Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1963, Qupperneq 5

Norðurljósið - 01.01.1963, Qupperneq 5
NORÐURLJÓSIÐ 5 „Ethel, ert það þú? Mamma þín er ókomin enn úr vinn- unni, og ég vil fá kvöldmatinn minn.“ „Já, faðir,“ svaraði Ethel, sem með óstyrkum höndum flýtti sér að ná peningunum upp úr rennandi vettlingnum og koma þeim í pyngju móður sinnar, áður en faðir hennar fengi færi á að ná þeim af henni. Síðan flýtti hún sér í eldhúsið að taka til matinn. Þar var stór pottur með heimaeldaðri súpu, sem móðir hennar hlaut að hafa skilið þar eftir til kvöldverðar. Ethel hitaði súpuna upp og bar á borð, sem enginn dúkur huldi, nema slitinn olíudúkur. Senn kom móðir hennar heim með eitthvað af yngri börnunum. Hún varð að hafa þau með sér í vinnuna, því að enginn var til að líta eftir þeim. Hún hafði verið í hreingerningum allan daginn, og er hún kom heim, köld og örmagna, gladdi það hana mjög að sjá, að Ethel var heima og hafði tekið til matinn. Hún unni Ethel heitt og velti því stundum fyrir sér, hvað hún gæti gert án hennar. Enda þótt Ethel væri aðeins átta ára gömul, þá bar hún þungu byrðarnar með móður sinni og var henni til mikill- ar huggunar. Er lokið var kvöldverði, þvoði Ethel upp fyrir móður sína, sem fór að koma yngri börnunum í rúmið. Þótt hún sjálf væri þreytt, reyndi hún alltaf að gera það, sem hún gat fyrir móður sína. Síðan rölti hún sjálf í rúmið. I litlu og ömurlegu herbergi hennar var ekkert, nema ómálað trérúm, sem fáeinum göndum kápum var fleygt í henni til skjóls. Ethel gat ekki sofnað þegar í stað, og hún fór að hugsa um næsta dag, þegar hún yrði að standa á götuhorninu í nöprum kuldanum og selja blöð. Oftsinnis æskti hún þess, að hún gæti farið í skóla eins og aðrar litlar stúlkur. Hún þráði að læra að lesa og skrifa. Hún var vön að óska, að faðir hennar vildi hætta að drekka og leggja peninga sína í betri föt handa móður hennar og börnunum. Ethel dáð- ist alltaf að fallegum fötum. Hún var vön að horfa á vel- klæddu börnin, sem gengu framhjá blaðsöluborðinu henn- ar, er þau voru á leiðinni í stóru búðirnar til að kaupa til jólanna. Hún var vön að sjó þau koma út úr búðunum, hlaðin gjafabögglum og svo ánægjuleg á svipinn. Hví varð hún að búa á svo fátæklegu heimili? Hví þurfti faðir hennar að nota allt, sem hann vann sér inn, fyrir áfengi? Hvers vegna þurfti móðir hennar, sem hún unni svo mjög, að þræla svona mikið og hafa aldrei nóg handa börnunum? Af hverju gat hún ekki farið í skólann eins og allir aðrir? Með hugann fullan af þessum ósvar- andi spurningum og alveg örmagna, hneig Ethel i djúpan svefn til næsta morguns. •— (Framhald.) --------x--------- ÁVAXTASEMI „Rezta leiðin til að tryggja kristilega hegðun er að rækja vel samfélagið við Krist. Það er betra að vinna að því að auka innri kraftinn heldur en því, að láta hann vera sem mest áberandi. Fáðu meira af safanum inn i greinina, og þá verður meiri ávöxtur. Hafðu meira af lífi Krists í sál þinni, þá verða hegðun og orð líkari Kristi.“ -— Alexander Maclaren. — (Þýtt). Bæn forsetans bjargar Formósu Fyrir nokkrum árum mundi Attlee lávarður, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands, hafa fleygt Chiang Kai-Shek for- seta fyrir úlfa til að sætta rauða Kína. Bandaríkin hafa gert oss (Bretum) til skammar með trúfastri hjálp sinni við þennan þjón Guðs. Trú forsetans hefir nýlega sézt í skæru Ijósi vegna at- burðar, sem gerðist á Formósu. Fyrirsagnir blaðanna fullyrtu umbúðalaust, að ekkert nema kraftaverk gæti bjargað Formósu frá æðigangi „felli- bylsins Nancy“, sem var að nálgast Formósu. Hann var að koma rétt á hæla fellibylsins „Pamela“, sem gert hafði stórskaða á norðaustur Formósu. Veðurfræðingar voru á einu máli um, að þetta mundi verða sterkasti fellibylur, sem sögur færu af. Veðurfræðingar Formósu spáðu, að hann mundi skella á eynni með ekki minna en 410 km. hraða á klukkustund. „Ekkert nema kraftaverk getur bjarg- að þessari eyju frá eyðingar-árás þessa fellibyls,“ kveinuðu veðurfræðingar Formósu. Margt fólk virtist sætta sig við örlög sin, en Chiang Kai- Shek varð mjög áhyggjufullur. Honum voru fengnar í hendur síðustu fregnir af hreyf- ingum fellibylsins. Þegar honum var sagt, að allar varúðar- ráðstafanir hefðu verið gerðar, gekk forsetinn til einka- kapellu sinnar í Shihlin og eyddi fjórum stundum í einlægri bæn til Guðs. „Frelsaðu þessa skelfingulostnu þjóð frá þessari hörmulegu óhamingju, sem er búizt við,“ var heit bæn hans. Auk forsetans gaf bænaflokkur konu hans, sem konur manna í 'stj órninni mynda, sig einnig að innilegri fyrirbæn. Svarið kom með áhrifaríkum hætti, er veðurfræðine- arnir sendu þessa skýrslu: „Stormurinn hefir algerlega breytt um stefnu. Hann fer alveg framhjá Formósu!“ Er ritari forsetans fékk þessar furðulegu fréttir, sendi hann bænaflokki frú Chiang Kai-Shek þessi stuttorðu boð: „Hættið bæn og farið að lofa Guð!“ Guð hafði svarað bæn, kraftaverk gerzt. Fellibylurinn fór yfir Japan. Þúsundir manna misstu lífið og 320.000 manna heimili sín, og geysilegt eignatjón varð. Sælir eru þeir, sem setja traust sitt á hinn lifandi Guð. (Þýtt úr „The Flame.“) ---------x-------- HUGGUN HEILAGRAR RITNINGAR í dagbók Ridley Havergal: „Þreytt, vonsvikin og niður- beygð, fór ég að hugsa um Matteus 11.28.: „Komið Lil :nín allir þér, sem erfiðið.“ En það olli mér hugarkvala, því að orðið „erfiði", átti ekki heima um mig. Eg tók þá nýja testamentið mitt á grísku ásamt orðabók, og mér iil ununar sá ég, að þetta var sama orðið, sem notað var um Drottin Jesúm í Jóh. 4.6.. „Jesús var nú orðinn þreyttur.“ Þetta var blátt áfram mannleg, eðlileg, líkamleg þreyta! Ég gat þá ekki séð, hvers vegna ég ætti ekki að láta þessi orð hugga mig, svo að ég gerði mér ekki það ómak að hugsa, en hann lét orð sín hvíla mig algerlega!"

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.