Norðurljósið


Norðurljósið - 01.06.1963, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.06.1963, Blaðsíða 2
42 NORÐURLJÓSIÐ sagt. Ef til vill hafði hann rétt að mæla. „Kæri Drottinn,“ bað ég; „þú veizt, að ég get ekki hætt að reykja. Sálnahirðirinn segir mér, að ég geti þjón- að þér betur, ef ég hætti, svo að ég bið þig að taka í burtu algerlega löngunina í tóbakið.“ Þetta var einmitt það, sem hann gerði. Eg hefi ekki haft minnstu löngun í sígarettur síðan. Drottinn hefir gert marga aðra dásamlega hluti fyrir mig, og mig langar til að vegsama nafn hans. Það, sem hann gerði fyrir mig, getur hann gert fyrir alla aðra mína líka í heiminum, ef aðeins við, þú og ég, segjum þeim írá því. Þetta er ástæða þess, hvers vegna ég er að segja frá reynslu minni. (Dálítið stytt.) (Þýtt úr „Contact“, málgagni kristinna kaupsýslumanna, 127 South Wacker Drive, Chicago 6, Illinois.) --------X--------- KRAB BAMEI NSDAUÐI UNGRA B A R N A Það er löngu kunn staðreynd, að börn, sem byrja snemma að reykja, standa skjótt að baki jafnaldra sinna um gáfnafar. Hið sama gildir um unglinga og æskumenn. Þeir, sem reykja, standa sig sem heild ver við próf en hinir, sem aldrei hafa reykt. Hitt er síður kunn staðreynd, að krabbameinsdauði meðal ungra barna fer mjög í vöxt. Samkvæmt skýrslu frá dr. C. C. Dauer, sem er læknifræðilegur ráðunautur heilbrigði-hagstofu Bandaríkjanna, þá hefir tala barna, sem deyja úr krabba á aldrinum 1—4 ára, meira en tvö- faldast á sl. 30 árum. A sama tíma hefir tala barna á aldr- inum 5—14 ára, sem deyja úr krabba, þrefaldast. Amerískt læknatímarit, „Patterns of Disease“, segir: „Hlutfallslega er þetta langtum meiri aukning en átt hefir sér stað meðal fullorðins fólks.“ Fréttaritari kristilega vikublaðsins „The Sword of the Lord“ (Sverð Drottins), sem þetta er tekið eftir, spyr síðan: „Hver er ástæðan? Menn velta fyrir sér, hvort þetta orsakast ekki af því, hve tala mæðra, sem reykja, hefir aukizt mikið, mæðra, sem eitrað hafa blóðið í óbornum afkvæmum sínum!“ Þetta er vafalaust mikilvæg ástæða. Þó verður að bæta annarri við: Tóbaksreyknum, sem börn reykjandi foreldra eru neydd til að anda að sér. Þau alast upp í tóbaksreykj- ar eiturlofti, sem eðlilega getur stórskemmt veikbyggðan og viðnámslítinn barnslíkamann. Yeldur þessu hugsunarleysi foreldra? Vita þeir ekki betur, þrátt fyrir allt, sem ritað er og kennt um skaðsemi tóbaksins? Er þetta algert samvizkuleysi? Ólíklegt er það. Eða er það eigingirni, sjálfselska, sem vill ekki afneita sjálfri sér? Lesið hefi ég þá sögu, að læða nokkur lá á kettlingi sín- um. Maður kom inn í stofuna og fór að reykja. Þá tók kisa afkvæmi sitt og bar það burt út tóbaksreyknum, út úr stofunni. Yæri betur, ef mannlegar mæður færu eitt- hvað svipað að. Reykingakona kom til læknis með nýlega fætt barn sitt, sem mjög var óvært. Læknirinn, sem ekki var reykinga- maður, leit á barnið, tók síðan vindling, kveikti í honum, saug einn reyk og blés honum í andlit barnsins. Þegar í stað kom værð yfir það. „Sjáið þér, hvað þér hafið gert?“ sagði læknirinn við konuna. „Þér hafið sýkt barnið yðar með tóbakseitrun.“ Reykjandi feður og reykjandi mæður, hugleiðið þessar tvær frásagnir. Hugleiðið það, að maður, sem veldur öðr- um slysi, með því að vanrækja varúð og öryggisráðstaf- anir, er talinn ábyrgur fyrir því tjóni, sem hann veldur. Hve miklu fremur mun þá Guð telja ykkur ábyrg, ef þið spillið heilsu sjálfra ykkar og barnanna ykkar með reyk- ingum. „Eg get ekki hætt að reykja“, segir þú. Áreiðanlega get- ur þú hætt við tóbakið, með Guðs hjálp, alveg eins og fjöldi manna hefir hætt að neyta víns með Guðs hjálp. Eitt af því, sem Drottinn Jesús átti að gera, er hann kom í heiminn, var þetta: Hann átti að boða bandingjum lausn. Sérhver maður, karl eða kona, sem finnur, að tóbakið, vínið eða eitur í einhverri annarri mynd, fjötrar sig og bindur, getur fengið lausn, fullkomna lausn, úr fjötrum tóbaks, víns og eiturs, með því að leita af öllu hjarta til Krists Jesú, frelsarans góða, sem skilur okkur svo vel og hefir svo mikla samúð með okkur. En Drottinn vill gera meira fyrir þig en þetta, ef þú vilt leita hans. Hann vill frelsa þig líka frá öllum þínum syndum og valdi þeirra, hverjar svo sem þær eru. Hví ekki að gefa frelsaranum tækifæri til að sýna, hvað hann vill gera og getur gert fyrir þig? „Ef þér leitið mín af öllu hjarta munuð þér finna mig,“ er fyrirheit Drottins. —----—x----------- ^ S. G. J. Hver er kristinn? Eftir A. Reid. Jepson. „Kristinn“ er misskilið orð og misnotað .... Hver er kristinn? Spyrjið 10 manns þessarar spurningar og þið fáið 10 ólík svör. Þau geta verið meðal annars: „Maður, sem hagar sér vel.“ Maður, sem er í kirkjunni.“ „Maður, sem hefir tekið skírn.“ Ein bók gefur rétta svarið, sú sem svarar rétt og á vís- indalegan hátt spurningum svo sem: um upphaf allra hluta, hvaðan maðurinn kom, hvers vegna hann er hér og hvert hann fer. Vér snúum því að biblíunni — orði Guðs. Orðið KRISTINN kemur fyrir þrisvar í biblíunni. 1. Sem val. Páll stóð frammi fyrir Agrippa konungi árið 62 e. Kr. og flutti þar geysimikinn vitnisburð um það, sem Jesús Kristur hafði gert fyrir hann. Hrærður sagði kon- ungurinn: „Lítið vantar á, að þú gerir mig kristinn.“ (Ensk þýð.) (Post. 26. 28.) Hann fann, að hann varð að velja. „Lítið vantar á“ er ekki nóg. Nú á 20. öldinni verður þú að velja. Velur þú Krist eða hafnar þú honum? I Ölpunum eru mikil vatnaskil. Náttúru- fræðingurinn Agassiz sagði eitt sinn frá því, hvernig hann gæti — með því að standa á vissum bletti — kastað tré- spæni til vinstri handar. Þá mundi hann detta í læk, sem flytti hann niður í á, og með henni kæmist hann niður 1 Norðursjóinn. En ef hann kysi að kasta spæninum til hægri handar, þá mundi hann berast að lokum suður í Miðjarðar-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.