Norðurljósið - 01.09.1959, Side 7
NORÐURLJÓSIÐ
39
unun, er hann leit á líf hans hér á jörðu. Guð segir
nú: „Horfið á hann.“ Drottinn er sannlega dýrmæt-
ur öllum þeim, er gera það.
Brauðið var handa öllum, sem táknar fullnægan
frelsara. Brauðhleifarnir tólf, líkt og steinarnir tólf
á brjóstskildi æðsta prestsins, tákna hinar tólf ætt-
kvíslir Israels. Með þessu móti áttu þær hlutdeild í
borðinu. Allir Guðs heilögu eru séðir í Kristi, born-
ir fram fyrir Guð honum til ununar og til fullnægju
kærleika hans.
Hið eina brauð á borði Drottins nú bendir á
Krist, sem bæði gaf líf sitt fyrir oss og einnig gefur
oss líf sitt. Bað bendir einnig á hinn eina líkama.
Vér erum öll eitt í Kristi.
Brauðsins var neytt, sem táknar hinn styrkjandi
frelsara. Brauðin voru etin á helgum stað af prest-
unum. Fæðan gagnast oss með því móti einu, að vér
neytum hennar. Aðeins með því, að vér færum oss
Krist í nyt, vöxum vér í náð og verðum sterk í
Drottni. (II. Pét. 3. 18.) Með því að nærast á orðinu
og neyta Krists fáum vér kraft til að þjóna Drottni
í lielgidóminum, vegna annarra.
Komið að borðinu, takið Krist, elskið Krist, nær-
ist á Kristi. Þá öðlist þér fyllingu gleðinnar nú og
himneska sælu til eilífðar.
Sigurgjöfin örugga.
Vakningarprédikarinn heimsfrægi, dr. R. A.
Torrey, segir svo frá:
„Maður kom einu sinni til mín og sagði: „Herra
Torrey, mig langar til að ræða við yður einslega. . . .
Mig langar til að segja yður sögu mína.“ Svo að ég
sagði: „Gerið svo vel, setjizt niður“ og hann fór að
segja mér ævisögu sína. . . . „Þegar ég var sjö ára,
byrjaði ég á að lesa alla biblíuna," (sem er ágætt, að
drengur geri) „og þegar ég var kominn í V. Móse-
bók, fann ég þar, að maður, þótt hann héldi allt
lögmálið í hundrað ár og bryti síðan lögmálið í einu
atriði, þá væri hann undir bölvun. Er þetta rétt?“
Ég sagði: „Það er ekki nákvæm tilvitnun, en það er
hér um bil efnið.“ Hann hélt áfram: „Ég var aðeins
sjö ára drengur, en ég varð yfirkominn af þeirri til-
finning, að ég væri undir bölvun Guðs, og þetta
stóð í nærri því ár. Þá var ég kominn í nýja testa-
mentið, og ég las í Jóh. 3. 16.: ,Svo elskaði Guð
heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að
hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi ei-
líft líf.‘ Þá sá ég, að Drottinn Jesús hafði borið allar
syndir mínar, og byrði mín hvarf.“ Hann sagði:
„Hafði ég snúið mér til Krists?" Ég svaraði: „Þetta
er líkt sönnu afturhvarfi." Þá sagði hann: „Bíðið við
andartak, ég ætla að segja yður alla söguna. Eftir
nokkur ár kom ég til Chicago, og ég hefi atvinnu í
nautgriparéttunum. Þér þekkið umhverfi naut-
griparéttanna, það er mjög hart umhverfi. Ég hefi
vanizt á að drekka, og öðru hverju kemst ég undir
vald sterkra drykkja. Ég hefi reynt að losna, en ég
get það ekki. Ég hefi komið til að spyrja yður: er
nokkur leið til að fá sigur yfir synd?“ Ég sagði:
„Þér hafið einmitt komið til rétta mannsins; ég get
sagt yður þetta.“ „Ég vildi, að þér gætuð það,“ sagði
hann. Ég lauk upp biblíunni við I. Kor. 15. og las
fyrstu fjögur versin: ,En ég birti yður, bræður, fagn-
aðarerindi það, sem ég boðaði yður, sem þér og
veittuð viðtöku, sem þér einnig standið stöðugir í,
sem þér og verðið hólpnir fyrir, ef þér haldið fast
við orðið, sem ég boðaði yður fagnaðarerindið með
— nema svo skyldi vera, að þér hafið ófyrirsynju
trúna tekið. Því að það kenndi ég yður fyrst og
fremst, sem ég einnig hefi meðtekið, að Kristur dó
vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, og hann
var grafinn, og að hann er upprisinn frá dauðum á
þriðja degi samkvæmt ritningunum."
„Nú,“ sagði ég, „þér trúðuð því, að Jesús Kristur
dó vegna synda yðar.“ Hann sagði: „Ég gerði það.“
„Þér funduð frið við að trúa?“ „Það fann ég.“ Ég
mælti: „En þér trúðuð aðeins hálfu fagnaðarerind-
inu, að Kristur dó vegna synda vorra og var grafinn.
Viljið þér nú trúa hinum helming fagnaðarerindis-
ins? Viljið þér trúa því, að hann reis upp aftur?“
Hann sagði: „Ég trúi því. Ég trúi öllu, sem er í
biblíunni.“ Ég sagði aftur: „Trúið þér í raun og
veru, að Jesús reis upp aftur?“ Hann sagði: „Ég
geri það.“ Ég sagði: „Trúið þér því, sem Jesús
Kristur segir í Matt. 28. 18.: ,Allt vald er mér gefið
á himni og jörðu‘.“ „Já.“ „Þá hefir hann vald til að
gefa yður lausn undan valdi syndarinnar. Trúið
þér því?“ Hann sagði: „Ég geri það.“ Ég sagði:
„Viljið þér festa traust yðar á hann einmitt nú, að
gera þetta?“ Hann sagði: „Ég vil gera það.“ „Alveg
rétt,“ sagði ég, „við skulum krjúpa niður.“ Síðan
bað ég, og hann bað á eftir á þessa leið: „Ó, Guð, ég
trúði, að Jesús dó fyrir syndir mínar á krossinum,
og ég fann frið við þá trú. Nú trúi ég, að Jesús reis
npp aftur og að hann hafi allt vald á himni og jörðu
og að hann hafi vald til að gera mig frjálsan nú í
dag. Drottinn Jesús, leystu mig frá valdi áfengisins
og frá valdi syndarinnar." Þegar bæn hans lauk,
sagði ég við hann: „Viljið þér treysta honum til að
gera þetta?“ Hann sagði: „Ég vil,“ og hann gerði
það. Fáum vikum seinna fékk ég bréf frá honum, í
því sagði hann: „Ég er svo glaður yfir því, að ég
kom til yðar. Það dugir.“
„Kristur er ekki eingöngu dáinn, hann er uppris-
inn. Hann er lifandi frelsari nú. Hann hefir allt
vald á himni og jörðu, og djöfullinn er enginn jafn-
oki hans. Hinn upprisni Kristur hefir vald til að
brjóta fjötra áfengisins, til að rjúfa fjötra ópíums,
til að mola fjötra holdlegra girnda og sérhverrar
syndar. Ef þú treystir honum til að gera þetta fyrir
jiig, mun hann gera það. Trú á Drottin Jesúm er
að líta til hans og treysta honum til að gefa þér sigur
yfir synd.“