Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1963, Side 8

Norðurljósið - 01.01.1963, Side 8
8 NORÐURLJÓSIÐ Áðeins handa óguðlegum Þessi grein er ekki handa góðu fólki. Hún er ætluð óguðlegum mönnum. Hverjir eru þessir menn, sem þú kallar óguðlega? mundi einhver vilja spyrja. Hverjir eru það, sem læknirinn segir, að séu veikir af berklum? Fólk, sem hefir sjúkdómseinkenni, sem benda á berklaveiki. Hverjir eru þeir, sem orðnir eru krabba- meinssjúklingar? Fólkið, sem læknarnir með rannsóknum sínum finna krabbameinseinkenni hjá. Hverjir eru óguðlegir? Þeir, sem einkenni óguðleikans finnast hjá. Hver eru þau? Óguðlegur maður sýnir Guði fyrirlitningu, segir í biblí- unni. (Sálm. 10.13.) Hann ber enga virðingu fyrir Guði. Hann er alveg skeytingarlaus um Guð. Honum stendur á sama, hvort Guð er til eða ekki. Óguðlegur maður lifir lífi sínu, ræður ráðum sínum og stundar störf sín, án Guðs, án þess að hugsa til hans. Óguðlegum manni finnst Guð í órafjarlægð, einhvers staðar langt í burtu, og að hann sé afskiptalaus um menn- ina og hagi þeirra. „Hvernig ætti Guð að vita og hinn Hæsti að hafa nokkra þekkingu" á högum og störfum manna? (Sálm. 73.11.) Óguðlegur maður vill ekki vita neitt um Guð, ekki heyra neitt, sem sannað geti tilveru hans. Óguðlegur mað- ur horfir á dýrlegar dásemdir sköpunarverks Guðs og segir síðan: „Þetta hefir allt þróazt svona. Enginn skap- andi kraftur eða leiðbeinandi máttur er til. Náttúran hefir gert þetta allt svona úr garði.“ Ef þú sérð mann, sem sýnir litla man,núð eða enga, skeytir ekki um þurfandi meðbræður sína og fer illa með skepnur sínar, þá er sá maður óguðlegur, því að biblían, orð Guðs, segir: „Hjarta óguðlegra er hart.“ Ef þú sérð mann, sem er að fá lán hjá kunnugum eða ókunnugum, en skeytir ekkert um að borga þau, ánafnar heldur öðrum eigur sínar og gerir sig gjaldþrota til að sleppa við réttmætar skuldagreiðslur, þá er þetta óguð- legur maður, því að orð Guðs segir: „Óguðlegur maður tekur lán og borgar eigi.“ (Sálm. 37. 21.) „Guð er fjarri óguðlegum,“ segir heilög ritning. Hon- um er breytni þeirra mjög á móti skapi. Hann getur ekki samþykkt hana og hefir áður refsað henni stranglega og mun enn gera það, því að ritað er: „Við hinn óguðlega segir Guð: „Hvernig dirfist þú að telja upp boðorð mín og taka sáttmála minn þér í munn, þar sem þú hatar aga og varpar orðum mínum að baki þér? Sjáir þú þjóf, leggur þú lag þitt við hann, og við hórkarla hefir þú samfélag. Þú hleypir munni þínum út í illsku, og tunga þín bruggar svik. Þú situr og bakmælir bróður þínum og ófrægir son móður þinnar. Slíkt hefir þú gert, og ég ætti að þegja, og þú halda, að ég væri alveg eins og þú? Ég mun hegna þér og endurgjalda þér ■augljóslega.“ (Sálm. 50. 16.—21.) Óguðlegur maður er í hættu. Honum má líkja við fólk, sem er að ferðast með flugvél, skipi eða bifreið, þar sem falin er tímasprengja. Það er öruggt um sig og óttalaust, unz skelfingin dynur yfir svo skyndilega, að engri björgun verður komið við. Þannig var það á dögum Nóa, þegar Guð lét koma vatnsflóð yfir heim hinna óguðlegu, segir ritningin. Enginn átti von á því, nema Nói, að Guð mundi láta hótun sína rætast. „Hinn óguðlegi segir í drambsemi sinni: „Hann hegnir eigi!“ „Enginn Guð!“ — það eru allar hugsanir hans.“ (Sálm. 10.4.) Guð hefir sagt: „Ég mun hegna þér.“ Óguðlegur maður neitar þessu algerlega. — Hvors orð munu rætast, Guðs eða óguðlegs manns? Biblían hefir svarað þeirri spurningu. „Vitur maður sér ógæfuna og felur sig,“ segir ritningin. Er unnt að fela sig fyrir Guði, að umflýja þá reiði, sem 'hann mun láta „opinberast af himni yfir sérhverjum óguðleik?“ (Róm. 1.18.) Guði sé lof, þetta er unnt! Hvernig má það verða? Heyrið orð Guðs: „Hinn óguðlegi láti af breytni sinni og illvirkinn af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins, þá mun hann miskunna honum, til Guðs vors, því að hann fyrirgefur ríkulega.“ (Jes. 55. 7.) Með því að láta af illri breytni sinni og snúa sér til Drottins getur hver óguðlegur maður fengið fyrirgefn- ingu Guðs, sem fyrirgefur ríkulega. Hann getur gert það á réttlátan hátt, af því að „Kristur dó fyrir óguðlega.“ „Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vor- um.“ (Róm. 5.6. og 8.) Þetta eru beztu fréttir, sem fluttar verða í þessum heimi. Þetta er sjálfur gleðiboðskapur fagnaðarerindis Krists. Kristur dó fyrir óguðlega, dó í þeirra stað, eins og það er orðað stundum. „Kristur dó fyrir óguðlega,“ Hvílík náð af hálfu Guðs, hvílík elska af hálfu Krists! Hvílíkt akkeri að liggja við, þegar samvizkan klagar og Satan ákærir, þegar stormar óttans varpa sál mannsins út á haf efans um náð og mátt Guðs til að frelsa! Þetta veit ég svo mætavel af eigin raun. Heyrið því allir óguðlegir menn: Látið af illri breytni og treystið Kristi, sem dó fyrir okkur alla. „Þú getur treyst manninum, sem dó fyrir þig.“ Komið til hans, það er ekki til ónýtis. Óguðleiki færir mönnum hvorki frið né hamingju. Drottinn Jesús veitir oss þetta. í honum er allt, sem veitt getur mönnum sanna farsæld, bæði í þessum heimi og hinum komandi. Veitið Kristi viðtöku, lifið honum, látið hann stjórna lífinu. Ekkert betra er til. S. G. J. ---------------------------x--------- KAUPENDUR eru beðnir að afsaka, að blaðið var ekki sent út ú réttum tíma. Pappírinn í blaðið er fluttur inn frá Finnlandi og var afgreiddur þaðan meira en mánuði seinna en gert var ráð fyrir. Efnið í „Molum frá borði Meistarans“ verður annað en ráðgert var. Ritstj. vildi stytta það dálítið, en breytingar voru ekki leyfðar án samþykkis höfundar. --------X--------- Norðurljósið, 12 blöð á ári, kostar 30 kr. vestanhafs 1 dollar, í Færeyjum 7 kr. færeyskar. Ritstjóri og útgefandi: Sœmundur G. Jóhannesson, Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.