Norðurljósið


Norðurljósið - 01.06.1963, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.06.1963, Blaðsíða 1
44. árg. Júní 1963 6. tbl. SIGUR YFIR VÍN! OG TÓBAKI Eftir J. Karam, fyrrv. Þegar ég var unglingur, man ég eftir, vildi ég verða góður og heiðarlegur æskumaður vegna móður minnar. Hún var mér alveg dásamlega góð, og ég vildi hún væri hreykin af mér. Af einhverri ástæðu leið mér aldrei vel; og ég var alltaf hræddur, þegar ég var drengur. Eg fór því að leita að hamingju á þann eina hátt, sem ég þekkti. Oftsinnis sagði ég móður minni, að ég vildi fara til ein- hvers staðar, og hún lánaði mér bifreiðina. Síðan tók ég einhverja vinstúlku mína með mér, og við fórum í ein- hverja skemmtiknæpu til að drekka og dansa. Stöku sinn- um sá ég einhvern, sem taldi sig vera sannkristinn, á slík- um stöðum. Þá notaði ég hann til að friða samvizku mína og til að sannfæra vinstúlku mína, að það væri rétt, sem við vorum að gera. En mig langaði alltaf til að gera rétt. Eftir starf mitt í þágu knattspyrnunnar, sem dvöl í sjó- hernum sleit um tíma, leitaði ég ákaflega að nýrri leið til hamingju. Ég sagði stundum yndislegu konunni minni, að ég þyrfti að skreppa eitthvað í viðskiptaerindum. Þá sótti ég skemmtistaði, félagsheimili og vínsölukrár. Auðvitað veitti stundaránægja af þessu enga varanlega hamingju. Þegar konan mín komst að þessum íúrum mínum, bað eg hana að fyrirgefa mér, eins og ég hafði beðið móður ttína fyrr á árum. Ég reyndi að spila ekki fj árhættuspil, drekka ekki né þjóta eitthvað. En maður án náðar Jesú Krists getur ekki staðizt freistingar djöfulsins. A hádegi, laugardaginn 6. apríl 1959, kom dóttir mín til mín og sagði mér, að vakningarsamkomur ættu að byrja í kirkjunni í næstu viku. „Mig langar til, að þú komir, pabbi,“ sagði hún. Þú hefir aldrei komið í mína kirkju.“ Börnin mín höfðu tilheyrt henni í átta ár. Eg hafði tilbúna afsökun: „Ekki nokkur maður í þeirri kirkju hefir nokkru sinni boðið mér að koma,“ sagði ég við hana. „Þeir kæra sig ekkert um mig þar.“ Dóttir mín gafst ekki upp. Hún talaði við sálnahirði stnn, dr. W. 0. Vaught. Hann endurtók boðið og spurði Wiig líka óþægilegrar spurningar. „Eruð þér sannkristinn?“ spurði hann. „Já, herra minn, ég er sannkristinn.“ Sálnahirðirinn horfði á mig andartak, benti með fingri knattspyrnukennara. á andlit mér og sagði: „Jimmy, ef þér ættuð að deyja á þessu andartaki, færuð þér beina leið til helvítis.“ Mér til undrunar varð mér ekkert illa við þessa fullyrð- ing hans. Eftir örlitla stund sagði ég við hann: „Prédikari, ég býst við, að það, sem þér segið, sé rétt.“ Síðan tjáði ég honum, hve mjög ég hafði reynt að breyta líferni mínu. „Ég reyndi það fyrir móður mína,“ sagði ég, „ég hefi reynt það fyrir konuna mína, og ég hefi reynt það fyrir börnin mín. En það hefir ekkert gagn gert.“ „Jimmy,“ sagði hann, „það, sem þér segið, er vafalaust rétt. Þér hafið reynt vegna móður yðar, konu yðar og barna yðar. En hafið þér nokkurn tíma reynt að hætta vegna Jesú?“ Síðan tók hann fram nýja testamentið. „Ég er syndari, alveg eins og þér,“ hélt hann áfram. „Okkur alla skortir Guðs dýrð. En hann hefir gert ráð- stafanir vegna synda okkar með dauða Jesú Krists á kross- inum. Það er ekki eingöngu, að hann þurrki á brott allar okkar syndir, en hann gefur okkur styrk til að halda okkur frá að ljúga, svikja, drekka og öllu öðru, sem við viljum ekki gera.“ Þetta var hið eina, sem ég þurfti að heyra! Þarna og samstundis lagði ég vilja minn undir Guðs vilja. Síðar kom ég fram í kirkjunni til að játa opinberlega trú mína og var skírður. Síðan hefir allt verið dásamlegt. Hér um bil hálfum mánuði eftir skírn mína naut ég kristilegs samfélags á heimili ungra hjóna. Sálnahirðirinn var þar. „Jimmy,“ sagði hann við mig, „þú hefir reykt 18 sígarettur á minna en einni klukkustund.“ „Mér þykir það leitt,“ sagði ég við hann, „en ég get ekkert gert viðvíkjandi reykingum. Ég er eini knattspyrnu- þjálfarinn, sem þú hefir nokkru sinni heyrt um, að hann hafi reykt á æfingavellinum. Ég ræð blátt áfram ekkert við þetta.“ ,.Jimmy,“ hélt hann áfram, „þú gætir þjónað Drottni dálítið betur án þeirra.“ Aftur skýrði ég fyrir honum, að ég gæti alls ekki hætt. Um kvöldið lásum við konan mín ritninguna saman eins og venjulega. Þá lásum við þar: „Allt er mögulegt fyrir Guði.“ Ég fór að hugsa um það, sem sálnahirðirinn hafði

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.