. Mönnum, sem um allan
heim, ganga undir nafninu Gyðingar, hefir verið eignað
þetta rit. Fyrir það hafa þeir verið ofsóttir og líflátnir, í
Rússlandi fyrst og síðan í Þýskalandi.
Nú kemur að spumingu J. G. Hún er þessi:
„Mundi S. G. J. kalla Biblíuna falsrit, ef einhver gæfi
hana út og nefndi hana t. d. íslendingabók, en breytti
henni ekki að öðru leyti?“
Ef Jónas Guðmundsson skipti um nafn án þess að til-
kynna það og ljeti alla halda, að hann væri annar maður
en hann er, þá mundu menn segja, að hann gengi undir
fölsku nafni. Biblían sjálf hjeti fölsku nafni, væri hún
kölluð íslendingabók. Og mundi ekki J. G. sjálfur kalla
hana falsrit, ef öllu því, sem hún segir um fsraelsmenn,
væri snúið við og það heimfært til Islendinga? Þannig er
ástatt með Siðareglumar. Þær ganga fyrst og fremst und-
ir flösku nafni frá Nilusar hendi, og auk þess er innihald-
ið falsað, þar sem samsærissamtökin segja, að þeirra eigið
samsæri sje Gyðinga verk. Ef J. G. sjer ekki, að slíkt er
fals, þá neyðist jeg til að spyrja: „Hvar er dómgreind
mannsins og siðferðisvitund?“
„Siðareglumar“ urðu ekki falsrit við það, að J. G. gaf
ritið út og breytti nafni þess, heldur hefir það siglt undir
fölsku flaggi, síðan Nilus gaf það út undir fölsku nafni og
kendi það ranglega Gyðingum.
Það getur verið sannorð lýsing á fyrirætlunum sam-
særissamtaka, eins og J. G. heldur fram. Jeg fullyrði
ekkert um það. Hitt fullyrði jeg, eins og J. G. sjálfur, að
Siðareglumar sjeu „áreiðanlega ekki skrifaðar af Gyð-
ingum nje þeim ætlaðar, þótt nafni Gyðinga sje stolið.“
Sæmundur G. Jóhannesson.
TIL LESENDA BLAÐSINS.
Heimkoma ritstjórans hefir nokkuð dregist, og hefir
hann dvalið lengur í Bretlandi en vonir okkar hjer heima
stóðu til. Hann hefir á undanförnum áratugum skrifað
bækur á ensku, sem náð hafa mikilli útbreiðslu og dreifst
um allan heim. Nú var enn þörf á nýrri útgáfu þeirra, og
hefir hann dvalið ytra og unnið að henni. Hann er nú, ef
Guð lofar, væntanlegur heim til íslands með „Gullfossi11
í byrjun marsmánaðar. Heilsa þeirra hjóna beggja var
góð, þegar síðast frjettist af þeim.
VERÐHÆKKUN BLAÐSINS.
Það var tilkynt í síðasta blaði, að ritstj. neyddist til að
hækka verð blaðsins í 10 kr. vegna stóraukins útgáfu-
kostnaðar. í því sambandi vill hann gera fátækum kaup-
endum nokkra ívilnun. Þeir, sem efnahags síns vegna sjá
sjer ekki fært að greiða 10 kr., mega í stað þess borga
blaðið með 7 kr.
FERÐASAGA RITSTJÓRANS.
Gert var ráð fyrir því í síðasta blaði, að ferðasaga ritstj.
mundi byrja í þessum árgangi. En ekki gat hún byrjað í
þessu blaði. Lesendur eru beðnir að afsaka þessi von-
brigði.
Sumir hafa spurt, hvort ritstj. mundi ekki skrifa ferða-
bók, sem yrði gefin út með myndum. Þetta mun verða at-
hugað. Enginn vafi leikur á því, að slíka bók mundu fjöl-
margir vilja kaupa, ef verðið væri viðráðanlegt. Því mið-
ur gerast bækur nú dýrar mjög. Gaman væri samt að
heyra, hvað lesendur „Nlj.“ segja um þessa hugmynd.
Hjer má geta þess, að ritstj. hefir viðað að sjer margvís-
legu efni í blaðið, sem vafalaust veitir lesendum bæði
gagn og ánægju. S. G. J.
VINAGJAFIR TIL BLAÐSINS.
Enn sem fyrri vilja margir styrkja útgáfu „Nlj.“ Meðal
þeirra eru: Akranes: Á. Þ. 20.00; G. J. 20.00. Akureyri: í.
O. 20.00; S. J. 35.00; S. M. 30.00. A.-Barð.: H. G. 20.00
(áheit). Eyjafj.: F. S. 10.00; M. J. 12.00; Þ. H. 7.00. S.-MúL:
E. G. 20.00; G. A. 42.00; S. S. 50.00 (Áheit.) Rang.: A. J.
30.25; S. G. 100.00. Reykjavík: Á. J. 50.00; E. Á. 100.00;
H. C. 15.00; Ó. K. 90.00; Ónefnd 100.00; Ónefndur 50.00; S.
J. 20.00; S. S. 15.00. A.-Skaft.: B. B. 55.00. Vestm.eyjar:
E. G. 10.00.
Fyrir ritstjórans hönd færi jeg innilegustu þakkir öll-
um þessum vinum og öðrum velunnurum blaðsis, er sent
hafa smærri gjafir. Guð blessi ykkur samkvæmt fyrirheiti
sínu í Fil. 4. 19. Einnig þakka jeg útsölumönnum óeigin-
gjarnt samstarf og skilvísum kaupendum skilsemi þeirra.
________________________________________S. G. J.
NORÐURLJÓSIÐ kemur út annan hvorn mánuð, 48
blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 10 kr. og greiðist fyr-
irfram. Verð í Vesturheimi: 50 cents.
Ritstjóri og útgefandi: Arthur Gook, Akureyri.
Prentverk Odds Björnssonar h.f. — Akureyri