Norðurljósið - 01.09.1959, Síða 3
NORÐURLJÓSIÐ
35
trúar á Krist — hve margt veit hann einn — en meðal
þess er núverandi ritstj. og kona hans. Auk þess gaf
hann út um tíma „Vort daglega brauð“, blað til að
örva biblíulestur með uppbyggilegum athugasemd-
um við ritningarkafla. „Boðberann“, sem kom út
veturinn 1918—1919, og á dönsku „Budbringeren“,
sem var blað handa starfsfólki pósts og síma í Dan-
mörku og Noregi, gefið út á fyrstu starfsárum hans.
Hann gaf líka út fjölda bóka og smárita auk þessara
blaða. Samtímis þessu hélt hann áfram að rita bæk-
ur á ensku, er sumar hafa náð allmikilli útbreiðslu.
Margt er geymt á enskri tungu af fögrum sálmum
og andlegum ljóðum, og jók Arthur þar nokkru
við. Hann orti nokkuð framan af ævi, þótt fátt hafi
verið prentað af því. Hann þýddi nokkra enska
sálma á íslenzka tungu og hefði snúið fleirum, ef
eigi hefðu komið til greina strangar kröfur um
stuðla, sem íslenzkan gerir til fagurra ljóða eða vel
ortra. En er kvöldsett fór að verða á starfsdegi hans,
hóf hann að snúa Passíusálmum Elallgríms á enska
tungu og fannst það köllun frá Drottni. Hann lauk
því verki, sömuleiðis þýðingu á minningarkvæði
Matthíasar um Hallgrím og „Allt eins og blómstrið
eina.“ En þá var merkum áfanga náð, og starfsdagur
hans á enda runninn.
Árangur starfs hans? Hvaða maður getur dæmt
um hann? Jafnvel þótt menn dæmi, þá er Drottinn
sá, er kveður upp hinn endanlega dóm. En ótrúlegt
mun sumum jaykja, ef Arthur Gook verður ekki
einn af þeim, er fá að heyra orðin: „Gott, þú góði
og trúi þjónn. Gakk inn til fagnaðar Herra þíns.“
Arthur Gook var tvíkvæntur. Árið 1907 gekk
hann að eiga heitmey sína Elorence Palmer. Lifa
fimm börn þeirra, en eitt fæddist andvana. Kona
hans lézt árið 1948. Árið 1950 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Kristínu Steinsdóttur, og áttu
þau eigi barna.
Sama árið, sem þau Kristín giftust, lögðu þau af
stað í langferð kringum hnöttinn. Höfðu honum
borizt áður víða að ýmsar beiðnir um heimsókn, ef
henni yrði komið við. Prédikaði hann orðið, hvar
sem tækifæri gafst og flutti víða fyrirlestra um ís-
land, meðal annars í útvarp.
Ferðalög voru honum ekkert nýnæmi. Hann ferð-
aðist mikið hér á landi, einkurn framan af starfs-
tíma sínum, þá mest á hestbaki. Síðar fékk hann bif-
hjól og bifreið seinast. Mun hann hafa heimsótt
flestar sýslur landsins. Hélt hann víða samkomur og
sinnti einnig lækningum, er hann var í þeim ferð-
um. Til Bretlands fór hann margsinnis, ferðaðist
fram og aftur um England og Skotland, fór og enda
til írlands. Flutti hann á ferðum þessum aragrúa af
erindum um ísland og sýndi einnig skuggamyndir
liéðan.
Um páskaleytið 1954 veiktist hann af lungna-
bólgu, varð mjög þungt haldinn og náði sér aldrei
eftir það. Árið eftir veiktist hann aftur, og varð þá
ljóst, að hann yrði að leita þangað, er vetur væri
skemmri og loftslag hlýrra en hér. Fóru þau hjónin
til Suður-Englands og dvöldust þar á ýmsum stöð-
um, unz Guð gaf þeim fast heimili í Hailsham.
Frá því hann kom til Englands þangað til
skömmu fyrir andlát sitt, prédikaði hann orð Drott-
ins og flutti erindi um ísland hvar sem tækifæri
bauðst, ef kraftar leyfðu. En með viljafestu þeirri og
seiglu, sem einkenndu hann, var þverrandi orku
mest beint að markinu: þýðingu Passíusálmanna.
Seint í maí s.l. veiktist hann og var talið, að hann
mundi þurfa uppskurð, sem ekki varð þó af. Drott-
inn tók hann heim. Bæði í þeim veikindum sem í
öðrum hjúkraði frú Kristín manni sínum af stök-
ustu alúð, eins og hún áður hafði reynzt honum
mjög hjálpsamur ferðafélagi, jafnt í ferðinni miklu
sem í öðrum. Vafalaust hafði hún vænzt þess að
mega njóta samfylgdar manns síns lengi ennþá, en
Drottinn ræður dvalartíma og brottferðartíma
barnanna sinna. Munu þeir allir, sem „Norðurlj.“
lesa og fleiri þó, senda henni ásamt því hugheilar
og hjartanlegar samúðarkveðjur og börnum hans
einnig. „Sjálfur Drottinn huggi hjörtu yðar og
styrki." Megi það rætast þeim til handa, er syrgja
hann.
Arthur Gook var mikill vexti, fallegur maður og
glæsilegur að vallarsýn. Gáfur hans voru miklar og
fjölhæfar og hann var víðlesinn maður. Þekking
hans og skilningur á ritningunni var með ágætum.
Bænamaður var hann, sem oft fékk dýrleg bænasvör.
Hann var vel máli farinn, prédikari góður og gædd-
ur mikilli söngrödd. Honum var sérsíakt yndi,
miklu fremur en ljúf skylda, að mæta með öðrum
börnum Guðs við borð Drottins og minnast dauða
hans á hinn óbrotna hátt, sem Drottinn Jesús hafði
sjálfur gert, er hann stofnsetti kvöldmáltíð sína. Þar
mætti hann með börnum Guðs síðasta sunnudaginn,
áður en hann lagðist banaleguna. Las hann þá úr
Jobsbók 33. kap., síðari hluta kapítulans, og úr 19.
kap. 23.-27. vers. Honum var ljúft að lesa þann
kafla og leggja út af orðunum: „Ég veit, að lausnari
minn lifir.“
Kæri Arthur! Þú andlegi faðir og fræðari minn og
margra annarra, þú starfsbróðir minn og húsbóndi
í meira en fjórðung aldar, nii þarfnast þti ekki leng-
ur þessarar minningar. Augu þín hafa litið lausnara
þinn, séð konung þinn í ljóma sínum. Guði séu
þakkir fyrir líf þitt og starf. Hans er dýrðin fyrir
allt, sem hann lét þig gera með fyrirmynd þinni,
kenningu þinni og framkvæmdum. — S. G. J.
Heimilisfang frú Kristínar Gook er:
„Mizpah" Hawthylands Road,
Hailsham, Sussex,
England.