Norðurljósið


Norðurljósið - 01.06.1963, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.06.1963, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 43 haf. Vissulega var lítill munur á því, í hvora áttina íré- spæninum væri fleygt. En æðilangur vegur var á milli staðanna, þar sem ferð hans endaöi, eftir því, í hvaða átt honum var fleygt. Þegar þú lest þetta, getur veriS þér finn- ist lítill munur á því, hvort þú velur Krist sem frelsara þinn eSa ekki. Mismunurinn liggur í ákvöröunarstaö sálar þinnar. Vel þú Jesúm, og sál þín mun um eilífö vera á himni, eilíflega fjarri þeim staS, sem hún verður á, ef þú vanrækir Krist. Kristinn maður er sá, sem valiÖ hefir rétt: valið Drottin. 2. Sem breyting. Trúarbrögðin ein breyta venjum manna og hegöun heldur lítið. Fagnaðarerindi Krists, sem er hjálp- ræði veitt af náð, umskapar manninn. I Antíokkíu (Post. 11.) voru lærisveinarnir fyrst kallaðir KRISTNIR, af því að líferni þeirra sýndi, að þeim hafði verið breytt. Þeir höfðu valiS Drottin, þeir voru í Kristi, þeir voru orðnir ný sköpun. HiS gamla var orðið að engu, allt var orðið nýtt. (II. Kor. 5. 17.) Sannkristinn er sá maður, er sannar, að hann hafi valið Krist, með algerri lífernisbreytingu með því að leitast við aS láta Drottin vorn Jesúm Krist alveg stjórna líferni sínu. 3. Sem krafa. Kristnin á engan sinn jafningja. Pétur rit- aði ofsóttum kristnum mönnum til uppörvunar: „Ef ein- hver líður sem kristinn maður, þá fyrirverði hann sig ekki.“ (I. Pét. 4. 16.) Jesús leið til að veita oss frelsun frá syndinni. Getum vér vænzt þess að komast hjá þeirri þján- ingu, sem þarf til þess að fara með fagnaðarerindið út um allan heim? Líklegt er, að um 800 milljónir manna hafi aldrei heyrt það. Fólk, sem valið hefir Drottin og reynt líf- ernisbreytingu er undirbúið til að mæta kröfu kærleika Krists vegna týndra manna. Þess vegna er sá kristinn maður, sem er afturhorfinn syndari og finnur sig eiga guð- legt erindi við alla, sem þurfa að frelsast. (Þýtt úr „Contact“, málgagni kristinna kaupsýslumanna, 127 South Wacker Drive, Chicago 6, Illinois.) --------x-------- BARNAÞÁTTUR: Sögur Gísla smala. Afkomendur Jokobs í Egiptalandi. Við heyrðum í síðustu sögu, að Jakob fór til Egiptalands. Með honum fóru allir synir hans, konur þeirra, börn og heimilisfólk. Hann var þar, þangað tii hann dó. Þá var lík hans flutt til Kanaanlands og jarðað þar. Niðjar hans bjuggu áfram í landi Egipta, í héraði, sem kallað var Gósen. Það var frjósamasta og bezta bérað landsins. Þarna leið þeim fjarska vel og þeim Ijölgaði mjög ört. Guð hafði gefið Jakob nafnið ísrael. Þessu nafni voru síðan niðjar hans nefndir eða kallaðir ísraels- ntenn. Þessu nafni nefnast þeir nú á dögum, þeir af þeim, sem heima eiga í landinu, sem Jakob bjó í, áður en hann fór til Egiptalands. En er tímar liðu, urðu ísraelsmenn svo fjölmennir í Egiptalandi, að þeir urðu fleiri en Egiptar. Þá kom til valda nýr konungur. Hann hafði aldrei heyrt tal- að um Jósef og vissi ekki, að það var honum að þakka, næst Guði, að Egiptar lifðu af hallærisárin. Hann varð hræddur við ísrael og ákvað að reyna að gera eitthvað til þess, að þeim fjölgaði ekki svona mikið. Hann gaf út þá skipun, að Israelsmenn yrðu að fara að vinna fyrir hann. Hann lét þá fara að byggja borgir fyrir sig og setti yfir þá verkstjóra, sem börðu þá miskunnarlaust, ef þeim fannst, að ísraelsmenn héldu ekki nógu vel áfram við vinnuna. En Faraó, konungurinn nýji, vissi ekki, að erfiðis- vinna gerir menn hrausta, ef þeir hafa nóg að borða. Það fór því svo, að í stað þess að þetta fækkaði Ísraelsmönnum, þá fjölgaði þeim enn þá meir. Þegar svo var komið, þá datt Faraó eitthvað mjög ljótt í hug. Hann kallaði til sín ljósmæður, sem voru hjá konum ísraelsmanna, þegar þær áttu börnin sín. Ljósmæðrunum gaf hann þá skipun, að þær skyldu gá að því, þegar barn fæddist, hvort það væri dreng- ur eða stúlka. Ef það var drengur, áttu þær að láta hann deyja. En ljósmæðurnar óttuðust Guð. Þess vegna hlýddu þær ekki konunginum. En þegar hann sá, að þær gerðu það ekki, þá skipaði hann fólki sínu, Egiptum, að kasta öllum sveinhörnum, sem fæddust hjá ísraelsmönnum, í ána Níl. Stúlkubörnin máttu lifa. Þetta voru hræðilegar fréttir fyrir ísrael. Nú var þeim hætt að líða vel í Egiptalandi. Þegar við heyrum þetta, getur okkur komið í hug, að það endi ekki alltaf vel, sem gaman var að fyrst. Sumir fara að taka það, sem aðrir eiga, og þeim finnst það gaman. En þeir enda stundum sem þjófar, lokaðir inni í fangelsi. Sumir fara að reykja og finnst það fjarska mannalegt, en seinna meir gerir tóbakið þá veika, og þeir þurfa að fara í sjúkrahús, jafnvel til að deyja af völdum þess. Sumir fara að drekka vín og finnst það gott. En þeir geta endað sem drykkjumenn, sem eyði öllu kaupinu sínu í vín, svo að konu þeirra og börn vanti bæði föt og mat. Þess vegna er bezt að byrja aldrei á því, sem getur farið svo illa með okkur og aðra. „Tak ekki þátt í annarra syndum, varðveit sjálfan þig hreinan,“ segir Drottinn í orði sínu. Lærið þessi orð, og biðjið Guð stöðugt að hjálpa ykkur til að gera ekki neitt það, sem getur gert ykkur eða öðrum skaða. (Framhald.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.