Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1959, Side 8

Norðurljósið - 01.09.1959, Side 8
40 NORÐURLJÓSIÐ Saga þessi þarfnast engra skýringa. Hún talar það mál, er sérhver þræll syndar, nautna og ills ávana getur skilið, ef hann vill, að Jesús Kristur er full- kominn frelsari allra þeirra, sem fela honum að frelsa sig og treysta honum til að vilja það, geta það og gera það. Drottinn Jesús vill frelsa þig, ekki undan valdi einnar syndar, heldur sérhverrar syndar. Vilt þú láta hann gera það? Reyndu Krist, þótt allt hafi áður brugðizt. Reyndu hinn lifandi, máttuga Drottin Jesúm, sem hefir allt vald á himni og jörðu. Reyndu Krist, hinn mikla Drottin, sem getur frelsað til fulls. Sekt fyrir að blóta. Skipspresturinn og skipherrann á brezku herskipi hafa gert tilraun til að hefta blótsyrðaflaum sjó- manna þar. Þeir settu kassa á borð í matsalnum og spjald hjá, sem á var letrað —í lauslegri jrýðingu: „Þú talaðir Ijótt. Þér þykir það leiðinlegt. Greiddu þess vegna sekt þína. Fyrir meinlaus og tepruleg blótsyrði — 20 aura. Fyrir öll venjuleg blótsyrði — 40 aura. Fyrir að krossbölva — 60 aura. Fyrir samtvinnaða blótsyrðarunu — 1,25 kr.“. Menn gætu furðað sig á því, ihvers vegna skips- presturinn festi ekki nokkrar ritningargreinir á kassann, sem hefðu getað sýnt mönnunum, að al- máttugur Guð telur blótsyrði meira en 1.25 kr. synd. Kristur sagði: „Ég segi yður: Sérhvert ónytjuorð, sem menn- irnir mæla, fyrir það skulu þeir á dómsdegi reikn- ing lúka. . . . Af orðum þínum muntu verða sak- felldur." (Matt. 12. 36.-37.) Varið ykkur, blótsömu menn! Guð lætur ekki að sér hæða. Hann lætur ykkur lúka reikning fyrir þessa synd, eins og aðra menn fyrir aðrar syndir. En ef þið viljið láta af þessari synd sem öðrum, þá er Guð fús að fyrirgefa ykkur vegna dauða Drottins Jesú á krossinum á Golgata, hreinsa bæði hjartað og munninn, af því að blóð Jesú, sonar hans, hreins- ar oss af allri synd. Drottinn Jesús hefir allt vald á himni og jörðu og einnig yfir tungunni, sé hún falin honum og stjórnin á henni. Munið. blót er synd, sem verður eigi greidd með aurum eða krónum. Hún kostaði son Guðs lífið, er hann dó, til þess að Guð gæti fyrirgefið hana. Blót er meira en illur ávani. Blót er SYND. „Sá, sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik, og hann sneiði sig hjá illu.“ (I. Pét. 3. 10—11.) STÓRMERK FRÉTT. Dr. Oswald J. Smith, frá Toronto, ráðgerir heimsókn til íslands. Dr. Oswald J. Smith er víðkunnur maður, eða öllu fremur heimskunnur, sem prédikari, rithöfundur og sálmaskáld. Kunnastur er hann þó, ef til vill, vegna fram úr skarandi áhuga á kristniboði víða um heim. Hann var persónulega kunnugur Arthur heitnum, en vissi ekki, að hann var farinn heim til Drottins, og ritaði honum því bréf. Segir hann þar, meðal annars: „Mér hefir oft legið það á hjarta að halda samkomur á fslandi, og ég er að velta fyrir mér, hvort það mundi ekki vera tækifæri til þess. Ef Guð gæti notað mig þar, væri ég fús til að fara og gera það, sem ég gæti. „Ég veit ekki, á hvaða tíma ársins veður væri heppi- legast eða hvaða hús mætti nota eða blátt áfram hvað unnt væri að gera, en ég er að biðja viðvíkjandi þessu, og á hjarta mínu hvílir raunveruleg byrði vegna þessa.“ Hann hefir verið í Finnlandi og Svíþjóð undanfarið og reynt þar blessun Drottins. Nú fer hann senn til Japan, Hong Kong og Honolulu, en kemur aftur í nóvember. Dr. Smith er einn þeirra manna, sem elskar öll Guðs börn og getur því unnið með hverjum þeim, sem trúir á Drottin Jesúm og þráir, að aðrir eignist lífið í Kristi. „Nlj.“ skýrði frá ferðum hans í Suður-Ameríku og stórkostlegri blessun, sem fylgdi ferðum hans. Þar tóku flestir trúaðir höndum saman að styðja hann með bæn og samstarfi. Þetta ættu vinir Krists á íslandi að athuga. Ritstj. „Nlj.“ tekur á sig að svara að einhverju leyti þessu bréfi dr. Smiths, en æskir að öðru leyti að heyra tillögur annarra trúaðra um samkomutíma og samkomu- staði. Guðs fólk, felið þetta mál Guði og biðjið hann, sem „framkvæmir allt eftir ályktun vilja síns,“ að haga eftir sínum vilja öllu því, sem heimsókn þessa varðar. S. G. J. VINAGJAFIR OG ÁHEIT. Akranes: G. B. 20.00; M. P. 15.00; S. G. 15.00; Þ. H. 30.00. Akureyri: G. Ó. 30.00; G. S. 90.00; H. J. 40.00; J. M. 20.00; J. S. 20.00; K. B. 50.00; K. G. 40.00; K. J. 100.00; Ó. Þ. 15.00; Ónefndur 500.00; P. D. 100.00; S. A. G. 65.00. A.-Barð.: T. Þ. 90.00. A.-Skaft.: I. J. (áheit) 40.00. Eyf.: E. B. 190.00; S. G. 20.00; V. S. 27.00. Gull.: G. G. 90.00. ísaf.: M. S. 30.00. Ólafsfj.: G. B. 15.00. Rang.: S. G. 90.00; D. J. 40.00. R.vík: B. E. 200.00; E. Á. 90.00; G. E. G. 70.00; G. G. 20.00; H. G. 100.00; I. B. 20.00; K. S. 100.00; Ó. K. í. (áheit) 100.00; Ónefnd kona 200.00; Ónefndur 30.00; S. G. 90.00; S. J. 25.00; S. S. 70.00; Þ. J. J. 550.00 til að auglýsa „Nlj.“. Sigl.: J. M. (áheit) 25.00. Skag.: J. G. (áheit) 100.00; P. G. 100.00. S.-Múl.: J. P. B. (áheit) 50.00. V.- Barð.: M. B. Ö. Th.: 15.00; K. J. 75.00. V.-Hún.: G. S. 100.00; Þ. K. (áheit) 50.00. — Minningargjöf um Arthur Gook: J. K., Hafn., 200.00. — Hafið öll innilega þökk með Matt. 10. 42. — Ritstj. NORÐURLJÓSIÐ kemur út annan hvorn mdnufl, 48 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 10 krónur og greiðist fyrirfram. Verð i Vesturheimi: 1 dollari. Ritstjóri og útgef.: Sæmundur G. Jóhannesson, Akureyri. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.